Fleiri fréttir Hækkun á Wall Street Verð á hlutabréfum á Wall Street hækkaði í dag í kjölfar þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti sína. Dow Jones vísitalan hafði hækkað um 130 stig við lokun markaða í kvöld. 31.10.2007 21:46 Stýrivextir lækka í Bandaríkjunum Bankastjórn bandaríska seðlabankans ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara vextirnir því úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en útilokuðu þó ekki 50 punkta vaxtalækkun vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi. 31.10.2007 18:28 Gengi Google aldrei hærra Gengi hlutabréfa í netleitarrisanum Google fór yfir 700 dali á hlut í dag en þetta mun vera í fyrsta sinn síðan fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað um mitt ár 2004 sem gengið hefur farið svo hátt. 31.10.2007 14:45 Hagvöxtur í Bandaríkjunum umfram spár Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3,9 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við 3,8 prósent á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en reiknað hafði verið með á fjórðungnum sem einkennst hefur á þrengingum á bandarískum fasteignamarkaði og lausafjárkrísu á fjármálamörkuðum. 31.10.2007 13:21 Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Bankinn segir ennfremur í endurskoðaði hagspá sinni fyrir árið að hagvöxtu verði um 1,8 prósent í stað 2,1 eins og fyrri spá hljóðaði upp á. Hann telur að á næsta ári muni blása byrlega og muni hagvöxtur nema 2,1 prósenti. 31.10.2007 11:20 Enn lækkar dollarinn Gengi bandaríkjadals fór enn á ný í lægstu lægðir gagnvart breska pundinu í dag en 2,0727 dalir fást nú fyrir hvert pund. Bilið hefur aukist hratt síðustu daga og hefur ekki verið meira síðan um mitt sumar 1981. 31.10.2007 09:24 Hagnaður Deutsche Bank jókst um 31 prósent Hagnaður Deutsche Bank nam 1,62 milljörðum evra, jafnvirði tæplega 141 milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1,24 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er 31 prósents hækkun á milli ára og nokkuð yfir væntingum. Inn í afkomutölurnar koma endurgreiddir skattar og hagnaður af sölu eigna sem vegur upp á móti fyrsta tapi af fjárfestingum bankans í heil fimm ár. 31.10.2007 09:15 Hlutabréf í Fujifilm fyrirtækinu hækkuðu Hlutabréf í Fujifilm fyrirtækinu hækkuðu við lokun markaðar í Japan í morgun. Markaðurinn var hinsvegar með rólegra móti. Stutt er í að seðlabankinn í Japan taki ákvörðun um stýrivaxtahækkun og ljóst að fjárfestar halda að sér höndum þangað til. Verðlækkun á olíumarkaði kom sér illa fyrir olíufyrirtæki eins og Inpex Holdings og stærstu hluthafa þess fyrirtækis. 31.10.2007 08:23 Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. 30.10.2007 20:34 Pundið nálægt hæstu hæðum gagnvart bandaríkjadal Gengi breska sterlingpundsins fór í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal á mörkuðum í dag en 2,066 dalir fengust fyrir hvert pund. Dollarinn hefur ekki verið ódýrari síðan um mitt sumar árið 1981. 30.10.2007 15:29 Fyrsta pöntun á 100 dollara tölvum Urugvæ er fyrsta landið til að gera opinbera pöntun á hinum svokölluðu 100 dollara tölvum. Ríkisstjórnin keypti 100 þúsund tölvur fyrir skólabörn á aldrinum sex til 12 ára. Til stendur að kaupa 300 þúsund tölvur í viðbót handa hverju skólabarni í landinu fyrir árið 2009. 30.10.2007 12:19 Tekur Baugur yfir Saks ásamt fleirum? Hugsanlegt er að Baugur bjóði í bandarísku lúxusvöruverslunarkeðjuna Saks ásamt fyrirtækinu Landmark Group sem er í eigu aðila í Dubai. 30.10.2007 09:31 Nikkei niður um 0,3% Japanska Nikkei vísitalan féll um 0,3 prósent í morgun. Takeda lyfjafyrirtækið féll í verði þegar heilbrigðisyfirvöld mæltu með því að þeir hættu tilraunaframleiðslu á ákveðnu lyfi sem hafði gefið vel af sér. 30.10.2007 08:42 Fjárfestar bíða stýrivaxtadags Gengi helstu hlutabréfavísitalna hækkaði við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur höfðu gert ráð fyrir mikilli hækkun enda vaxtaákvörðunardagur vestanhafs á miðvikudag. Nokkurrar spennu gætir á meðal fjárfesta. 29.10.2007 21:38 Gengi SAS-hlutabréfa lækkar vegna Dash-véla Gengi hlutabréfa SAS-flugfélagsins hefur lækkað um nærri 5% á mörkuðum í morgun og er það rakið til nauðlendingar Dash 8 vélarinnar í Kaupmannahöfn á laugardag. 29.10.2007 13:30 Hráolíuverð hækkar enn Verð á hráolíu fór upp fyrir 93 Bandaríkjadali tunnan í New York í morgun og hefur þá hækkað um 16 prósent það sem af er þessum mánuði. Á þetta er bent í Morgunkorni Glitnis. 29.10.2007 11:41 Uppsveifla á mörkuðum í Japan Japönsk hlutabréf hækkuðu í dag, mánudag. Mesta hækkunin varð með hlutabréf í Nissan bifreiðaverksmiðjunni. Hlutabréf í bönkum hækkuðu einnig og virðist sem fjárfestar telji að lægðin í japönsku efnahagslífi sé á enda. Jafnframt hækkuðu bréf í fyrirtækjum eins og Canon og Honda. Hins vegar lækkuðu bréf í sumum fyrirtækjum, eins og Advantest tæknifyrirtækinu. 29.10.2007 08:28 Færeyingar úthluta olíuborleyfum á ný Færeyingar eru um það bil að verða klárir til að úthluta olíuborleyfum innan efnahagslögsögu sinnar á ný. Reiknað er með að það verði gert öðru hvoru megin við áramótin. Yrði það í þriðja sinn sem Færeyingar gera slíkt. 28.10.2007 15:27 Bandarískur fjármálarisi til bjargar Northern Rock Bandaríska fjármálafyrirtækið GMAC, að hálfu í eigu General Motors, verður í forystu fjárfesta sem ætla sér að gera tilboð í Northern Rock bankann og bjarga honum þannig frá gjaldþroti. 28.10.2007 11:45 Gull og olía hækka en dollar lækkar Heimsmarkaðsverð á gulli hefur hækkað mikið að undanförnu og er nú við að slá fyrra verðmet frá upphafi níunda áratugarins. Olía hefur einnig hækkað og er nú í 92 dollurum tunnan en dollar lækkar áfram og hefur náð fyrri lægð gagnvart evrunni eða 1,439 dollar fyrir evru. 27.10.2007 15:06 Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru Bilið á milli bandaríkjadals og evru jókst í dag þegar dalur lækkaði í verði en gengismunur myntanna hefur aldrei verið meiri. Helsti orsakavaldurinn eru auknar væntingar að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku. 26.10.2007 12:54 Afkoma Microsoft yfir væntingum Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft tók inn 4,29 milljarða bandaríkjadala í hagnað, jafnvirði 261 milljarð íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er fyrsti rekstrarfjórðungur fyrirtækisins. Þetta er heilum 23 prósentum meira en á sama tíma í fyrra og skrifast á mikla sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins og tölvuleikinn Halo 3. 26.10.2007 09:06 Olíutunnan yfir 90 dollara Olíuverð fór yfir 90 dollara á tunnu vestanhafs í gær og hefur verðið aldrei farið jafn hátt í dollurum talið. Verð á Noðrursjávarolíu hækkaði líka um þrjá dollara á tunnuna og fór í röska 87 dollara í Evrópu. 26.10.2007 08:20 Sala á nýjum fasteignum dregst saman í BNA Sala á nýjum fasteignum dróst saman um 23 prósent á milli ára í Bandaríkjunum í september, samkvæmt nýjum gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Fjármálaskýrendur telja samdráttarskeið yfirvofandi vestanhafs bregðist seðlabanki Bandaríkjanna ekki við. 25.10.2007 16:05 Yfir 100 dollaramilljarðamæringar í Kína Samhliða örum vexti hagkerfis Kína undanfarin ár hefur að sama skapi fjölgað í hópi ofurauðjöfra landsins. Nú eru í Kína 106 einstaklingar sem hver um sig eiga meir en ein milljarð dollara eða 60 milljarða kr. 25.10.2007 13:42 Microsoft kaupir hlut í Facebook Mark Zuckerberg stofnaði Facebook fyrir tæpum fjórum árum síðan. Nú hefur Microsft greitt 14 milljarða íslenskra króna fyrir 1,6 prósenta hlut í síðunni. Facebook er afar vinsælt samfélag, eða tengslanet, á internetinu. 25.10.2007 13:22 Líkur á milli lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum Líkur hafa aukist til muna að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að 50 punkta að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag í næstu viku. Breska blaðið Times segir slök uppgjör fjármálafyrirtækja vestanhafs og áframhaldandi samdráttur á fasteignamarkaði þar í landi vísbendingu um næstu ákvörðun bankans. 25.10.2007 12:30 Þriðjungi minni hagnaður hjá Ericsson Hagnaður sænska tæknifyrirtækisins Ericsson dróst saman um 36 prósent á þriðja ársfjórðungi eins og kom fram í afkomuviðvörun, sem fyrirtækið sendi frá sér í síðustu viku. 25.10.2007 12:18 Bank of America segir 3.000 starfsmönnum upp Annar stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, hefur ákveðið að segja upp 3.000 af starfsmönnum sínum. Er þetta mesti niðurskurður á Wall Street hingað til í kjölfar hrunsins á fasteignamarkaðinum vestan hafs vegna svokallaðra undirmálslána. 25.10.2007 11:03 Lækkun á bandarískum markaði gekk til baka Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók dýfu skömmu eftir opnun markaða í dag í kjölfar þess að fjárfestingabankinn Merrill Lynch greindi frá slöku uppgjöri auk þess sem sala á fasteignum dróst saman um átta prósent á milli mánaða í september. Það jafnaði sig eftir því sem á leið daginn, mismikið þó. 24.10.2007 21:10 Mikill samdráttur í fasteignasölu í BNA Sala á notuðu húsnæði dróst saman um átta prósenta á milli mánaða í Bandaríkjunum í september en samdráttur sem þessi hefur ekki sést vestanhafs í sextán ár. Þá er þetta nokkru meiri samdráttur en reiknað var með. 24.10.2007 15:18 Hagnaður Volvo minnkar um 21% Hagnaður Volvo AB í Svíþjóð minnkaði um 21% á 3ja ársfjórðungi að mestu vegna hærri vaxtagreiðslna og aukins framleiðslukostnaðar. Hagnaður nú féll úr 3,93 milljörðum skr. á sama tímabili í fyrra og niður í 3.12 milljarða skr. nú eða rúmlega 30 milljarða kr. 24.10.2007 12:55 Merrill Lynch skilar fyrsta tapinu í sex ár Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði 2,3 milljarða dala, tæplega 140 milljarða króna, tapi á þriðja ársfjórðungi. Tapið er að mestu tilkomið vegna tapaðra fasteignaútlána en bankinn varð vegna þessa að afskrifa 7,9 milljarða dala. Á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um þrjá milljarða dala. 24.10.2007 12:44 Dapurt uppgjör hjá Stork Hollenska iðnsamstæðan Stork NV skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með fyrir afkomuna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 20 milljónum evra, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna, á fjórðungnum, sem er talsvert undir væntingum markaðsaðila sem höfðu reikna með tíu milljónum evrum meira. 24.10.2007 12:00 Norðmenn að ná milljón tonna markinu í eldisfiski Helsti sérfræðingur Norðmanna í markaðsmálum fiskeldis, Lars Liabö hjá greiningarfyrirtækinu Kontali Analyse, telur að framleiðsla norskra fyrirtækja í Noregi á eldislaxi og -urriða geti náð milljón tonna markinu innan þriggja ára. Mat Liabö er að framleiðslan á árinu 2010 verði á bilinu 900 til 1100 þúsund tonn. 24.10.2007 11:10 Fleiri beinagrindur í skápnum hjá Merrill Lynch Bandaríska blaðið The New York Times greinir frá því í dag að fjármálafyrirtækið Merill Lynch muni þurfa að afskrifa töluvert meira en 5 milljarða dollara vegna svokallaðra undirmálslána á fasteignamarkaðinum vestan hafs. 24.10.2007 10:50 Slæmur fjórðungur hjá BP Árið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott fyrir breska olíurisann BP. Fyrrum forstjóri félagsins tók poka sinn í byrjun sumars og nú dróst hagnaður félagsins saman um 45 prósent á milli ára. 24.10.2007 09:36 Harry Potter galdraði fram hagnað hjá Amazon.com Bandaríska netverslunin Amazon.com tók inn 80 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 4,9 milljarða íslenskra króna, í hagnað á þriðja ársafjórðungi sem er fjórfalt meira en á sama tíma í fyrra. Mestu munar um afar góða sölu á nýjustu og síðustu bókinni í flokknum um ævintýri galdrastráksins Harry Potter, sem rauk út eins og heitar lummur. 24.10.2007 09:03 Afkoma Handelsbanken á pari við væntingar Sænski Handelsbanken hagnaðist um rúma 2,5 milljarða króna, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er sextán prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og lítillega yfir væntingum markaðsaðila. 23.10.2007 16:49 Olíuverð lækkar í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði talsvert á fjármálamörkuðum í dag eftir að viðræður hófust á milli stjórnvalda í Tyrklandi og Kúrda í norðurhéruðum Írak. Þá spilar inní að gert er ráð fyrir að olíubirgðir hafi aukist á milli vikna í Bandaríkjunum. 23.10.2007 16:20 Ólöglegt niðurhal stöðvað Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun. 23.10.2007 11:30 Nike kaupir Umbro Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur fest kaup á Umbro, helsta keppinaut sínum í Bretlandi og er kaupverðið rúmlega 30 milljarðar kr. Nokkur aðdragandi hefur verið að kaupunum því í síðustu viku gaf Umbro út yfirlýsingu um að áhugi væri fyrir kaupum á félaginu. 23.10.2007 09:16 Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir skell á föstudag. Fjárfestar biðu með eftirvæntingu eftir uppgjöri tæknifyrirtækja, ekki síst Apple, sem skilaði afar góðum afkomutölum. 22.10.2007 21:14 Afkoma Apple langt umfram væntingar Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. 22.10.2007 21:01 News Corp. verðmætasta fjölmiðlaveldið News Corp. er nú orðið verðmætasta fjölmiðlaveldi heims en það er að mestu í eigu Rupert Murdoch. Við niðursveifluna á mörkuðum vestan hafs á föstudag fór New Corp. framúr Time Warner hvað verðmætið varðar. 22.10.2007 14:14 Sjá næstu 50 fréttir
Hækkun á Wall Street Verð á hlutabréfum á Wall Street hækkaði í dag í kjölfar þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti sína. Dow Jones vísitalan hafði hækkað um 130 stig við lokun markaða í kvöld. 31.10.2007 21:46
Stýrivextir lækka í Bandaríkjunum Bankastjórn bandaríska seðlabankans ákvað í dag að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara vextirnir því úr 4,75 prósentum í 4,5 prósent. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en útilokuðu þó ekki 50 punkta vaxtalækkun vegna aðstæðna í bandarísku efnahagslífi. 31.10.2007 18:28
Gengi Google aldrei hærra Gengi hlutabréfa í netleitarrisanum Google fór yfir 700 dali á hlut í dag en þetta mun vera í fyrsta sinn síðan fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað um mitt ár 2004 sem gengið hefur farið svo hátt. 31.10.2007 14:45
Hagvöxtur í Bandaríkjunum umfram spár Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3,9 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við 3,8 prósent á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð meiri hagvöxtur en reiknað hafði verið með á fjórðungnum sem einkennst hefur á þrengingum á bandarískum fasteignamarkaði og lausafjárkrísu á fjármálamörkuðum. 31.10.2007 13:21
Óbreyttir stýrivextir í Japan Japanski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Bankinn segir ennfremur í endurskoðaði hagspá sinni fyrir árið að hagvöxtu verði um 1,8 prósent í stað 2,1 eins og fyrri spá hljóðaði upp á. Hann telur að á næsta ári muni blása byrlega og muni hagvöxtur nema 2,1 prósenti. 31.10.2007 11:20
Enn lækkar dollarinn Gengi bandaríkjadals fór enn á ný í lægstu lægðir gagnvart breska pundinu í dag en 2,0727 dalir fást nú fyrir hvert pund. Bilið hefur aukist hratt síðustu daga og hefur ekki verið meira síðan um mitt sumar 1981. 31.10.2007 09:24
Hagnaður Deutsche Bank jókst um 31 prósent Hagnaður Deutsche Bank nam 1,62 milljörðum evra, jafnvirði tæplega 141 milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1,24 milljarða á sama tíma í fyrra. Þetta er 31 prósents hækkun á milli ára og nokkuð yfir væntingum. Inn í afkomutölurnar koma endurgreiddir skattar og hagnaður af sölu eigna sem vegur upp á móti fyrsta tapi af fjárfestingum bankans í heil fimm ár. 31.10.2007 09:15
Hlutabréf í Fujifilm fyrirtækinu hækkuðu Hlutabréf í Fujifilm fyrirtækinu hækkuðu við lokun markaðar í Japan í morgun. Markaðurinn var hinsvegar með rólegra móti. Stutt er í að seðlabankinn í Japan taki ákvörðun um stýrivaxtahækkun og ljóst að fjárfestar halda að sér höndum þangað til. Verðlækkun á olíumarkaði kom sér illa fyrir olíufyrirtæki eins og Inpex Holdings og stærstu hluthafa þess fyrirtækis. 31.10.2007 08:23
Fjárfestar bíða ákvörðunar bandaríska seðlabankans Gengi helstu hlutabréfavísitalna lækkaði er nær dró lokun viðskipta á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Nokkrir þættir skýra lækkunina en fjáfestar þykja bjartsýnir á að bankastjórn seðlabanka Bandaríkjanna tilkynni um 25 punkta lækkun stýrivaxta á morgun að loknum tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi, sem hófst í dag. 30.10.2007 20:34
Pundið nálægt hæstu hæðum gagnvart bandaríkjadal Gengi breska sterlingpundsins fór í hæstu hæðir gagnvart bandaríkjadal á mörkuðum í dag en 2,066 dalir fengust fyrir hvert pund. Dollarinn hefur ekki verið ódýrari síðan um mitt sumar árið 1981. 30.10.2007 15:29
Fyrsta pöntun á 100 dollara tölvum Urugvæ er fyrsta landið til að gera opinbera pöntun á hinum svokölluðu 100 dollara tölvum. Ríkisstjórnin keypti 100 þúsund tölvur fyrir skólabörn á aldrinum sex til 12 ára. Til stendur að kaupa 300 þúsund tölvur í viðbót handa hverju skólabarni í landinu fyrir árið 2009. 30.10.2007 12:19
Tekur Baugur yfir Saks ásamt fleirum? Hugsanlegt er að Baugur bjóði í bandarísku lúxusvöruverslunarkeðjuna Saks ásamt fyrirtækinu Landmark Group sem er í eigu aðila í Dubai. 30.10.2007 09:31
Nikkei niður um 0,3% Japanska Nikkei vísitalan féll um 0,3 prósent í morgun. Takeda lyfjafyrirtækið féll í verði þegar heilbrigðisyfirvöld mæltu með því að þeir hættu tilraunaframleiðslu á ákveðnu lyfi sem hafði gefið vel af sér. 30.10.2007 08:42
Fjárfestar bíða stýrivaxtadags Gengi helstu hlutabréfavísitalna hækkaði við lokun hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum í dag. Fjármálaskýrendur höfðu gert ráð fyrir mikilli hækkun enda vaxtaákvörðunardagur vestanhafs á miðvikudag. Nokkurrar spennu gætir á meðal fjárfesta. 29.10.2007 21:38
Gengi SAS-hlutabréfa lækkar vegna Dash-véla Gengi hlutabréfa SAS-flugfélagsins hefur lækkað um nærri 5% á mörkuðum í morgun og er það rakið til nauðlendingar Dash 8 vélarinnar í Kaupmannahöfn á laugardag. 29.10.2007 13:30
Hráolíuverð hækkar enn Verð á hráolíu fór upp fyrir 93 Bandaríkjadali tunnan í New York í morgun og hefur þá hækkað um 16 prósent það sem af er þessum mánuði. Á þetta er bent í Morgunkorni Glitnis. 29.10.2007 11:41
Uppsveifla á mörkuðum í Japan Japönsk hlutabréf hækkuðu í dag, mánudag. Mesta hækkunin varð með hlutabréf í Nissan bifreiðaverksmiðjunni. Hlutabréf í bönkum hækkuðu einnig og virðist sem fjárfestar telji að lægðin í japönsku efnahagslífi sé á enda. Jafnframt hækkuðu bréf í fyrirtækjum eins og Canon og Honda. Hins vegar lækkuðu bréf í sumum fyrirtækjum, eins og Advantest tæknifyrirtækinu. 29.10.2007 08:28
Færeyingar úthluta olíuborleyfum á ný Færeyingar eru um það bil að verða klárir til að úthluta olíuborleyfum innan efnahagslögsögu sinnar á ný. Reiknað er með að það verði gert öðru hvoru megin við áramótin. Yrði það í þriðja sinn sem Færeyingar gera slíkt. 28.10.2007 15:27
Bandarískur fjármálarisi til bjargar Northern Rock Bandaríska fjármálafyrirtækið GMAC, að hálfu í eigu General Motors, verður í forystu fjárfesta sem ætla sér að gera tilboð í Northern Rock bankann og bjarga honum þannig frá gjaldþroti. 28.10.2007 11:45
Gull og olía hækka en dollar lækkar Heimsmarkaðsverð á gulli hefur hækkað mikið að undanförnu og er nú við að slá fyrra verðmet frá upphafi níunda áratugarins. Olía hefur einnig hækkað og er nú í 92 dollurum tunnan en dollar lækkar áfram og hefur náð fyrri lægð gagnvart evrunni eða 1,439 dollar fyrir evru. 27.10.2007 15:06
Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru Bilið á milli bandaríkjadals og evru jókst í dag þegar dalur lækkaði í verði en gengismunur myntanna hefur aldrei verið meiri. Helsti orsakavaldurinn eru auknar væntingar að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti að loknum vaxtaákvörðunarfundi sínum í næstu viku. 26.10.2007 12:54
Afkoma Microsoft yfir væntingum Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft tók inn 4,29 milljarða bandaríkjadala í hagnað, jafnvirði 261 milljarð íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi, sem er fyrsti rekstrarfjórðungur fyrirtækisins. Þetta er heilum 23 prósentum meira en á sama tíma í fyrra og skrifast á mikla sölu á Windows Vista, nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins og tölvuleikinn Halo 3. 26.10.2007 09:06
Olíutunnan yfir 90 dollara Olíuverð fór yfir 90 dollara á tunnu vestanhafs í gær og hefur verðið aldrei farið jafn hátt í dollurum talið. Verð á Noðrursjávarolíu hækkaði líka um þrjá dollara á tunnuna og fór í röska 87 dollara í Evrópu. 26.10.2007 08:20
Sala á nýjum fasteignum dregst saman í BNA Sala á nýjum fasteignum dróst saman um 23 prósent á milli ára í Bandaríkjunum í september, samkvæmt nýjum gögnum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Fjármálaskýrendur telja samdráttarskeið yfirvofandi vestanhafs bregðist seðlabanki Bandaríkjanna ekki við. 25.10.2007 16:05
Yfir 100 dollaramilljarðamæringar í Kína Samhliða örum vexti hagkerfis Kína undanfarin ár hefur að sama skapi fjölgað í hópi ofurauðjöfra landsins. Nú eru í Kína 106 einstaklingar sem hver um sig eiga meir en ein milljarð dollara eða 60 milljarða kr. 25.10.2007 13:42
Microsoft kaupir hlut í Facebook Mark Zuckerberg stofnaði Facebook fyrir tæpum fjórum árum síðan. Nú hefur Microsft greitt 14 milljarða íslenskra króna fyrir 1,6 prósenta hlut í síðunni. Facebook er afar vinsælt samfélag, eða tengslanet, á internetinu. 25.10.2007 13:22
Líkur á milli lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum Líkur hafa aukist til muna að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að 50 punkta að loknum næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudag í næstu viku. Breska blaðið Times segir slök uppgjör fjármálafyrirtækja vestanhafs og áframhaldandi samdráttur á fasteignamarkaði þar í landi vísbendingu um næstu ákvörðun bankans. 25.10.2007 12:30
Þriðjungi minni hagnaður hjá Ericsson Hagnaður sænska tæknifyrirtækisins Ericsson dróst saman um 36 prósent á þriðja ársfjórðungi eins og kom fram í afkomuviðvörun, sem fyrirtækið sendi frá sér í síðustu viku. 25.10.2007 12:18
Bank of America segir 3.000 starfsmönnum upp Annar stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, hefur ákveðið að segja upp 3.000 af starfsmönnum sínum. Er þetta mesti niðurskurður á Wall Street hingað til í kjölfar hrunsins á fasteignamarkaðinum vestan hafs vegna svokallaðra undirmálslána. 25.10.2007 11:03
Lækkun á bandarískum markaði gekk til baka Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók dýfu skömmu eftir opnun markaða í dag í kjölfar þess að fjárfestingabankinn Merrill Lynch greindi frá slöku uppgjöri auk þess sem sala á fasteignum dróst saman um átta prósent á milli mánaða í september. Það jafnaði sig eftir því sem á leið daginn, mismikið þó. 24.10.2007 21:10
Mikill samdráttur í fasteignasölu í BNA Sala á notuðu húsnæði dróst saman um átta prósenta á milli mánaða í Bandaríkjunum í september en samdráttur sem þessi hefur ekki sést vestanhafs í sextán ár. Þá er þetta nokkru meiri samdráttur en reiknað var með. 24.10.2007 15:18
Hagnaður Volvo minnkar um 21% Hagnaður Volvo AB í Svíþjóð minnkaði um 21% á 3ja ársfjórðungi að mestu vegna hærri vaxtagreiðslna og aukins framleiðslukostnaðar. Hagnaður nú féll úr 3,93 milljörðum skr. á sama tímabili í fyrra og niður í 3.12 milljarða skr. nú eða rúmlega 30 milljarða kr. 24.10.2007 12:55
Merrill Lynch skilar fyrsta tapinu í sex ár Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði 2,3 milljarða dala, tæplega 140 milljarða króna, tapi á þriðja ársfjórðungi. Tapið er að mestu tilkomið vegna tapaðra fasteignaútlána en bankinn varð vegna þessa að afskrifa 7,9 milljarða dala. Á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um þrjá milljarða dala. 24.10.2007 12:44
Dapurt uppgjör hjá Stork Hollenska iðnsamstæðan Stork NV skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með fyrir afkomuna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 20 milljónum evra, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna, á fjórðungnum, sem er talsvert undir væntingum markaðsaðila sem höfðu reikna með tíu milljónum evrum meira. 24.10.2007 12:00
Norðmenn að ná milljón tonna markinu í eldisfiski Helsti sérfræðingur Norðmanna í markaðsmálum fiskeldis, Lars Liabö hjá greiningarfyrirtækinu Kontali Analyse, telur að framleiðsla norskra fyrirtækja í Noregi á eldislaxi og -urriða geti náð milljón tonna markinu innan þriggja ára. Mat Liabö er að framleiðslan á árinu 2010 verði á bilinu 900 til 1100 þúsund tonn. 24.10.2007 11:10
Fleiri beinagrindur í skápnum hjá Merrill Lynch Bandaríska blaðið The New York Times greinir frá því í dag að fjármálafyrirtækið Merill Lynch muni þurfa að afskrifa töluvert meira en 5 milljarða dollara vegna svokallaðra undirmálslána á fasteignamarkaðinum vestan hafs. 24.10.2007 10:50
Slæmur fjórðungur hjá BP Árið hefur ekki verið neitt sérstaklega gott fyrir breska olíurisann BP. Fyrrum forstjóri félagsins tók poka sinn í byrjun sumars og nú dróst hagnaður félagsins saman um 45 prósent á milli ára. 24.10.2007 09:36
Harry Potter galdraði fram hagnað hjá Amazon.com Bandaríska netverslunin Amazon.com tók inn 80 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 4,9 milljarða íslenskra króna, í hagnað á þriðja ársafjórðungi sem er fjórfalt meira en á sama tíma í fyrra. Mestu munar um afar góða sölu á nýjustu og síðustu bókinni í flokknum um ævintýri galdrastráksins Harry Potter, sem rauk út eins og heitar lummur. 24.10.2007 09:03
Afkoma Handelsbanken á pari við væntingar Sænski Handelsbanken hagnaðist um rúma 2,5 milljarða króna, jafnvirði 24 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er sextán prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og lítillega yfir væntingum markaðsaðila. 23.10.2007 16:49
Olíuverð lækkar í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði talsvert á fjármálamörkuðum í dag eftir að viðræður hófust á milli stjórnvalda í Tyrklandi og Kúrda í norðurhéruðum Írak. Þá spilar inní að gert er ráð fyrir að olíubirgðir hafi aukist á milli vikna í Bandaríkjunum. 23.10.2007 16:20
Ólöglegt niðurhal stöðvað Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun. 23.10.2007 11:30
Nike kaupir Umbro Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur fest kaup á Umbro, helsta keppinaut sínum í Bretlandi og er kaupverðið rúmlega 30 milljarðar kr. Nokkur aðdragandi hefur verið að kaupunum því í síðustu viku gaf Umbro út yfirlýsingu um að áhugi væri fyrir kaupum á félaginu. 23.10.2007 09:16
Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag eftir skell á föstudag. Fjárfestar biðu með eftirvæntingu eftir uppgjöri tæknifyrirtækja, ekki síst Apple, sem skilaði afar góðum afkomutölum. 22.10.2007 21:14
Afkoma Apple langt umfram væntingar Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. 22.10.2007 21:01
News Corp. verðmætasta fjölmiðlaveldið News Corp. er nú orðið verðmætasta fjölmiðlaveldi heims en það er að mestu í eigu Rupert Murdoch. Við niðursveifluna á mörkuðum vestan hafs á föstudag fór New Corp. framúr Time Warner hvað verðmætið varðar. 22.10.2007 14:14