Ólöglegt niðurhal stöðvað 23. október 2007 11:30 MYND/Getty Images Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun. Oink var stjórnað frá Bretlandi og hafði frá áramótum lekið 60 stóralbúmum á netið áður en þau komu út í verslunum. Sjóræningjaniðurhal á óútgefinni tónlist er sérstaklega slæmt fyrir sölu og leiðir til ótímabærra hljóðblandana af upptökum tónlistarmanna sem ferðast um á netinu jafnvel mánuðum fyrir útgáfu. Maðurinn sem var handtekinn vinnur við upplýsingatækni og er frá Middlesbrough. Hann var fluttur til yfirheyrslu vegna gruns um svikasamsæri og brot á höfundaréttalögum. Talsmaður lögreglunnar í Bretlandi segir að síðan hafi verið sérlega ábatasöm og samanstaðið af skráarskiptum notendanna. Félagsaðild var háð boði annarra félagsmanna og félagsgjald borgað með framlögum af debit-eða kreditkortum til að tryggja áframhaldandi not af síðunni. Hann segir að meðlimir OiNK hafi verið hvattir til að dreifa efni á torrent skráarsniði og hafi orðið að halda áfram til að halda aðildinni gangandi. Þannig hafi á örfáum klukkutímum verið mögulegt að gera ólögleg fjöldaafrit af tónlist sem var dreift af síðunni til annarra síða og blogga. Netþjónn síðunnar var í Amsterdam og var tekinn í húsleit í síðustu viku. Það tók Bresku hljóðritunarsamtökin og Alþjóðlegu hljóðritunarsamtökin tvö ár að rannsaka málið. Tækni Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun. Oink var stjórnað frá Bretlandi og hafði frá áramótum lekið 60 stóralbúmum á netið áður en þau komu út í verslunum. Sjóræningjaniðurhal á óútgefinni tónlist er sérstaklega slæmt fyrir sölu og leiðir til ótímabærra hljóðblandana af upptökum tónlistarmanna sem ferðast um á netinu jafnvel mánuðum fyrir útgáfu. Maðurinn sem var handtekinn vinnur við upplýsingatækni og er frá Middlesbrough. Hann var fluttur til yfirheyrslu vegna gruns um svikasamsæri og brot á höfundaréttalögum. Talsmaður lögreglunnar í Bretlandi segir að síðan hafi verið sérlega ábatasöm og samanstaðið af skráarskiptum notendanna. Félagsaðild var háð boði annarra félagsmanna og félagsgjald borgað með framlögum af debit-eða kreditkortum til að tryggja áframhaldandi not af síðunni. Hann segir að meðlimir OiNK hafi verið hvattir til að dreifa efni á torrent skráarsniði og hafi orðið að halda áfram til að halda aðildinni gangandi. Þannig hafi á örfáum klukkutímum verið mögulegt að gera ólögleg fjöldaafrit af tónlist sem var dreift af síðunni til annarra síða og blogga. Netþjónn síðunnar var í Amsterdam og var tekinn í húsleit í síðustu viku. Það tók Bresku hljóðritunarsamtökin og Alþjóðlegu hljóðritunarsamtökin tvö ár að rannsaka málið.
Tækni Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira