Viðskipti erlent

Nike kaupir Umbro

Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur fest kaup á Umbro, helsta keppinaut sínum í Bretlandi og er kaupverðið rúmlega 30 milljarðar kr. Nokkur aðdragandi hefur verið að kaupunum því í síðustu viku gaf Umbro út yfirlýsingu um að áhugi væri fyrir kaupum á félaginu.

 

Umbro hefur m.a. saumað landsliðsskyrturnar á enska landsliðið en þær er ekki lengur sú mjólkurkú sem þær voru. Einn af forstöðumönnum Umbro, Steve Makin hefur hvatt hluthafa í félaginu til að selja Nike hluti sína því kaupverðið sé "mjög gott".

 

"Við verðum öflugra og betra fyrirtæki sem hluti af Nike... og getum nýtt stöðu Nike á heimsvísu," segir Steve Makin í samtali við Bloomberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×