Afkoma Apple langt umfram væntingar 22. október 2007 21:01 Steve Jobs, stofnandi og forstjóri Apple, sem skilaði betri afkomu en flestir höfðu reiknað með á síðasta fjórðungi. Mynd/AFP Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Mestu munar um geysimikla eftirspurn eftir tölvum undir merkjum Apple, margmiðlunarfarsímum fyrirtækisins og fleiri gerðum af iPod-spilurum, sem hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn nam 1,01 dal á hlut samanborið við 62 sent í fyrra. Fjármálasérfræðingar höfðu hins vegar reiknað með 82 sentum á hlut og því ljós að afkoman er talsvert yfir væntingum. Þá námu sölutekjur 6,22 millörðum dala, sem er 29 prósentum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar Bloomberg seldi Apple 2,16 milljónum Makka-tölvur og 10,2 milljónir iPod-spilara. Sala á nýja iPhone-símanum fór hins vegar langt framúr væntingum stjórnenda Apple. Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, hafði reiknað með að selja allt að 730 þúsund síma á fjórðungnum en raunin varð hins vegar sú að 1,12 milljón stykki skiptu um hendur. Gengi hlutabréfa í Apple hækkaði um 2,3 prósent á hlut undir lok viðskipta á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur nú í 174,36 dölum á hlut og hefur tvöfaldast í verði frá áramótum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple hagnaðist um 904 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 55,7 milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi, sem er fjórði fjórðungur félagsins, samanborið við 542 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er 67 prósenta aukning á milli ára og langt umfram spár fjármálasérfræðinga. Mestu munar um geysimikla eftirspurn eftir tölvum undir merkjum Apple, margmiðlunarfarsímum fyrirtækisins og fleiri gerðum af iPod-spilurum, sem hafa skilað félaginu miklum tekjum. Hagnaðurinn nam 1,01 dal á hlut samanborið við 62 sent í fyrra. Fjármálasérfræðingar höfðu hins vegar reiknað með 82 sentum á hlut og því ljós að afkoman er talsvert yfir væntingum. Þá námu sölutekjur 6,22 millörðum dala, sem er 29 prósentum meira en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar Bloomberg seldi Apple 2,16 milljónum Makka-tölvur og 10,2 milljónir iPod-spilara. Sala á nýja iPhone-símanum fór hins vegar langt framúr væntingum stjórnenda Apple. Steve Jobs, forstjóri fyrirtækisins, hafði reiknað með að selja allt að 730 þúsund síma á fjórðungnum en raunin varð hins vegar sú að 1,12 milljón stykki skiptu um hendur. Gengi hlutabréfa í Apple hækkaði um 2,3 prósent á hlut undir lok viðskipta á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur nú í 174,36 dölum á hlut og hefur tvöfaldast í verði frá áramótum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira