Viðskipti erlent

Bandarískur fjármálarisi til bjargar Northern Rock

Bandaríska fjármálafyrirtækið GMAC, að hálfu í eigu General Motors, verður í forystu fjárfesta sem ætla sér að gera tilboð í Northern Rock bankann og bjarga honum þannig frá gjaldþroti.

Samkvæmt frétt á vefsíðunni Timesonline mun verðbréfafyrirtækið Cerberus vera að setja saman tilboð í Northern Rock en Cerberus á helminginn af GMAC á móti General Motors.

GMAC hefur vel efni á að kaupa Northern Rock. Við lok síðasta árs voru eignir þess metnar á yfir 287 milljarða dollara eða nær 18.000 milljarða kr. og hagnaður þess á síðasta ári nam 2 milljörðum dollara eða um 120 milljörðum kr.

Aðrir sem áhuga hafa á að bjóða í Northern Rock er Virgin Money og JC Flowers.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×