OECD beitir sér gegn mútumálum 24. janúar 2007 03:15 Ríkisstjórnir verða að standa saman gegn spillingu og mútuþægni. Þetta kom fram á ráðstefnu OECD um spillingu og mútuþægni í París í síðustu viku. José Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD, sagði á ráðstefnunni að aðildarríki stofnunarinnar yrðu að leggja mikla áherslu á stefnu sína gagnvart mútum og spillingu af hverju tagi sem til væri. Hann benti hins vegar á að hann væri þakklátur fyrir að aðildarríkin berðust af hörku gegn óhæfu sem þessari, sem sýndi fram á viðhorf þeirra til þessa mikilvæga málaflokks. Mál bresku samstæðunnar BAE Systems var rætt á fundinum en í því eru stjórnendur samstæðunnar sakaðir um að hafa stofnað mútusjóð til að liðka fyrir sölu á hergögnum til stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Viðskiptin eru í stærri kantinum og nema verðmæti þeirra 10 milljörðum breskra punda, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna. Efnahagsbrotadeild breska ríkisins hefur haft málið til rannsóknar síðan seint á síðasta ári en niðurstaða liggur ekki fyrir í því. Á ráðstefnu OECD kom fram að mútusjóðir sem þessir væru litnir hornauga og ættu stjórnvöld ekki að að réttlæta gjörðir fyrirtækja sem leggi stund á slíkt með nokkru móti. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ríkisstjórnir verða að standa saman gegn spillingu og mútuþægni. Þetta kom fram á ráðstefnu OECD um spillingu og mútuþægni í París í síðustu viku. José Angel Gurría, aðalframkvæmdastjóri OECD, sagði á ráðstefnunni að aðildarríki stofnunarinnar yrðu að leggja mikla áherslu á stefnu sína gagnvart mútum og spillingu af hverju tagi sem til væri. Hann benti hins vegar á að hann væri þakklátur fyrir að aðildarríkin berðust af hörku gegn óhæfu sem þessari, sem sýndi fram á viðhorf þeirra til þessa mikilvæga málaflokks. Mál bresku samstæðunnar BAE Systems var rætt á fundinum en í því eru stjórnendur samstæðunnar sakaðir um að hafa stofnað mútusjóð til að liðka fyrir sölu á hergögnum til stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Viðskiptin eru í stærri kantinum og nema verðmæti þeirra 10 milljörðum breskra punda, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna. Efnahagsbrotadeild breska ríkisins hefur haft málið til rannsóknar síðan seint á síðasta ári en niðurstaða liggur ekki fyrir í því. Á ráðstefnu OECD kom fram að mútusjóðir sem þessir væru litnir hornauga og ættu stjórnvöld ekki að að réttlæta gjörðir fyrirtækja sem leggi stund á slíkt með nokkru móti.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira