Fleiri fréttir Litlar líkur á lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um um hálft prósent í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Þetta er nokkru meira en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir enda hefur hækkun á borð við þessa ekki sést vestanhafs í tæpt ár. Þetta jafngildir því að verðbólga standi í 2,5 prósentum og bendi fátt til að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni. 18.1.2007 14:50 Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. 18.1.2007 13:15 LSE styrkir varnirnar gegn yfirtöku Nasdaq Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) býst við 180 prósenta aukningu í hlutabréfaveltu á markaðnum fram á næsta ár. Þá hefur kauphöllin í hyggju að kaupa eigin hlutabréf fyrir 250 milljónir punda eða 34,5 milljarða íslenskra króna. Mikil ásókn hefur verið í kaup á bréfum LSE síðastliðin tvö ár en gengi bréfa í markaðnum hefur þrefaldast vegna þessa. 18.1.2007 11:00 Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Þetta er þvert á væntingar greinenda, sem töldu líkur á stýrivaxtahækkun. Stýrivextir voru síðast hækkaðir í Japan í júlí í fyrra eftir viðvarandi núllvaxtastefnu. 18.1.2007 09:43 Hagnaður Apple jókst mikið milli ára Hagnaður bandaríska tölvuframleiðandans Apple nam einum milljarði bandaríkjadala á síðasta fjórðungi liðins árs. Þetta jafngildir rúmum 70 milljörðum íslenskra króna sem er 78 prósenta aukning á milli ára. Skýringanna er helst að leita í gríðarmikilli söluaukningu á iPod-spilurum og meiri sölu á fartölvum um jólin. 18.1.2007 09:43 Verðbólga innan EES-ríkjanna 2,1 prósent Samræmd vísitala neysluverðs í löndum Evrópska efnahagssvæðisins mældist 103,2 stig í síðasta mánuði. Þetta er 0,4 prósenta hækkun frá nóvember. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var 5,9 prósent í mánuðinum, samkvæmt Hagstofu Íslands. 18.1.2007 09:16 Vilja eignast blómakeðjuna Blooms Fjárfestahópur sem samanstendur af Baugi Group, fjárfestingarfélagi Skotans Toms Hunter og Halifax Bank of Scotland, vinnur að því að taka yfir bresku garðvörukeðjuna Blooms of Bressingham, að sögn Financial Times. Þetta er sami hópur og tók yfir Wyevale Garden Centres í apríl í fyrra fyrir fjörutíu milljarða króna. 18.1.2007 08:14 Stjórn Stork í órétti Hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork hefur verið meinað að verja stjórn fyrirtækisins falli á hluthafafundi á morgun með því að beita atkvæðarétti nýútgefinna hlutabréfa. Dómur þar að lútandi féll í Hollandi fyrir stundu. Matvælavinnsluvélafyrirtækið Marel, sem einnig á hlut í Stork, hefur áhuga á að kaupa Stork Food Systems, matvælahluta Stork. 17.1.2007 16:19 AMR snýr frá taprekstri til hagnaðar Bandaríska flugsamsteypan AMR Corp., móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði 17 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir tæpum 1,2 milljarða króna hagnaði sem er viðsnúningur frá milljarða taprekstri á sama tíma árið 2005. 17.1.2007 14:59 Óbreytt verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt endanlegum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birtar voru í dag. Þetta er í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Verðbólga mældist minnst í Finnlandi en mest á Grikklandi. 17.1.2007 11:38 Boeing komið fram úr Airbus Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus seldi færri flugvélar á síðsta ári en árið á undan. Airbus seldir 824 nýjar flugvélar á árinu samanborið við 1050 vélar sem Boeing seldi á sama tíma. Þetta staðfestir að Boeing hefur tekið fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi. 17.1.2007 11:11 Fyrstu Rússarnir komnir í leitirnar? Fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Rússlandi hafa fundið elstu vísbendingar um veru manna í Evrópu í Rússlandi. Mannvistarleifarnar, sem eru frá steinöld og talið er að séu um 45 þúsund ára gamlar, fundust við bæinn Kostenki um fjögur hundruð kílómetrum suður af Moskvu. Undrun sætir hversu austarlega í álfunni mannvistarleifarnar fundust. 17.1.2007 10:30 Hráolíuverð nálægt verði síðustu viku Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði að OPEC-ríkin hefðu ekki í hyggju að boða til neyðarfundar vegna snarpra verðlækkana á hráolíu það sem af er árs. 16.1.2007 16:41 Forstjóraskipti hjá Hollinger Inc Kanadíska útgáfufyrirtækið Hollinger Inc. greindi frá því í dag að Randall Benson, forstjóri fyrirtækisins hefði ákveðið að láta af störfum eftir eitt og hálft ár í forstjórastóli. Wesley Voorheis, stjórnarmaður í félaginu, tekur við starfi hans. Hollinger Inc. var fyrir eitt sinn þriðja stærsta útgáfufélag í heimi. 16.1.2007 16:08 Þriggja prósenta verðbólga í Bretlandi Verðbólga mældist þrjú prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands, sem birtir voru í dag. Þetta er nokkru hærri verðbólga er gert var ráð fyrir og sú hæsta síðan árið 1997. Þetta er meira en Englandsbanki gerði ráð fyrir og búast greinendur því við frekari stýrivaxtahækkunum á næstunni. 16.1.2007 12:08 Samdráttur hjá Debenhams í Bretlandi Gengi hlutabréfa í breska vöruhúsinu Debenhams féll um tæp 6 prósent í dag vegna óvissu um afkomu félagsins á árinu í ljósi samdráttar í sölu í Bretlandi. Spár félagsins gera ráð fyrir 4 prósenta samdrætti á síðasta ársfjórðungi samanborið við 4,7 prósenta samdrátt á þriðja ársfjórðungi í fyrra. 16.1.2007 11:42 Hráolíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag eftir fréttir þess efnis að OPEC-ríkin myndu hugsanlega boð til fundar til að ákveða hvort olíuframleiðsla aðildarríkjanna verði skert frekar til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu. Verð á hráolíu hefur lækkað mikið það sem af er ársins. 15.1.2007 09:45 EMI gefur út neikvæða afkomuviðvörun Útgáfufyrirtækið EMI hefur sagt upp forstjóra fyrirtækisins og stjórnarmanni og hefur kynnt ýmsar ráðstafanir til að bæta afkomu fyrirtækisins í kjölfar dræmrar sölu um jólin. Fyrirtækið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í dag vegna samdráttar. Gengi félagsins féll um 10 prósent í kauphöll Lúnduna í Bretlandi vegna fréttanna. 12.1.2007 15:14 Ford lokar verksmiðju í Bandaríkjunum Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að loka einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Að sögn fyrirtækisins er verksmiðjan úreld. Starfsmönnum verksmiðjunnar, sem eru 1.700 talsins, hefur ýmist verið boðnir starfslokasamningar eða að þeir hefji töku lífeyris fyrr en ella. 12.1.2007 11:36 Minni hagnaður hjá Samsung Hagnaður suður-kóreska tækniframleiðandans Samsung dróst saman um 8,5 prósent á síðasta fjórðungi liðins árs. Helsta ástæðan eru verðlækkanir á minnikortum, farsímum og flatskjássjónvörpum. 12.1.2007 09:39 Fótboltatreyjur gefa gott spark Sportvörukeðjan JJB Sports skilaði ágætri jólasölu og auknum hagnaði miðað við sama tíma árið áður, þökk sé mikilli sölu á fótboltatreyjum vinsælustu félagsliðanna í ensku úrvalsdeildinni. Mesta salan liggur í treyjum Manchester Utd. en mikil ásókn hefur enn fremur verið í treyjur Liverpool. 12.1.2007 06:45 Hagvöxtur í Þýskalandi tekur stökk Hagvöxtur í Þýskalandi jókst um 2,5 prósent í fyrra samanborið við 0,9 prósenta hagvöxt árið 2005. Hagvöxtur í Þýskalandi hefur ekki verið jafn mikill síðastliðin sex ár, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar. 11.1.2007 16:25 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum á evrusvæðinu. Greinendur leita nú vísbendinga hvort Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, fylgi fordæmi peningamálanefndar Englandsbanka og hækki stýrivexti í febrúar eða mars. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 3,5 prósentum og hafa aldrei verið hærri 11.1.2007 13:40 Stýrivextir hækka í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir í Bretlandi eftirleiðis 5,25 prósent. Ákvörðunin kom greinendum talsvert á óvart enda bjuggust flestir við að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en í næsta mánuði. Þeir höfðu engu að síður þrýst á um hærri vexti. 11.1.2007 12:34 Framkvæmdastjóri HMV hættir í kjölfar tapreksturs Framkvæmdastjóri bresku tónlistar- og bókaverslanakeðjunnar HMV hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Að sögn breska dagblaðsins Telegraph er taprekstur fyrirtækisins á síðasta rekstrarári, sem lauk í október í fyrra, helsta ástæða brotthvarfs framkvæmdastjórans. 11.1.2007 10:30 Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkar Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkaði um eitt prósent í nóvember á síðasta ári, samkvæmt útreikningum sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem dregur úr viðskiptahallanum vestanhafs sem hefur verið í methæðum. 11.1.2007 09:43 Moss sendir frá sér afkomuviðvörun Moss Bros hefur gefið út afkomuviðvörun þar sem segir að hagnaður félagsins á rekstrarárinu sem er að ljúka muni dragast töluvert saman á milli ára, jafnvel þótt afkoma af óreglulegum liðum aukist. 11.1.2007 06:30 Olíuverð ekki lægra síðan árið 2005 Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði enn frekar í dag vegna góðs veðurfars á norðausturströnd Bandaríkjanna sem hefur orðið til þess að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og olíubirgðir í landinu aukist. Verð á Norðursjávarolíu hefur ekki verið lægra síðan um mitt ár 2005. 10.1.2007 14:37 Óbreyttum stýrivöxtum spáð í Bretlandi Líkur eru taldar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum að loknum fundi sínum á morgun. Breska dagblaðið Evening Standard spáir því hins vegar að vextirnir hækki um 25 punkta í næsta mánuði og fari þeir þá í 5,25 prósent. 10.1.2007 11:39 Moss Bross sendir frá sér afkomuviðvörun Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Baugur, sem er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, hefur verið orðaður við frekari kaup í verslanakeðjunni, að sögn BBC. 10.1.2007 10:04 NYSE kaupir í indversku kauphöllinni Stjórn kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) greindi frá því í dag að markaðurinn hefði keypt 5 prósenta hlut í indversku kauphöllinni í Mumbai. Kaupverð nemur 115 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 8,2 milljörðum íslenskra króna og er það greitt í reiðufé. 10.1.2007 09:10 Slóvenar ánægðir með nýjar evrur Slóvenar tóku upp evruna um áramótin. Þeir eru fjarri því að vera óvanir nýjum gjaldmiðlum. 10.1.2007 07:45 Nýtt lággjaldafélag í Asíu tekur á loft Asíska lággjaldaflugfélagið Air Asia greindi frá því á blaðamannafundi á föstudag að félagið ætli að setja á laggirnar nýtt lággjaldaflugfélag í samstarfi við flugfélagið Fly Asian Express. Nýja félagið mun heita Air Asian X og sinnir millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. 10.1.2007 07:30 Einstakt sjónvarp Hollenski viðtækja- og tækniframleiðandinn Philips kynnti sérstaka viðhafnarútgáfu af Philips Ambilight flatsjónvarpinu á árlegu tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum á sunnudag um síðustu helgi. 10.1.2007 07:15 Nýir margmiðlunarsímar Finnski farsímaframleiðandinn Nokia kynnti þrjá nýja og næfurþunna margmiðlunarfarsíma og lófatölvu undir merkjum fyrirtækisins á tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum um síðustu helgi. 10.1.2007 07:00 100 dala tölvan tilbúin í sumar Vonir standa til að hundrað-dalatölvan svokallaða, sem reyndar heitir XO, verði tilbúin og komin í almenna dreifingu um allan heim í júlí í sumar. Eins og nafnið gefur til kynna mun tölvan kosta 100 Bandaríkjadali eða um 7.000 íslenskar krónur en hún er ætluð fátækum börnum, ekki hvað síst í þróunarlöndunum, sem fram til þessa hafa staðið utan við tæknivæðinguna. 10.1.2007 07:00 Hluthafar gegn yfirtöku Vodafone Hluthafahópurinn State Street, sem fer með 1,7 prósenta hlut í breska farsímarisanum Vodafone, vill að félagið falli frá yfirtökutilraunum í 67 prósenta hlut indverska farsímafélagsins Hutchison Essar. Ástæðan er aðkoma indverska fjárfestahópsins Hinduja Group í yfirtökubaráttu um hlutinn og óttast State Street að baráttan geti orðið Vodafone kostnaðarsöm. 10.1.2007 06:45 Lán Landsbankans meðal þeirra bestu Skuldabréfaútgáfa Landsbankans á Bandaríkjamarkaði upp á jafnvirði 158 milljarða íslenskra króna í ágúst í fyrra er á lista fagtímaritsins Credit Magazine, einu stærsta tímariti heims um fjármála- og skuldabréfamarkaði, yfir bestu lántökur síðasta árs. 10.1.2007 06:45 Frekari uppsagnir í vændum hjá GM Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM), greindi frá því á föstudag að fyrirtækið gæti þurft að segja fleiri starfsmönnum upp á þessu ári. GM sagði upp 34.000 manns í fyrra og ákvað að loka tólf verksmiðjum til að draga úr viðvarandi hallarekstri fyrirtækisins. 10.1.2007 06:45 Feitir fastir í metorðastiganum Niðurstöður könnunar sem gerð var í Bretlandi á síðasta ári benda til að þeir sem eru yfir kjörþyngd séu ólíklegri til frama innan veggja fyrirtækja en þeir sem eru um eða undir kjörþyngd. 10.1.2007 06:45 Microsoft og Ford bæta ökumenningu Bandaríski bílaframleiðandinn Ford og hugbúnaðarrisinn Microsoft kynntu í síðustu viku hugbúnað í bíla sem gerir ökumönnum kleift að raddstýra ýmsum rafbúnaði í bílum sínum, svo sem spilurum og farsíma. 10.1.2007 06:30 Fjárfestingarsjóðir kæra stjórn Stork Bandarísku fjárfestingasjóðirnir Centaurus og Paulson hafa fyrir viðskiptaráði áfrýjunardómstóls Amsterdam í Hollandi farið fram á lögbann á aðgerðir sem stjórnfyrirtækjasamstæðunnar Stork hefur gripið til vegna hluthafafundar 18. þessa mánaðar. Þá hafa sjóðirnir farið fram á að rannsakaðir verði stjórnunarhættir innan samstæðunnar. 10.1.2007 06:00 Franskir flýja skattinn Auðugir Frakkar virðast hafa lagt land undir fót og flutt búferlum til landa þar sem skattaumhverfið er þeim hagstæðara, ef marka má nýjasta tölublað Economist. Í blaðinu er greint frá einum þeirra, rokkgoðinu Johnny Hallyday, sem flutti til Sviss fyrir nokkrum árum til að sleppa undan klóm franska hátekjuskattsins. 10.1.2007 06:00 Bréf China Life hækkuðu um rúm 100 prósent Gengi hlutabréfa í kínverska tryggingafélaginu China Life hækkaði um 106,25 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í dag. Þetta var fyrsti viðskiptadagurinn með bréf í félaginu í kauphöllinni sem við lokun markaða telst til annars stærsta tryggingafélags í heimi að markaðsvirði. Lokagengi bréfanna er langt yfir væntingum en greinendur bjuggust í besta falli við 60 prósenta hækkun á gengi bréfanna. 9.1.2007 09:46 Hagnaður LSE jókst um rúman helming milli ára Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Hagnaður markaðarins á fyrstu níu mánuðum ársins jókst um 53 prósent. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. 9.1.2007 09:21 Sjá næstu 50 fréttir
Litlar líkur á lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um um hálft prósent í Bandaríkjunum í desember í fyrra. Þetta er nokkru meira en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir enda hefur hækkun á borð við þessa ekki sést vestanhafs í tæpt ár. Þetta jafngildir því að verðbólga standi í 2,5 prósentum og bendi fátt til að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni. 18.1.2007 14:50
Airbus gefur út neikvæða afkomuviðvörun Evrópska flugvélasmiðjan Airbus sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær vegna yfirstandandi rekstrarárs. Þetta er önnur afkomuviðvörun fyrirtækisins á aðeins fjórum mánuðum en fyrirtækið hefur orðið fyrir miklum skelli vegna aukins kostnaðar og tafa við framleiðslu á A380 risaþotu Airbus, einnar stærstu farþegaþotu í heimi. 18.1.2007 13:15
LSE styrkir varnirnar gegn yfirtöku Nasdaq Breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) býst við 180 prósenta aukningu í hlutabréfaveltu á markaðnum fram á næsta ár. Þá hefur kauphöllin í hyggju að kaupa eigin hlutabréf fyrir 250 milljónir punda eða 34,5 milljarða íslenskra króna. Mikil ásókn hefur verið í kaup á bréfum LSE síðastliðin tvö ár en gengi bréfa í markaðnum hefur þrefaldast vegna þessa. 18.1.2007 11:00
Óbreyttir stýrivextir í Japan Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Þetta er þvert á væntingar greinenda, sem töldu líkur á stýrivaxtahækkun. Stýrivextir voru síðast hækkaðir í Japan í júlí í fyrra eftir viðvarandi núllvaxtastefnu. 18.1.2007 09:43
Hagnaður Apple jókst mikið milli ára Hagnaður bandaríska tölvuframleiðandans Apple nam einum milljarði bandaríkjadala á síðasta fjórðungi liðins árs. Þetta jafngildir rúmum 70 milljörðum íslenskra króna sem er 78 prósenta aukning á milli ára. Skýringanna er helst að leita í gríðarmikilli söluaukningu á iPod-spilurum og meiri sölu á fartölvum um jólin. 18.1.2007 09:43
Verðbólga innan EES-ríkjanna 2,1 prósent Samræmd vísitala neysluverðs í löndum Evrópska efnahagssvæðisins mældist 103,2 stig í síðasta mánuði. Þetta er 0,4 prósenta hækkun frá nóvember. Verðbólgan hér á landi, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, var 5,9 prósent í mánuðinum, samkvæmt Hagstofu Íslands. 18.1.2007 09:16
Vilja eignast blómakeðjuna Blooms Fjárfestahópur sem samanstendur af Baugi Group, fjárfestingarfélagi Skotans Toms Hunter og Halifax Bank of Scotland, vinnur að því að taka yfir bresku garðvörukeðjuna Blooms of Bressingham, að sögn Financial Times. Þetta er sami hópur og tók yfir Wyevale Garden Centres í apríl í fyrra fyrir fjörutíu milljarða króna. 18.1.2007 08:14
Stjórn Stork í órétti Hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork hefur verið meinað að verja stjórn fyrirtækisins falli á hluthafafundi á morgun með því að beita atkvæðarétti nýútgefinna hlutabréfa. Dómur þar að lútandi féll í Hollandi fyrir stundu. Matvælavinnsluvélafyrirtækið Marel, sem einnig á hlut í Stork, hefur áhuga á að kaupa Stork Food Systems, matvælahluta Stork. 17.1.2007 16:19
AMR snýr frá taprekstri til hagnaðar Bandaríska flugsamsteypan AMR Corp., móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines, skilaði 17 milljóna dala hagnaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir tæpum 1,2 milljarða króna hagnaði sem er viðsnúningur frá milljarða taprekstri á sama tíma árið 2005. 17.1.2007 14:59
Óbreytt verðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 1,9 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt endanlegum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, sem birtar voru í dag. Þetta er í samræmi við bráðabirgðatölur, sem birtar voru fyrr í mánuðinum. Verðbólga mældist minnst í Finnlandi en mest á Grikklandi. 17.1.2007 11:38
Boeing komið fram úr Airbus Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus seldi færri flugvélar á síðsta ári en árið á undan. Airbus seldir 824 nýjar flugvélar á árinu samanborið við 1050 vélar sem Boeing seldi á sama tíma. Þetta staðfestir að Boeing hefur tekið fram úr Airbus sem umsvifamesti flugvélaframleiðandi í heimi. 17.1.2007 11:11
Fyrstu Rússarnir komnir í leitirnar? Fornleifafræðingar frá Bandaríkjunum og Rússlandi hafa fundið elstu vísbendingar um veru manna í Evrópu í Rússlandi. Mannvistarleifarnar, sem eru frá steinöld og talið er að séu um 45 þúsund ára gamlar, fundust við bæinn Kostenki um fjögur hundruð kílómetrum suður af Moskvu. Undrun sætir hversu austarlega í álfunni mannvistarleifarnar fundust. 17.1.2007 10:30
Hráolíuverð nálægt verði síðustu viku Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að Ali al-Naimi, olíumálaráðherra Sádi-Arabíu, sagði að OPEC-ríkin hefðu ekki í hyggju að boða til neyðarfundar vegna snarpra verðlækkana á hráolíu það sem af er árs. 16.1.2007 16:41
Forstjóraskipti hjá Hollinger Inc Kanadíska útgáfufyrirtækið Hollinger Inc. greindi frá því í dag að Randall Benson, forstjóri fyrirtækisins hefði ákveðið að láta af störfum eftir eitt og hálft ár í forstjórastóli. Wesley Voorheis, stjórnarmaður í félaginu, tekur við starfi hans. Hollinger Inc. var fyrir eitt sinn þriðja stærsta útgáfufélag í heimi. 16.1.2007 16:08
Þriggja prósenta verðbólga í Bretlandi Verðbólga mældist þrjú prósent í Bretlandi í desember, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands, sem birtir voru í dag. Þetta er nokkru hærri verðbólga er gert var ráð fyrir og sú hæsta síðan árið 1997. Þetta er meira en Englandsbanki gerði ráð fyrir og búast greinendur því við frekari stýrivaxtahækkunum á næstunni. 16.1.2007 12:08
Samdráttur hjá Debenhams í Bretlandi Gengi hlutabréfa í breska vöruhúsinu Debenhams féll um tæp 6 prósent í dag vegna óvissu um afkomu félagsins á árinu í ljósi samdráttar í sölu í Bretlandi. Spár félagsins gera ráð fyrir 4 prósenta samdrætti á síðasta ársfjórðungi samanborið við 4,7 prósenta samdrátt á þriðja ársfjórðungi í fyrra. 16.1.2007 11:42
Hráolíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag eftir fréttir þess efnis að OPEC-ríkin myndu hugsanlega boð til fundar til að ákveða hvort olíuframleiðsla aðildarríkjanna verði skert frekar til að sporna gegn frekari verðlækkunum á hráolíu. Verð á hráolíu hefur lækkað mikið það sem af er ársins. 15.1.2007 09:45
EMI gefur út neikvæða afkomuviðvörun Útgáfufyrirtækið EMI hefur sagt upp forstjóra fyrirtækisins og stjórnarmanni og hefur kynnt ýmsar ráðstafanir til að bæta afkomu fyrirtækisins í kjölfar dræmrar sölu um jólin. Fyrirtækið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í dag vegna samdráttar. Gengi félagsins féll um 10 prósent í kauphöll Lúnduna í Bretlandi vegna fréttanna. 12.1.2007 15:14
Ford lokar verksmiðju í Bandaríkjunum Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að loka einni af verksmiðjum fyrirtækisins í Indianapolis í Bandaríkjunum á næsta ári. Að sögn fyrirtækisins er verksmiðjan úreld. Starfsmönnum verksmiðjunnar, sem eru 1.700 talsins, hefur ýmist verið boðnir starfslokasamningar eða að þeir hefji töku lífeyris fyrr en ella. 12.1.2007 11:36
Minni hagnaður hjá Samsung Hagnaður suður-kóreska tækniframleiðandans Samsung dróst saman um 8,5 prósent á síðasta fjórðungi liðins árs. Helsta ástæðan eru verðlækkanir á minnikortum, farsímum og flatskjássjónvörpum. 12.1.2007 09:39
Fótboltatreyjur gefa gott spark Sportvörukeðjan JJB Sports skilaði ágætri jólasölu og auknum hagnaði miðað við sama tíma árið áður, þökk sé mikilli sölu á fótboltatreyjum vinsælustu félagsliðanna í ensku úrvalsdeildinni. Mesta salan liggur í treyjum Manchester Utd. en mikil ásókn hefur enn fremur verið í treyjur Liverpool. 12.1.2007 06:45
Hagvöxtur í Þýskalandi tekur stökk Hagvöxtur í Þýskalandi jókst um 2,5 prósent í fyrra samanborið við 0,9 prósenta hagvöxt árið 2005. Hagvöxtur í Þýskalandi hefur ekki verið jafn mikill síðastliðin sex ár, samkvæmt upplýsingum þýsku hagstofunnar. 11.1.2007 16:25
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum á evrusvæðinu. Greinendur leita nú vísbendinga hvort Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, fylgi fordæmi peningamálanefndar Englandsbanka og hækki stýrivexti í febrúar eða mars. Stýrivextir á evrusvæðinu standa í 3,5 prósentum og hafa aldrei verið hærri 11.1.2007 13:40
Stýrivextir hækka í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir í Bretlandi eftirleiðis 5,25 prósent. Ákvörðunin kom greinendum talsvert á óvart enda bjuggust flestir við að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en í næsta mánuði. Þeir höfðu engu að síður þrýst á um hærri vexti. 11.1.2007 12:34
Framkvæmdastjóri HMV hættir í kjölfar tapreksturs Framkvæmdastjóri bresku tónlistar- og bókaverslanakeðjunnar HMV hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Að sögn breska dagblaðsins Telegraph er taprekstur fyrirtækisins á síðasta rekstrarári, sem lauk í október í fyrra, helsta ástæða brotthvarfs framkvæmdastjórans. 11.1.2007 10:30
Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkar Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum minnkaði um eitt prósent í nóvember á síðasta ári, samkvæmt útreikningum sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem dregur úr viðskiptahallanum vestanhafs sem hefur verið í methæðum. 11.1.2007 09:43
Moss sendir frá sér afkomuviðvörun Moss Bros hefur gefið út afkomuviðvörun þar sem segir að hagnaður félagsins á rekstrarárinu sem er að ljúka muni dragast töluvert saman á milli ára, jafnvel þótt afkoma af óreglulegum liðum aukist. 11.1.2007 06:30
Olíuverð ekki lægra síðan árið 2005 Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði enn frekar í dag vegna góðs veðurfars á norðausturströnd Bandaríkjanna sem hefur orðið til þess að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og olíubirgðir í landinu aukist. Verð á Norðursjávarolíu hefur ekki verið lægra síðan um mitt ár 2005. 10.1.2007 14:37
Óbreyttum stýrivöxtum spáð í Bretlandi Líkur eru taldar á því að peningamálanefnd Englandsbanka ákveði að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum að loknum fundi sínum á morgun. Breska dagblaðið Evening Standard spáir því hins vegar að vextirnir hækki um 25 punkta í næsta mánuði og fari þeir þá í 5,25 prósent. 10.1.2007 11:39
Moss Bross sendir frá sér afkomuviðvörun Verslanakeðjan Moss Bros, sem selur föt fyrir karlmenn, hefur sent frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að líkur séu á nokkuð minni hagnaði á síðasta ári en vænst var vegna erfiðra aðstæðna. Baugur, sem er einn af stærstu hluthöfum Moss Bros í gegnum fjárfestingafélagið Unity, hefur verið orðaður við frekari kaup í verslanakeðjunni, að sögn BBC. 10.1.2007 10:04
NYSE kaupir í indversku kauphöllinni Stjórn kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) greindi frá því í dag að markaðurinn hefði keypt 5 prósenta hlut í indversku kauphöllinni í Mumbai. Kaupverð nemur 115 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 8,2 milljörðum íslenskra króna og er það greitt í reiðufé. 10.1.2007 09:10
Slóvenar ánægðir með nýjar evrur Slóvenar tóku upp evruna um áramótin. Þeir eru fjarri því að vera óvanir nýjum gjaldmiðlum. 10.1.2007 07:45
Nýtt lággjaldafélag í Asíu tekur á loft Asíska lággjaldaflugfélagið Air Asia greindi frá því á blaðamannafundi á föstudag að félagið ætli að setja á laggirnar nýtt lággjaldaflugfélag í samstarfi við flugfélagið Fly Asian Express. Nýja félagið mun heita Air Asian X og sinnir millilandaflugi á milli Kína, Indlands og Evrópu frá og með júlí í sumar. 10.1.2007 07:30
Einstakt sjónvarp Hollenski viðtækja- og tækniframleiðandinn Philips kynnti sérstaka viðhafnarútgáfu af Philips Ambilight flatsjónvarpinu á árlegu tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum á sunnudag um síðustu helgi. 10.1.2007 07:15
Nýir margmiðlunarsímar Finnski farsímaframleiðandinn Nokia kynnti þrjá nýja og næfurþunna margmiðlunarfarsíma og lófatölvu undir merkjum fyrirtækisins á tæknisýningunni í Las Vegas í Bandaríkjunum um síðustu helgi. 10.1.2007 07:00
100 dala tölvan tilbúin í sumar Vonir standa til að hundrað-dalatölvan svokallaða, sem reyndar heitir XO, verði tilbúin og komin í almenna dreifingu um allan heim í júlí í sumar. Eins og nafnið gefur til kynna mun tölvan kosta 100 Bandaríkjadali eða um 7.000 íslenskar krónur en hún er ætluð fátækum börnum, ekki hvað síst í þróunarlöndunum, sem fram til þessa hafa staðið utan við tæknivæðinguna. 10.1.2007 07:00
Hluthafar gegn yfirtöku Vodafone Hluthafahópurinn State Street, sem fer með 1,7 prósenta hlut í breska farsímarisanum Vodafone, vill að félagið falli frá yfirtökutilraunum í 67 prósenta hlut indverska farsímafélagsins Hutchison Essar. Ástæðan er aðkoma indverska fjárfestahópsins Hinduja Group í yfirtökubaráttu um hlutinn og óttast State Street að baráttan geti orðið Vodafone kostnaðarsöm. 10.1.2007 06:45
Lán Landsbankans meðal þeirra bestu Skuldabréfaútgáfa Landsbankans á Bandaríkjamarkaði upp á jafnvirði 158 milljarða íslenskra króna í ágúst í fyrra er á lista fagtímaritsins Credit Magazine, einu stærsta tímariti heims um fjármála- og skuldabréfamarkaði, yfir bestu lántökur síðasta árs. 10.1.2007 06:45
Frekari uppsagnir í vændum hjá GM Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM), greindi frá því á föstudag að fyrirtækið gæti þurft að segja fleiri starfsmönnum upp á þessu ári. GM sagði upp 34.000 manns í fyrra og ákvað að loka tólf verksmiðjum til að draga úr viðvarandi hallarekstri fyrirtækisins. 10.1.2007 06:45
Feitir fastir í metorðastiganum Niðurstöður könnunar sem gerð var í Bretlandi á síðasta ári benda til að þeir sem eru yfir kjörþyngd séu ólíklegri til frama innan veggja fyrirtækja en þeir sem eru um eða undir kjörþyngd. 10.1.2007 06:45
Microsoft og Ford bæta ökumenningu Bandaríski bílaframleiðandinn Ford og hugbúnaðarrisinn Microsoft kynntu í síðustu viku hugbúnað í bíla sem gerir ökumönnum kleift að raddstýra ýmsum rafbúnaði í bílum sínum, svo sem spilurum og farsíma. 10.1.2007 06:30
Fjárfestingarsjóðir kæra stjórn Stork Bandarísku fjárfestingasjóðirnir Centaurus og Paulson hafa fyrir viðskiptaráði áfrýjunardómstóls Amsterdam í Hollandi farið fram á lögbann á aðgerðir sem stjórnfyrirtækjasamstæðunnar Stork hefur gripið til vegna hluthafafundar 18. þessa mánaðar. Þá hafa sjóðirnir farið fram á að rannsakaðir verði stjórnunarhættir innan samstæðunnar. 10.1.2007 06:00
Franskir flýja skattinn Auðugir Frakkar virðast hafa lagt land undir fót og flutt búferlum til landa þar sem skattaumhverfið er þeim hagstæðara, ef marka má nýjasta tölublað Economist. Í blaðinu er greint frá einum þeirra, rokkgoðinu Johnny Hallyday, sem flutti til Sviss fyrir nokkrum árum til að sleppa undan klóm franska hátekjuskattsins. 10.1.2007 06:00
Bréf China Life hækkuðu um rúm 100 prósent Gengi hlutabréfa í kínverska tryggingafélaginu China Life hækkaði um 106,25 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í dag. Þetta var fyrsti viðskiptadagurinn með bréf í félaginu í kauphöllinni sem við lokun markaða telst til annars stærsta tryggingafélags í heimi að markaðsvirði. Lokagengi bréfanna er langt yfir væntingum en greinendur bjuggust í besta falli við 60 prósenta hækkun á gengi bréfanna. 9.1.2007 09:46
Hagnaður LSE jókst um rúman helming milli ára Kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) skilaði 44,2 milljónum punda í hagnað á fjórða og síðasta fjórðungi síðasta árs. Þetta jafngildir rétt rúmum 6 milljörðum íslenskra króna og 12 prósenta hækkun frá sama tíma ári fyrr. Hagnaður markaðarins á fyrstu níu mánuðum ársins jókst um 53 prósent. Gripið var til ákvörðunarinnar að birta afkomutölurnar til að hindra óvinveitta yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. 9.1.2007 09:21