Fleiri fréttir

Enn lækkar verð á bensíni

Íslensku Olíufélögin lækkuðu verð á bensíni um þrjár krónur um áramótin og nú ert algengt verð á bensíni um 203 krónur á lítrinn.

Íbúar Reykhóla vakna á nýju ári við enga verslun

Einu matvöruversluninni á Reykhólum, Hólakaupum, var lokað á gamlársdag. Eigendurnir, þau Eyvindur Magnússon og Ólafía Sigurvinsdóttir, ákváðu að hætta rekstrinum vegna mikillar bindingar og vinnuálags fyrir fjölskylduna.

Varfærin viðbrögð Seðlabanka

Óvíst er hvort færi gefst á frekari lækkun vaxta Seðlabankans fyrr en dregið hefur úr þeirri óvissu sem nú ríkir á vinnumarkaði.

Drykkja á freyðivíni nálgast góðærisárin

Allt stefnir í að sala á freyðivíni verði meiri á þessu ári en á öðrum árum frá hruni. Um fjórtán prósent af heildarsölunni eiga sér stað á tveimur síðustu dögunum fyrir áramót. Munaðarvaran kampavín virðist ætla að seljast betur en í fyrra.

Vodafone fór á flug eftir erfiðleika í lok síðasta árs

Árið hefur verið sveiflukennt á íslenskum hlutabréfamarkaði. Sérfræðingur telur útlitið fram undan gott. Bréf í Vodafone hafa hækkað í verði, en mikil svartsýni ríkti eftir gagnaleka úr fyrirtækinu í lok síðasta árs.

Sigurður G. eignast hlut í Pressunni

Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi forstjóri Norðurljósa hefur keypt 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni.

Hækka fjármagnslið félagslegra íbúða um 13%

Búseti á Akureyri hefur ákveðið að leiga á félagslegum íbúðum hækki um 13 prósent á næsta ári. Er sú hækkun langt umfram verðbólgu. Fjárhagur Búseta kallaði á endurfjármögnun og hækkun leigutekna. Kemur sér illa fyrir tekjulága íbúa.

Orkan lækkar verð á bensíni

Orkan hefur lækkað verð á bensínlítranum um þrjár krónur og dísil lítranum um tvær krónur. Kostar bensínlítrinn eftir lækkunina 206,50 kr./l og dísillítrinn 209,50 kr./l.

Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun

Flugeldasalar segja verð á flugeldum standa í stað milli ára. Ástæðan sé meðal annars aukinn flutningskostnaður. Fríverslunarsamningurinn við Kína tók gildi í byrjun júlí og var tíu prósenta tollur á flugelda lagður af.

Hugsanlegt að vöruskorts verði vart í upphafi nýs árs

Forstjóri heildsölunnar Innnes segir innflytjendum mismunað þegar vörugjöld eru felld niður. Félag atvinnurekenda telur að vöruskortur gæti orðið í kringum áramótin þar sem innflytjendur halda að sér höndum

Gjaldeyrishöftin töfðu söluferli Datamarket um fjóra mánuði

Qlik, sem nýverið festi kaup á Datamarket, hyggur á umtalsverða fjárfestingu og eflingu starfsemi Datamarket hér á landi. Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket og framkvæmdastjóri, stýrir samþættingu hugbúnaðar fyrirtækjanna sem fyrir dyrum stendur.

Ógagnsætt söluferli sagt valda Landsbankanum orðsporshnekki

Flestir álitsgjafa Markaðarins hnutu um sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Leynd og ógagnsætt söluferli er sagt skaða bankann. Þá hvílir yfir skuggi samráðssektar sem lögð var á fyrirtæki á greiðslukortamarkaði.

Einar Ágúst gjaldþrota

Engar eignir fundust í þrotabúi hans en kröfur í búið voru 18,9 milljónir króna.

Staðan áfram erfið

Áfram verður tap á rekstri Íbúðalánasjóðs og eiginfjárstaða sjóðsins verður slæm áfram.

Íslendingar setja tré fyrr upp nú en áður

Sala á jólatrjám hefur gengið vel. Söluaðilar segja að fólk kaupi trén fyrr nú en oft áður og kaupi stærri tré. Normannsþinur er vinsælasta tegundin nú sem fyrr.

Sjá næstu 50 fréttir