Vodafone fór á flug eftir erfiðleika í lok síðasta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. desember 2014 07:00 Það blés ekki byrlega um síðustu áramót, en mörg góð skref hafa verið stigin síðan þá. Fréttablaðið/Stefán Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði á árinu 2014, en gengi bréfa í flestum fyrirtækjum stendur þó hærra en í upphafi árs. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, telur að útlitið sé gott fyrir næsta ár og búast megi við stöðugleika. „Ég held að það verði engin flugeldasýning,“ segir Sveinn en bætir við að það sé algjör óþarfi að vera svartsýnn. Almennt hækkuðu bréf nokkuð í upphafi janúar í ár. Svo tóku bréf að lækka og úrvalsvísitalan náði botninum seinni hlutann í júlí. Um miðjan október fór markaðurinn svo að hækka aftur. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að lækkunin framan af ári hafi komið á óvart þegar litið sé til þess að við erum enn í höftum og mikið fjármagn að leita í farveg. „Ég held að meginskýringin hafi verið sú að stærstu fjárfestar landsins, lífeyrissjóðirnir og fjárfestingarsjóðir af ýmsu tagi, höfðu heilmikið framboð utan almennra hlutabréfa og skuldabréfa til þess að skoða og velja úr. Það var svo mikið af óskráðum fjárfestingum í boði og óhefðbundnum fjárfestingum eins og eignavörðum skuldabréfum til að velja úr. Það var verið að kynna fyrir þeim fjárfestingar- og framtakssjóði af ýmsu tagi og bjóða þeim að koma að því að fjármagna byggingu á fjórum kísilverum,“ segir Jóhann Viðar. Hann telur að þetta hafi dregið úr eftirspurn hjá stærstu fjárfestunum eftir skráðum bréfum. Sveinn Þórarinsson bendir á að það séu ákveðin félög sem drífi íslenska hlutabréfamarkaðinn áfram. Það kunni að vera ástæða þess að hlutabréf fóru aftur að hækka í haust. „Það voru góð uppgjör hjá Marel og ágætis uppgjör hjá Icelandair,“ segir hann. Við það bætist að ytri skilyrði séu góð, olíuverð hafi lækkað og staða efnahagsmála í Bandaríkjunum sé góð. Þetta hafi jákvæð áhrif á gengi bréfa í stærstu félögunum og önnur félög hækki með. „Vodafone hefur hækkað töluvert,“ segir hann. Markaðsverð Vodafone var 9,29 milljarðar á síðasta viðskiptadegi ársins 2013 en 11,89 milljarðar í gær. Verðmætið hefur því hækkað um tæp 28 prósent. Menn voru hins vegar hræddir um stöðu Vodafone í byrjun árs, eftir að smáskilaboð sem fyrirtækið vistaði láku á netið. Þá tók Stefán Sigurðsson við stöðu forstjóra af Ómari Svavarssyni. „Það var svolítill titringur með félagið. Bæði lekinn og svo var skipt um mann í brúnni. En svo kom uppgjör á þriðja fjórðungi sem var gott,“ segir Sveinn. Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði á árinu 2014, en gengi bréfa í flestum fyrirtækjum stendur þó hærra en í upphafi árs. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, telur að útlitið sé gott fyrir næsta ár og búast megi við stöðugleika. „Ég held að það verði engin flugeldasýning,“ segir Sveinn en bætir við að það sé algjör óþarfi að vera svartsýnn. Almennt hækkuðu bréf nokkuð í upphafi janúar í ár. Svo tóku bréf að lækka og úrvalsvísitalan náði botninum seinni hlutann í júlí. Um miðjan október fór markaðurinn svo að hækka aftur. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að lækkunin framan af ári hafi komið á óvart þegar litið sé til þess að við erum enn í höftum og mikið fjármagn að leita í farveg. „Ég held að meginskýringin hafi verið sú að stærstu fjárfestar landsins, lífeyrissjóðirnir og fjárfestingarsjóðir af ýmsu tagi, höfðu heilmikið framboð utan almennra hlutabréfa og skuldabréfa til þess að skoða og velja úr. Það var svo mikið af óskráðum fjárfestingum í boði og óhefðbundnum fjárfestingum eins og eignavörðum skuldabréfum til að velja úr. Það var verið að kynna fyrir þeim fjárfestingar- og framtakssjóði af ýmsu tagi og bjóða þeim að koma að því að fjármagna byggingu á fjórum kísilverum,“ segir Jóhann Viðar. Hann telur að þetta hafi dregið úr eftirspurn hjá stærstu fjárfestunum eftir skráðum bréfum. Sveinn Þórarinsson bendir á að það séu ákveðin félög sem drífi íslenska hlutabréfamarkaðinn áfram. Það kunni að vera ástæða þess að hlutabréf fóru aftur að hækka í haust. „Það voru góð uppgjör hjá Marel og ágætis uppgjör hjá Icelandair,“ segir hann. Við það bætist að ytri skilyrði séu góð, olíuverð hafi lækkað og staða efnahagsmála í Bandaríkjunum sé góð. Þetta hafi jákvæð áhrif á gengi bréfa í stærstu félögunum og önnur félög hækki með. „Vodafone hefur hækkað töluvert,“ segir hann. Markaðsverð Vodafone var 9,29 milljarðar á síðasta viðskiptadegi ársins 2013 en 11,89 milljarðar í gær. Verðmætið hefur því hækkað um tæp 28 prósent. Menn voru hins vegar hræddir um stöðu Vodafone í byrjun árs, eftir að smáskilaboð sem fyrirtækið vistaði láku á netið. Þá tók Stefán Sigurðsson við stöðu forstjóra af Ómari Svavarssyni. „Það var svolítill titringur með félagið. Bæði lekinn og svo var skipt um mann í brúnni. En svo kom uppgjör á þriðja fjórðungi sem var gott,“ segir Sveinn.
Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira