Vodafone fór á flug eftir erfiðleika í lok síðasta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. desember 2014 07:00 Það blés ekki byrlega um síðustu áramót, en mörg góð skref hafa verið stigin síðan þá. Fréttablaðið/Stefán Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði á árinu 2014, en gengi bréfa í flestum fyrirtækjum stendur þó hærra en í upphafi árs. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, telur að útlitið sé gott fyrir næsta ár og búast megi við stöðugleika. „Ég held að það verði engin flugeldasýning,“ segir Sveinn en bætir við að það sé algjör óþarfi að vera svartsýnn. Almennt hækkuðu bréf nokkuð í upphafi janúar í ár. Svo tóku bréf að lækka og úrvalsvísitalan náði botninum seinni hlutann í júlí. Um miðjan október fór markaðurinn svo að hækka aftur. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að lækkunin framan af ári hafi komið á óvart þegar litið sé til þess að við erum enn í höftum og mikið fjármagn að leita í farveg. „Ég held að meginskýringin hafi verið sú að stærstu fjárfestar landsins, lífeyrissjóðirnir og fjárfestingarsjóðir af ýmsu tagi, höfðu heilmikið framboð utan almennra hlutabréfa og skuldabréfa til þess að skoða og velja úr. Það var svo mikið af óskráðum fjárfestingum í boði og óhefðbundnum fjárfestingum eins og eignavörðum skuldabréfum til að velja úr. Það var verið að kynna fyrir þeim fjárfestingar- og framtakssjóði af ýmsu tagi og bjóða þeim að koma að því að fjármagna byggingu á fjórum kísilverum,“ segir Jóhann Viðar. Hann telur að þetta hafi dregið úr eftirspurn hjá stærstu fjárfestunum eftir skráðum bréfum. Sveinn Þórarinsson bendir á að það séu ákveðin félög sem drífi íslenska hlutabréfamarkaðinn áfram. Það kunni að vera ástæða þess að hlutabréf fóru aftur að hækka í haust. „Það voru góð uppgjör hjá Marel og ágætis uppgjör hjá Icelandair,“ segir hann. Við það bætist að ytri skilyrði séu góð, olíuverð hafi lækkað og staða efnahagsmála í Bandaríkjunum sé góð. Þetta hafi jákvæð áhrif á gengi bréfa í stærstu félögunum og önnur félög hækki með. „Vodafone hefur hækkað töluvert,“ segir hann. Markaðsverð Vodafone var 9,29 milljarðar á síðasta viðskiptadegi ársins 2013 en 11,89 milljarðar í gær. Verðmætið hefur því hækkað um tæp 28 prósent. Menn voru hins vegar hræddir um stöðu Vodafone í byrjun árs, eftir að smáskilaboð sem fyrirtækið vistaði láku á netið. Þá tók Stefán Sigurðsson við stöðu forstjóra af Ómari Svavarssyni. „Það var svolítill titringur með félagið. Bæði lekinn og svo var skipt um mann í brúnni. En svo kom uppgjör á þriðja fjórðungi sem var gott,“ segir Sveinn. Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði á árinu 2014, en gengi bréfa í flestum fyrirtækjum stendur þó hærra en í upphafi árs. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, telur að útlitið sé gott fyrir næsta ár og búast megi við stöðugleika. „Ég held að það verði engin flugeldasýning,“ segir Sveinn en bætir við að það sé algjör óþarfi að vera svartsýnn. Almennt hækkuðu bréf nokkuð í upphafi janúar í ár. Svo tóku bréf að lækka og úrvalsvísitalan náði botninum seinni hlutann í júlí. Um miðjan október fór markaðurinn svo að hækka aftur. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að lækkunin framan af ári hafi komið á óvart þegar litið sé til þess að við erum enn í höftum og mikið fjármagn að leita í farveg. „Ég held að meginskýringin hafi verið sú að stærstu fjárfestar landsins, lífeyrissjóðirnir og fjárfestingarsjóðir af ýmsu tagi, höfðu heilmikið framboð utan almennra hlutabréfa og skuldabréfa til þess að skoða og velja úr. Það var svo mikið af óskráðum fjárfestingum í boði og óhefðbundnum fjárfestingum eins og eignavörðum skuldabréfum til að velja úr. Það var verið að kynna fyrir þeim fjárfestingar- og framtakssjóði af ýmsu tagi og bjóða þeim að koma að því að fjármagna byggingu á fjórum kísilverum,“ segir Jóhann Viðar. Hann telur að þetta hafi dregið úr eftirspurn hjá stærstu fjárfestunum eftir skráðum bréfum. Sveinn Þórarinsson bendir á að það séu ákveðin félög sem drífi íslenska hlutabréfamarkaðinn áfram. Það kunni að vera ástæða þess að hlutabréf fóru aftur að hækka í haust. „Það voru góð uppgjör hjá Marel og ágætis uppgjör hjá Icelandair,“ segir hann. Við það bætist að ytri skilyrði séu góð, olíuverð hafi lækkað og staða efnahagsmála í Bandaríkjunum sé góð. Þetta hafi jákvæð áhrif á gengi bréfa í stærstu félögunum og önnur félög hækki með. „Vodafone hefur hækkað töluvert,“ segir hann. Markaðsverð Vodafone var 9,29 milljarðar á síðasta viðskiptadegi ársins 2013 en 11,89 milljarðar í gær. Verðmætið hefur því hækkað um tæp 28 prósent. Menn voru hins vegar hræddir um stöðu Vodafone í byrjun árs, eftir að smáskilaboð sem fyrirtækið vistaði láku á netið. Þá tók Stefán Sigurðsson við stöðu forstjóra af Ómari Svavarssyni. „Það var svolítill titringur með félagið. Bæði lekinn og svo var skipt um mann í brúnni. En svo kom uppgjör á þriðja fjórðungi sem var gott,“ segir Sveinn.
Mest lesið „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent