Vodafone fór á flug eftir erfiðleika í lok síðasta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. desember 2014 07:00 Það blés ekki byrlega um síðustu áramót, en mörg góð skref hafa verið stigin síðan þá. Fréttablaðið/Stefán Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði á árinu 2014, en gengi bréfa í flestum fyrirtækjum stendur þó hærra en í upphafi árs. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, telur að útlitið sé gott fyrir næsta ár og búast megi við stöðugleika. „Ég held að það verði engin flugeldasýning,“ segir Sveinn en bætir við að það sé algjör óþarfi að vera svartsýnn. Almennt hækkuðu bréf nokkuð í upphafi janúar í ár. Svo tóku bréf að lækka og úrvalsvísitalan náði botninum seinni hlutann í júlí. Um miðjan október fór markaðurinn svo að hækka aftur. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að lækkunin framan af ári hafi komið á óvart þegar litið sé til þess að við erum enn í höftum og mikið fjármagn að leita í farveg. „Ég held að meginskýringin hafi verið sú að stærstu fjárfestar landsins, lífeyrissjóðirnir og fjárfestingarsjóðir af ýmsu tagi, höfðu heilmikið framboð utan almennra hlutabréfa og skuldabréfa til þess að skoða og velja úr. Það var svo mikið af óskráðum fjárfestingum í boði og óhefðbundnum fjárfestingum eins og eignavörðum skuldabréfum til að velja úr. Það var verið að kynna fyrir þeim fjárfestingar- og framtakssjóði af ýmsu tagi og bjóða þeim að koma að því að fjármagna byggingu á fjórum kísilverum,“ segir Jóhann Viðar. Hann telur að þetta hafi dregið úr eftirspurn hjá stærstu fjárfestunum eftir skráðum bréfum. Sveinn Þórarinsson bendir á að það séu ákveðin félög sem drífi íslenska hlutabréfamarkaðinn áfram. Það kunni að vera ástæða þess að hlutabréf fóru aftur að hækka í haust. „Það voru góð uppgjör hjá Marel og ágætis uppgjör hjá Icelandair,“ segir hann. Við það bætist að ytri skilyrði séu góð, olíuverð hafi lækkað og staða efnahagsmála í Bandaríkjunum sé góð. Þetta hafi jákvæð áhrif á gengi bréfa í stærstu félögunum og önnur félög hækki með. „Vodafone hefur hækkað töluvert,“ segir hann. Markaðsverð Vodafone var 9,29 milljarðar á síðasta viðskiptadegi ársins 2013 en 11,89 milljarðar í gær. Verðmætið hefur því hækkað um tæp 28 prósent. Menn voru hins vegar hræddir um stöðu Vodafone í byrjun árs, eftir að smáskilaboð sem fyrirtækið vistaði láku á netið. Þá tók Stefán Sigurðsson við stöðu forstjóra af Ómari Svavarssyni. „Það var svolítill titringur með félagið. Bæði lekinn og svo var skipt um mann í brúnni. En svo kom uppgjör á þriðja fjórðungi sem var gott,“ segir Sveinn. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði á árinu 2014, en gengi bréfa í flestum fyrirtækjum stendur þó hærra en í upphafi árs. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, telur að útlitið sé gott fyrir næsta ár og búast megi við stöðugleika. „Ég held að það verði engin flugeldasýning,“ segir Sveinn en bætir við að það sé algjör óþarfi að vera svartsýnn. Almennt hækkuðu bréf nokkuð í upphafi janúar í ár. Svo tóku bréf að lækka og úrvalsvísitalan náði botninum seinni hlutann í júlí. Um miðjan október fór markaðurinn svo að hækka aftur. Jóhann Viðar Ívarsson, sérfræðingur hjá IFS greiningu, segir að lækkunin framan af ári hafi komið á óvart þegar litið sé til þess að við erum enn í höftum og mikið fjármagn að leita í farveg. „Ég held að meginskýringin hafi verið sú að stærstu fjárfestar landsins, lífeyrissjóðirnir og fjárfestingarsjóðir af ýmsu tagi, höfðu heilmikið framboð utan almennra hlutabréfa og skuldabréfa til þess að skoða og velja úr. Það var svo mikið af óskráðum fjárfestingum í boði og óhefðbundnum fjárfestingum eins og eignavörðum skuldabréfum til að velja úr. Það var verið að kynna fyrir þeim fjárfestingar- og framtakssjóði af ýmsu tagi og bjóða þeim að koma að því að fjármagna byggingu á fjórum kísilverum,“ segir Jóhann Viðar. Hann telur að þetta hafi dregið úr eftirspurn hjá stærstu fjárfestunum eftir skráðum bréfum. Sveinn Þórarinsson bendir á að það séu ákveðin félög sem drífi íslenska hlutabréfamarkaðinn áfram. Það kunni að vera ástæða þess að hlutabréf fóru aftur að hækka í haust. „Það voru góð uppgjör hjá Marel og ágætis uppgjör hjá Icelandair,“ segir hann. Við það bætist að ytri skilyrði séu góð, olíuverð hafi lækkað og staða efnahagsmála í Bandaríkjunum sé góð. Þetta hafi jákvæð áhrif á gengi bréfa í stærstu félögunum og önnur félög hækki með. „Vodafone hefur hækkað töluvert,“ segir hann. Markaðsverð Vodafone var 9,29 milljarðar á síðasta viðskiptadegi ársins 2013 en 11,89 milljarðar í gær. Verðmætið hefur því hækkað um tæp 28 prósent. Menn voru hins vegar hræddir um stöðu Vodafone í byrjun árs, eftir að smáskilaboð sem fyrirtækið vistaði láku á netið. Þá tók Stefán Sigurðsson við stöðu forstjóra af Ómari Svavarssyni. „Það var svolítill titringur með félagið. Bæði lekinn og svo var skipt um mann í brúnni. En svo kom uppgjör á þriðja fjórðungi sem var gott,“ segir Sveinn.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent