Viðskipti innlent

Varfærin viðbrögð Seðlabanka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson hefur sent ráðherra greinargerð vegna verðbólgunnar.
Már Guðmundsson hefur sent ráðherra greinargerð vegna verðbólgunnar. vísir/stefán
Óvíst er hvort færi gefst á frekari lækkun vaxta Seðlabankans fyrr en dregið hefur úr þeirri óvissu sem nú ríkir á vinnumarkaði.

Þetta segir í greinargerð Seðlabankans til fjármála- og efnahagsráðherra. Greinargerðin er skrifuð vegna þess að verðbólga fór undir neðri þolmörk Seðlabankans í desember og stendur nú í 0,8 prósentum.

Seðlabankinn segir að langvarandi verðhjöðnun sé af margvíslegum ástæðum óæskilegt ástand.

Í þessu samband verði þó að líta til þriggja þátta sem á þessu stigi kalla á varfærin viðbrögð.

Í fyrsta lagi að verðbólga sé um þessar mundir verulega undir verðbólgumarkmiði fyrst og fremst vegna lækkunar innflutningsverðs.

Í öðru lagi þá sé stutt síðan verðbólguvæntingar mældust í samræmi við verðbólgumarkmiðið og því hafi ekki mikið reynt á kjölfestu þeirra við markmið.

Í þriðja lagi þurfi að horfa til þess óróleika sem gætir á vinnumarkaði og sem gæti leitt til þess að verðbólga ykist hratt á ný óháð þróun erlendrar verðbólgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×