Hugsanlegt að vöruskorts verði vart í upphafi nýs árs 29. desember 2014 07:00 „Þetta er enn ein birtingarmynd þess að innflytjendur sitja ekki við sama borð og framleiðendur á Íslandi,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, um vörugjöldin sem verða afnumin 1. janúar 2015. Innflytjendur telja að með gildistökuákvæðum laganna sé þeim mismunað þar sem innflytjendum sé gert að greiða vörugjöldin við tollafgreiðslu vara en innlendir framleiðendur standi skil á gjöldunum eftir að hún er seld. Þannig munu vörur sem fluttar eru inn fyrir áramótin af innflytjendum en seldar eftir þau þurfa að bera vörugjöld en ekki hjá framleiðendum.Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness„Með þessu er verið að mismuna erlendum framleiðendum miðað við íslenska framleiðendur. Það er spurning hvort innflutningsverslunin eigi að leita réttar síns varðandi þetta,“ segir Magnús Óli. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir möguleika á því að einhver vöruskortur verði vegna þessa. „Menn eru búnir að flytja eins lítið inn og þeir komast af með fyrir áramót. Hjá aðildarfyrirtækjum Félags atvinnurekenda hafa menn sagt að þetta geti þýtt að dagana fyrir og eftir áramót geti orðið einhver skortur á þeim vörum sem bera vörugjöld,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi af matvöru sósur, sultur, kökur og kex, sælgæti, gos, safa og aðrar sykraðar vörur. Félag atvinnurekenda lagði það til við stjórnvöld að vörugjald sem greitt hefði verið við tollafgreiðslu yrði endurgreitt þeim innflytjendum sem ættu vörur á lager um áramót. Á það var ekki hlustað. „Þetta þýðir líka að fyrst gildistökuákvæðunum var hagað svona þá getur vörugjaldið verið áfram í verði varanna í þrjár til fjórar vikur eftir áramótin. Verðlækkunin skilar sér ekki strax til neytenda,“ segir Ólafur. Almenn vörugjöld leggjast í dag og til áramóta á sykruð matvæli og drykkjarvörur, byggingavörur, varahluti í bíla, stærri heimilistæki svo sem ísskápa og þvottavélar auk annarra raftækja eins og sjónvarpa og hljómflutningstækja. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
„Þetta er enn ein birtingarmynd þess að innflytjendur sitja ekki við sama borð og framleiðendur á Íslandi,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, um vörugjöldin sem verða afnumin 1. janúar 2015. Innflytjendur telja að með gildistökuákvæðum laganna sé þeim mismunað þar sem innflytjendum sé gert að greiða vörugjöldin við tollafgreiðslu vara en innlendir framleiðendur standi skil á gjöldunum eftir að hún er seld. Þannig munu vörur sem fluttar eru inn fyrir áramótin af innflytjendum en seldar eftir þau þurfa að bera vörugjöld en ekki hjá framleiðendum.Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness„Með þessu er verið að mismuna erlendum framleiðendum miðað við íslenska framleiðendur. Það er spurning hvort innflutningsverslunin eigi að leita réttar síns varðandi þetta,“ segir Magnús Óli. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir möguleika á því að einhver vöruskortur verði vegna þessa. „Menn eru búnir að flytja eins lítið inn og þeir komast af með fyrir áramót. Hjá aðildarfyrirtækjum Félags atvinnurekenda hafa menn sagt að þetta geti þýtt að dagana fyrir og eftir áramót geti orðið einhver skortur á þeim vörum sem bera vörugjöld,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi af matvöru sósur, sultur, kökur og kex, sælgæti, gos, safa og aðrar sykraðar vörur. Félag atvinnurekenda lagði það til við stjórnvöld að vörugjald sem greitt hefði verið við tollafgreiðslu yrði endurgreitt þeim innflytjendum sem ættu vörur á lager um áramót. Á það var ekki hlustað. „Þetta þýðir líka að fyrst gildistökuákvæðunum var hagað svona þá getur vörugjaldið verið áfram í verði varanna í þrjár til fjórar vikur eftir áramótin. Verðlækkunin skilar sér ekki strax til neytenda,“ segir Ólafur. Almenn vörugjöld leggjast í dag og til áramóta á sykruð matvæli og drykkjarvörur, byggingavörur, varahluti í bíla, stærri heimilistæki svo sem ísskápa og þvottavélar auk annarra raftækja eins og sjónvarpa og hljómflutningstækja.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent