Hugsanlegt að vöruskorts verði vart í upphafi nýs árs 29. desember 2014 07:00 „Þetta er enn ein birtingarmynd þess að innflytjendur sitja ekki við sama borð og framleiðendur á Íslandi,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, um vörugjöldin sem verða afnumin 1. janúar 2015. Innflytjendur telja að með gildistökuákvæðum laganna sé þeim mismunað þar sem innflytjendum sé gert að greiða vörugjöldin við tollafgreiðslu vara en innlendir framleiðendur standi skil á gjöldunum eftir að hún er seld. Þannig munu vörur sem fluttar eru inn fyrir áramótin af innflytjendum en seldar eftir þau þurfa að bera vörugjöld en ekki hjá framleiðendum.Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness„Með þessu er verið að mismuna erlendum framleiðendum miðað við íslenska framleiðendur. Það er spurning hvort innflutningsverslunin eigi að leita réttar síns varðandi þetta,“ segir Magnús Óli. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir möguleika á því að einhver vöruskortur verði vegna þessa. „Menn eru búnir að flytja eins lítið inn og þeir komast af með fyrir áramót. Hjá aðildarfyrirtækjum Félags atvinnurekenda hafa menn sagt að þetta geti þýtt að dagana fyrir og eftir áramót geti orðið einhver skortur á þeim vörum sem bera vörugjöld,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi af matvöru sósur, sultur, kökur og kex, sælgæti, gos, safa og aðrar sykraðar vörur. Félag atvinnurekenda lagði það til við stjórnvöld að vörugjald sem greitt hefði verið við tollafgreiðslu yrði endurgreitt þeim innflytjendum sem ættu vörur á lager um áramót. Á það var ekki hlustað. „Þetta þýðir líka að fyrst gildistökuákvæðunum var hagað svona þá getur vörugjaldið verið áfram í verði varanna í þrjár til fjórar vikur eftir áramótin. Verðlækkunin skilar sér ekki strax til neytenda,“ segir Ólafur. Almenn vörugjöld leggjast í dag og til áramóta á sykruð matvæli og drykkjarvörur, byggingavörur, varahluti í bíla, stærri heimilistæki svo sem ísskápa og þvottavélar auk annarra raftækja eins og sjónvarpa og hljómflutningstækja. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
„Þetta er enn ein birtingarmynd þess að innflytjendur sitja ekki við sama borð og framleiðendur á Íslandi,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, um vörugjöldin sem verða afnumin 1. janúar 2015. Innflytjendur telja að með gildistökuákvæðum laganna sé þeim mismunað þar sem innflytjendum sé gert að greiða vörugjöldin við tollafgreiðslu vara en innlendir framleiðendur standi skil á gjöldunum eftir að hún er seld. Þannig munu vörur sem fluttar eru inn fyrir áramótin af innflytjendum en seldar eftir þau þurfa að bera vörugjöld en ekki hjá framleiðendum.Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness„Með þessu er verið að mismuna erlendum framleiðendum miðað við íslenska framleiðendur. Það er spurning hvort innflutningsverslunin eigi að leita réttar síns varðandi þetta,“ segir Magnús Óli. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir möguleika á því að einhver vöruskortur verði vegna þessa. „Menn eru búnir að flytja eins lítið inn og þeir komast af með fyrir áramót. Hjá aðildarfyrirtækjum Félags atvinnurekenda hafa menn sagt að þetta geti þýtt að dagana fyrir og eftir áramót geti orðið einhver skortur á þeim vörum sem bera vörugjöld,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi af matvöru sósur, sultur, kökur og kex, sælgæti, gos, safa og aðrar sykraðar vörur. Félag atvinnurekenda lagði það til við stjórnvöld að vörugjald sem greitt hefði verið við tollafgreiðslu yrði endurgreitt þeim innflytjendum sem ættu vörur á lager um áramót. Á það var ekki hlustað. „Þetta þýðir líka að fyrst gildistökuákvæðunum var hagað svona þá getur vörugjaldið verið áfram í verði varanna í þrjár til fjórar vikur eftir áramótin. Verðlækkunin skilar sér ekki strax til neytenda,“ segir Ólafur. Almenn vörugjöld leggjast í dag og til áramóta á sykruð matvæli og drykkjarvörur, byggingavörur, varahluti í bíla, stærri heimilistæki svo sem ísskápa og þvottavélar auk annarra raftækja eins og sjónvarpa og hljómflutningstækja.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent