Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Haraldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2014 07:15 Um 35 tonnum af púðri verður skotið á loft ef öll 502 tonnin af flugeldum, sem voru flutt hingað til lands á árinu, seljast. Fréttablaðið/Pjetur Verð á flugeldum stendur í stað milli ára þrátt fyrir að innflutningstollar á vörum frá Kína hafi verið felldir niður með fríverslunarsamningnum sem tók gildi í byrjun júlí. Flugeldasalar segja flutningskostnað hafa aukist og að þeir hafi í einhverjum tilfellum greitt fyrir vörurnar áður en fríverslunin tók gildi. „Samningurinn hefur þau áhrif að við getum verið með flugeldana á sama verði og í fyrra. Menn átta sig ekki alltaf á því að það er verðbólga í Kína og svo er flutningurinn okkar stærsti höfuðverkur og hann er alltaf að hækka,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einir Logi Eiðsson, framkvæmdastjóri Stjörnuljóss ehf., sem rekur fjórar flugeldasölur og heildverslun sem selur íþróttafélögum og klúbbum eins og Kiwanis, tekur í sama streng og Jón. „Flutningskostnaðurinn er alltaf að verða meiri milli ára á þessari vöru. Vörurnar koma hingað jafnt og þétt yfir árið en menn eru að ganga frá pöntunum í mars og apríl og greiða inn á þær,“ segir Einir.Meira en í fyrra en minna en 2012 Heildarinnflutningur á flugeldum er að þessu sinni um 502 tonn samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra voru 406 tonn flutt til landsins en 648 tonn árið 2012. Verðmæti innflutningsins í fyrra nam tæpum 240 milljónum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Upplýsingar um heildarverðmæti innflutningsins það sem af er þessu ári liggja ekki fyrir en áætla má að það nemi um 300 milljónum króna. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar höfðu rúm sex tonn af flugeldum verið send hingað til lands á þessu ári þegar fríverslunarsamningurinn tók gildi. Við gildistöku samningsins var tíu prósenta innflutningstollur, sem miðaðist við kaupverð, felldur niður. Árið 2013 komu um sjö prósent af þeim flugeldum sem seldir voru hér á landi frá Hong Kong en restin frá Kína. Hagstofan hefur nú birt tölur yfir innflutning á fyrstu tíu mánuðum ársins og allir flugeldar sem hingað komu á því tímabili voru keyptir í Kína. Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Verð á flugeldum stendur í stað milli ára þrátt fyrir að innflutningstollar á vörum frá Kína hafi verið felldir niður með fríverslunarsamningnum sem tók gildi í byrjun júlí. Flugeldasalar segja flutningskostnað hafa aukist og að þeir hafi í einhverjum tilfellum greitt fyrir vörurnar áður en fríverslunin tók gildi. „Samningurinn hefur þau áhrif að við getum verið með flugeldana á sama verði og í fyrra. Menn átta sig ekki alltaf á því að það er verðbólga í Kína og svo er flutningurinn okkar stærsti höfuðverkur og hann er alltaf að hækka,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einir Logi Eiðsson, framkvæmdastjóri Stjörnuljóss ehf., sem rekur fjórar flugeldasölur og heildverslun sem selur íþróttafélögum og klúbbum eins og Kiwanis, tekur í sama streng og Jón. „Flutningskostnaðurinn er alltaf að verða meiri milli ára á þessari vöru. Vörurnar koma hingað jafnt og þétt yfir árið en menn eru að ganga frá pöntunum í mars og apríl og greiða inn á þær,“ segir Einir.Meira en í fyrra en minna en 2012 Heildarinnflutningur á flugeldum er að þessu sinni um 502 tonn samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra voru 406 tonn flutt til landsins en 648 tonn árið 2012. Verðmæti innflutningsins í fyrra nam tæpum 240 milljónum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Upplýsingar um heildarverðmæti innflutningsins það sem af er þessu ári liggja ekki fyrir en áætla má að það nemi um 300 milljónum króna. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar höfðu rúm sex tonn af flugeldum verið send hingað til lands á þessu ári þegar fríverslunarsamningurinn tók gildi. Við gildistöku samningsins var tíu prósenta innflutningstollur, sem miðaðist við kaupverð, felldur niður. Árið 2013 komu um sjö prósent af þeim flugeldum sem seldir voru hér á landi frá Hong Kong en restin frá Kína. Hagstofan hefur nú birt tölur yfir innflutning á fyrstu tíu mánuðum ársins og allir flugeldar sem hingað komu á því tímabili voru keyptir í Kína.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira