Óbreytt verð á flugeldum þrátt fyrir fríverslun Haraldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2014 07:15 Um 35 tonnum af púðri verður skotið á loft ef öll 502 tonnin af flugeldum, sem voru flutt hingað til lands á árinu, seljast. Fréttablaðið/Pjetur Verð á flugeldum stendur í stað milli ára þrátt fyrir að innflutningstollar á vörum frá Kína hafi verið felldir niður með fríverslunarsamningnum sem tók gildi í byrjun júlí. Flugeldasalar segja flutningskostnað hafa aukist og að þeir hafi í einhverjum tilfellum greitt fyrir vörurnar áður en fríverslunin tók gildi. „Samningurinn hefur þau áhrif að við getum verið með flugeldana á sama verði og í fyrra. Menn átta sig ekki alltaf á því að það er verðbólga í Kína og svo er flutningurinn okkar stærsti höfuðverkur og hann er alltaf að hækka,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einir Logi Eiðsson, framkvæmdastjóri Stjörnuljóss ehf., sem rekur fjórar flugeldasölur og heildverslun sem selur íþróttafélögum og klúbbum eins og Kiwanis, tekur í sama streng og Jón. „Flutningskostnaðurinn er alltaf að verða meiri milli ára á þessari vöru. Vörurnar koma hingað jafnt og þétt yfir árið en menn eru að ganga frá pöntunum í mars og apríl og greiða inn á þær,“ segir Einir.Meira en í fyrra en minna en 2012 Heildarinnflutningur á flugeldum er að þessu sinni um 502 tonn samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra voru 406 tonn flutt til landsins en 648 tonn árið 2012. Verðmæti innflutningsins í fyrra nam tæpum 240 milljónum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Upplýsingar um heildarverðmæti innflutningsins það sem af er þessu ári liggja ekki fyrir en áætla má að það nemi um 300 milljónum króna. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar höfðu rúm sex tonn af flugeldum verið send hingað til lands á þessu ári þegar fríverslunarsamningurinn tók gildi. Við gildistöku samningsins var tíu prósenta innflutningstollur, sem miðaðist við kaupverð, felldur niður. Árið 2013 komu um sjö prósent af þeim flugeldum sem seldir voru hér á landi frá Hong Kong en restin frá Kína. Hagstofan hefur nú birt tölur yfir innflutning á fyrstu tíu mánuðum ársins og allir flugeldar sem hingað komu á því tímabili voru keyptir í Kína. Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Verð á flugeldum stendur í stað milli ára þrátt fyrir að innflutningstollar á vörum frá Kína hafi verið felldir niður með fríverslunarsamningnum sem tók gildi í byrjun júlí. Flugeldasalar segja flutningskostnað hafa aukist og að þeir hafi í einhverjum tilfellum greitt fyrir vörurnar áður en fríverslunin tók gildi. „Samningurinn hefur þau áhrif að við getum verið með flugeldana á sama verði og í fyrra. Menn átta sig ekki alltaf á því að það er verðbólga í Kína og svo er flutningurinn okkar stærsti höfuðverkur og hann er alltaf að hækka,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsstjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einir Logi Eiðsson, framkvæmdastjóri Stjörnuljóss ehf., sem rekur fjórar flugeldasölur og heildverslun sem selur íþróttafélögum og klúbbum eins og Kiwanis, tekur í sama streng og Jón. „Flutningskostnaðurinn er alltaf að verða meiri milli ára á þessari vöru. Vörurnar koma hingað jafnt og þétt yfir árið en menn eru að ganga frá pöntunum í mars og apríl og greiða inn á þær,“ segir Einir.Meira en í fyrra en minna en 2012 Heildarinnflutningur á flugeldum er að þessu sinni um 502 tonn samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra voru 406 tonn flutt til landsins en 648 tonn árið 2012. Verðmæti innflutningsins í fyrra nam tæpum 240 milljónum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Upplýsingar um heildarverðmæti innflutningsins það sem af er þessu ári liggja ekki fyrir en áætla má að það nemi um 300 milljónum króna. Samkvæmt innflutningstölum Hagstofunnar höfðu rúm sex tonn af flugeldum verið send hingað til lands á þessu ári þegar fríverslunarsamningurinn tók gildi. Við gildistöku samningsins var tíu prósenta innflutningstollur, sem miðaðist við kaupverð, felldur niður. Árið 2013 komu um sjö prósent af þeim flugeldum sem seldir voru hér á landi frá Hong Kong en restin frá Kína. Hagstofan hefur nú birt tölur yfir innflutning á fyrstu tíu mánuðum ársins og allir flugeldar sem hingað komu á því tímabili voru keyptir í Kína.
Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira