Vilja reisa 130 milljóna sleðarennibraut í Hlíðarfjalli Haraldur Guðmundsson skrifar 30. desember 2014 07:00 Rennibrautin á að liggja niður svokallaða Andrésarbrekku og stólalyfta ferjar fólk upp fjallið. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn sprotafyrirtækisins Zalibunu ehf. vinna að fjármögnun 130 milljóna króna sleðarennibrautar sem þeir vilja opna í Hlíðarfjalli næsta sumar. Samningur við Akureyrarbæ liggur ekki fyrir og bæjaryfirvöld skoða að auglýsa eftir öðrum hugmyndum um uppbyggingu í fjallinu. Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Zalibunu, segir áform fyrirtækisins hljóða upp á 1.300 metra langa rennibraut sem yrði opin yfir sumartímann. Hann hefur einnig rætt við bæjaryfirvöld um opnun kaffihúss í skíðaskálanum í Hlíðarfjalli.Davíð Örn Símonarson„Fjallið er fullkomið fyrir brautina og í kaffihúsinu gætu gestir horft yfir allan Eyjafjörðinn,“ segir Davíð. Rennibrautin yrði fjármögnuð með 90 milljóna króna hlutafjáraukningu og lánum upp á 40 milljónir. Davíð segir fyrirtækið eiga í viðræðum við ýmsa fjárfesta og nefnir hann fjárfestingarsjóðinn Tækifæri hf. sem er meðal annars í eigu fjárfestingarfélagsins KEA og Akureyrarkaupstaðar. „Við erum búin að spjalla við þá í nokkra mánuði og horfum til þess að Tækifæri komi inn í verkefnið með um 30 milljónir króna. Svona verkefni tekur alltaf einhvern tíma en ef við náum að klára fjármögnunina strax í byrjun næsta árs þá væri hægt að hefja framleiðslu á brautinni sjálfri í Austurríki strax í febrúar eða mars. Það myndi þýða að við gætum sett brautina upp í byrjun næsta sumars og opnað hana um næstu verslunarmannahelgi ef allt gengur eftir,“ segir Davíð. Fréttablaðið greindi í fyrra frá áformum Zalibunu um að reisa sleðabraut og veitingastað í Kömbunum. Að sögn Davíðs hefur nú verið fallið frá þeirri hugmynd því fyrirtækið hefði þar þurft að leggja sex kílómetra veg frá Suðurlandsvegi að starfsstöðinni í Kömbunum með tilheyrandi kostnaði. Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður íþróttaráðs Akureyrarbæjar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort Zalibuna fái aðstöðu í Hlíðarfjalli. „Þetta er allt á umræðustigi og við erum að skoða alla möguleika varðandi fjallið. Við viljum fara rétta leið að þessu og þegar að þessu kemur þá munum við birta auglýsingu og bjóða fólki að koma með hugmyndir að nýtingu í fjallinu,“ segir Ingibjörg. „Svo þyrfti margt að fara í gegn varðandi skipulagsmál og samninga og annað sem tekur tíma. Ég vil ekki vera svartsýn en ég sé þetta því ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2016." Tengdar fréttir Eins manns sleðarennibraut niður Kambana Fyrirhugað er að koma upp eins manns sleðarennibraut í Kömbunum á Hellisheiði og byggja upp ferðaþjónustu í kringum skemmtitækið. 24. júní 2013 07:30 Vilja setja upp rennibraut í Kömbunum Alls sóttu 207 teymi um þátttökurétt í Startup Reykjavík sem haldið verður í annað sinn í sumar. Meðal félaga sem taka munu þátt er Zalibuna sem hefur áhuga á því að hanna og setja upp sleðarennibraut niður Kambana. 6. júní 2013 10:00 Ölfusingar heitir fyrir salíbunuferðunum Góður gangur er á umleitunum fyrirtækisins Zalibuna til að fá fjárfesta til liðs við sig til að koma upp rennileið niður Kambana. 2. september 2013 07:00 Vantar rússíbana á Íslandi Fjóra unga nýútskrifaða verkfræðinga dreymir um að setja upp eins konar rússíbana í Kömbunum og í þriðja þætti þáttaraðarinnar "Eitthvað annað“ er fylgst með hópnum stíga fyrstu skrefin til að láta drauminn rætast. 6. janúar 2014 11:37 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Forsvarsmenn sprotafyrirtækisins Zalibunu ehf. vinna að fjármögnun 130 milljóna króna sleðarennibrautar sem þeir vilja opna í Hlíðarfjalli næsta sumar. Samningur við Akureyrarbæ liggur ekki fyrir og bæjaryfirvöld skoða að auglýsa eftir öðrum hugmyndum um uppbyggingu í fjallinu. Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Zalibunu, segir áform fyrirtækisins hljóða upp á 1.300 metra langa rennibraut sem yrði opin yfir sumartímann. Hann hefur einnig rætt við bæjaryfirvöld um opnun kaffihúss í skíðaskálanum í Hlíðarfjalli.Davíð Örn Símonarson„Fjallið er fullkomið fyrir brautina og í kaffihúsinu gætu gestir horft yfir allan Eyjafjörðinn,“ segir Davíð. Rennibrautin yrði fjármögnuð með 90 milljóna króna hlutafjáraukningu og lánum upp á 40 milljónir. Davíð segir fyrirtækið eiga í viðræðum við ýmsa fjárfesta og nefnir hann fjárfestingarsjóðinn Tækifæri hf. sem er meðal annars í eigu fjárfestingarfélagsins KEA og Akureyrarkaupstaðar. „Við erum búin að spjalla við þá í nokkra mánuði og horfum til þess að Tækifæri komi inn í verkefnið með um 30 milljónir króna. Svona verkefni tekur alltaf einhvern tíma en ef við náum að klára fjármögnunina strax í byrjun næsta árs þá væri hægt að hefja framleiðslu á brautinni sjálfri í Austurríki strax í febrúar eða mars. Það myndi þýða að við gætum sett brautina upp í byrjun næsta sumars og opnað hana um næstu verslunarmannahelgi ef allt gengur eftir,“ segir Davíð. Fréttablaðið greindi í fyrra frá áformum Zalibunu um að reisa sleðabraut og veitingastað í Kömbunum. Að sögn Davíðs hefur nú verið fallið frá þeirri hugmynd því fyrirtækið hefði þar þurft að leggja sex kílómetra veg frá Suðurlandsvegi að starfsstöðinni í Kömbunum með tilheyrandi kostnaði. Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður íþróttaráðs Akureyrarbæjar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort Zalibuna fái aðstöðu í Hlíðarfjalli. „Þetta er allt á umræðustigi og við erum að skoða alla möguleika varðandi fjallið. Við viljum fara rétta leið að þessu og þegar að þessu kemur þá munum við birta auglýsingu og bjóða fólki að koma með hugmyndir að nýtingu í fjallinu,“ segir Ingibjörg. „Svo þyrfti margt að fara í gegn varðandi skipulagsmál og samninga og annað sem tekur tíma. Ég vil ekki vera svartsýn en ég sé þetta því ekki gerast fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2016."
Tengdar fréttir Eins manns sleðarennibraut niður Kambana Fyrirhugað er að koma upp eins manns sleðarennibraut í Kömbunum á Hellisheiði og byggja upp ferðaþjónustu í kringum skemmtitækið. 24. júní 2013 07:30 Vilja setja upp rennibraut í Kömbunum Alls sóttu 207 teymi um þátttökurétt í Startup Reykjavík sem haldið verður í annað sinn í sumar. Meðal félaga sem taka munu þátt er Zalibuna sem hefur áhuga á því að hanna og setja upp sleðarennibraut niður Kambana. 6. júní 2013 10:00 Ölfusingar heitir fyrir salíbunuferðunum Góður gangur er á umleitunum fyrirtækisins Zalibuna til að fá fjárfesta til liðs við sig til að koma upp rennileið niður Kambana. 2. september 2013 07:00 Vantar rússíbana á Íslandi Fjóra unga nýútskrifaða verkfræðinga dreymir um að setja upp eins konar rússíbana í Kömbunum og í þriðja þætti þáttaraðarinnar "Eitthvað annað“ er fylgst með hópnum stíga fyrstu skrefin til að láta drauminn rætast. 6. janúar 2014 11:37 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Eins manns sleðarennibraut niður Kambana Fyrirhugað er að koma upp eins manns sleðarennibraut í Kömbunum á Hellisheiði og byggja upp ferðaþjónustu í kringum skemmtitækið. 24. júní 2013 07:30
Vilja setja upp rennibraut í Kömbunum Alls sóttu 207 teymi um þátttökurétt í Startup Reykjavík sem haldið verður í annað sinn í sumar. Meðal félaga sem taka munu þátt er Zalibuna sem hefur áhuga á því að hanna og setja upp sleðarennibraut niður Kambana. 6. júní 2013 10:00
Ölfusingar heitir fyrir salíbunuferðunum Góður gangur er á umleitunum fyrirtækisins Zalibuna til að fá fjárfesta til liðs við sig til að koma upp rennileið niður Kambana. 2. september 2013 07:00
Vantar rússíbana á Íslandi Fjóra unga nýútskrifaða verkfræðinga dreymir um að setja upp eins konar rússíbana í Kömbunum og í þriðja þætti þáttaraðarinnar "Eitthvað annað“ er fylgst með hópnum stíga fyrstu skrefin til að láta drauminn rætast. 6. janúar 2014 11:37