Mikil vinna við að breyta verði Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. janúar 2015 11:08 Neytendur ættu að sjá mun á vöruverðum strax í dag. Vísir/Vilhelm Mikil vinna er nú í ýmsum verslunum við að breyta öllum verðmerkingum í samræmi við breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem tóku gildi um áramótin. Til að mynda eru teymi í öllum Hagkaupsverslunum að breyta merkingum á um 60 þúsund vörutegundum nú fyrstu daga ársins.Meðal þess sem lækkar í verði er veggjald í Hvalfjarðargöngin.Vísir/PjeturÖll verð breytastAlmennt þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5 prósent í 24 prósent en það þýðir, samkvæmt ASÍ, verðlækkun upp á um 1,2 prósent. Í því þrepi eru til að mynda föt og skór, lyf, áfengi og tóbak, rafmagn til heimila, húsgögn, tölvur og prentarar, símtæki, bílar og tryggingar. Neðra þrep virðisaukaskattsins hækkaði á sama tíma úr 7 prósent í 11 prósent. Samkvæmt ASÍ þýðir það verðhækkanir upp á um 3,7 prósent. Í því þrepi er matur, drykkur, bækur, dagblöð, geisladiskar, raforka til húshitunar, bleiur og smokkar, gistiþjónusta og veggjald í Hvalfjarðargöngin. Vísir hefur í morgun rætt við ýmsar verslanir og þjónustufyrirtæki þar sem allir segjast vera að vinna við að uppfæra verðmerkingar eða að allt sé þegar klappað og klárt. Verðbreytingar hafa þegar átt sér stað í tölvukerfum allra þeirra fyrirtækja sem Vísir ræddi við, þar á meðal Hagkaup, BL og Elko.Gunnar Ingi segir að teymi séu í hverri verslun.Vísir/GVAAllt á fleygiferð í Hagkaupum„Það er allt á fleygiferð í þessum töluðu orðum. Það eru teymi í hverri verslun fyrir sig sem er að ráðast til atlögu á allar hillur,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. „Þar sem umfangið er talsvert í Hagkaup, með einhver 60 þúsund vörunúmer, þannig að þetta gerist ekki á núll einni, eins og þeir segja.“ Til marks um hversu umfangsmiklar breytingar þarf að breyta nokkur hundruð þúsund vörumerkingum. „Mér telst til að þetta séu fimm eða sex hundruð þúsund miðar sem við þurfum að skipta um,“ segir hann. En skilar þetta sér til neytenda? „Já það er allt komið að fullu. Það er enginn afsláttur af því. Maður vitnar alltaf í virðisaukaskattslækkunina hérna um árið, þær komu allar inn í verðið. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru en að þetta fari beint í gegn.“ Mikill munur á sykriNeytendur munu líklega finna mest fyrir breytingum á sykurvörum af þeim vörum sem finnast í hillum stórmarkaða. Sykurskattur var felldur niður í gær samhliða öðrum almennum vörugjöldum. Sykurskattur á kíló af sykri var 210 krónur og 21 króna af hverjum lítra af gosdrykkjum. Virðisaukaskattur á sykurvörur hækkar hinsvegar á sama tíma, sem dregur úr verðlækkunum sem nemur þeirri hækkun. Niðurfelling vörugjalda hefur einnig talsverð áhrif á verð á stórum raftækjum. Þau voru í tveimur þrepum, 25 prósent og 20 prósent. Þau tæki sem voru í efra þrepinu, til dæmis sjónvörp og heimabíókerfi, lækka um 18 prósent en þau í lægra þrepinu, til að mynda þvottavélar, eldavélar og kæliskápar, lækka um 14 prósent. Breytingar á vörugjöldum eru ekki enn komin fram í verði nema í nokkrum tilfellum. Það mun gerast á næstu dögum og vikum eftir því sem nýjar vörur, sem fluttar eru inn á þessu ári, koma í búðir. Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Vakta íslenska netverslun í kjölfar árása hakkarahóps í Bretlandi Neytendur Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Mikil vinna er nú í ýmsum verslunum við að breyta öllum verðmerkingum í samræmi við breytingar á virðisaukaskattskerfinu sem tóku gildi um áramótin. Til að mynda eru teymi í öllum Hagkaupsverslunum að breyta merkingum á um 60 þúsund vörutegundum nú fyrstu daga ársins.Meðal þess sem lækkar í verði er veggjald í Hvalfjarðargöngin.Vísir/PjeturÖll verð breytastAlmennt þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5 prósent í 24 prósent en það þýðir, samkvæmt ASÍ, verðlækkun upp á um 1,2 prósent. Í því þrepi eru til að mynda föt og skór, lyf, áfengi og tóbak, rafmagn til heimila, húsgögn, tölvur og prentarar, símtæki, bílar og tryggingar. Neðra þrep virðisaukaskattsins hækkaði á sama tíma úr 7 prósent í 11 prósent. Samkvæmt ASÍ þýðir það verðhækkanir upp á um 3,7 prósent. Í því þrepi er matur, drykkur, bækur, dagblöð, geisladiskar, raforka til húshitunar, bleiur og smokkar, gistiþjónusta og veggjald í Hvalfjarðargöngin. Vísir hefur í morgun rætt við ýmsar verslanir og þjónustufyrirtæki þar sem allir segjast vera að vinna við að uppfæra verðmerkingar eða að allt sé þegar klappað og klárt. Verðbreytingar hafa þegar átt sér stað í tölvukerfum allra þeirra fyrirtækja sem Vísir ræddi við, þar á meðal Hagkaup, BL og Elko.Gunnar Ingi segir að teymi séu í hverri verslun.Vísir/GVAAllt á fleygiferð í Hagkaupum„Það er allt á fleygiferð í þessum töluðu orðum. Það eru teymi í hverri verslun fyrir sig sem er að ráðast til atlögu á allar hillur,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. „Þar sem umfangið er talsvert í Hagkaup, með einhver 60 þúsund vörunúmer, þannig að þetta gerist ekki á núll einni, eins og þeir segja.“ Til marks um hversu umfangsmiklar breytingar þarf að breyta nokkur hundruð þúsund vörumerkingum. „Mér telst til að þetta séu fimm eða sex hundruð þúsund miðar sem við þurfum að skipta um,“ segir hann. En skilar þetta sér til neytenda? „Já það er allt komið að fullu. Það er enginn afsláttur af því. Maður vitnar alltaf í virðisaukaskattslækkunina hérna um árið, þær komu allar inn í verðið. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru en að þetta fari beint í gegn.“ Mikill munur á sykriNeytendur munu líklega finna mest fyrir breytingum á sykurvörum af þeim vörum sem finnast í hillum stórmarkaða. Sykurskattur var felldur niður í gær samhliða öðrum almennum vörugjöldum. Sykurskattur á kíló af sykri var 210 krónur og 21 króna af hverjum lítra af gosdrykkjum. Virðisaukaskattur á sykurvörur hækkar hinsvegar á sama tíma, sem dregur úr verðlækkunum sem nemur þeirri hækkun. Niðurfelling vörugjalda hefur einnig talsverð áhrif á verð á stórum raftækjum. Þau voru í tveimur þrepum, 25 prósent og 20 prósent. Þau tæki sem voru í efra þrepinu, til dæmis sjónvörp og heimabíókerfi, lækka um 18 prósent en þau í lægra þrepinu, til að mynda þvottavélar, eldavélar og kæliskápar, lækka um 14 prósent. Breytingar á vörugjöldum eru ekki enn komin fram í verði nema í nokkrum tilfellum. Það mun gerast á næstu dögum og vikum eftir því sem nýjar vörur, sem fluttar eru inn á þessu ári, koma í búðir.
Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Vakta íslenska netverslun í kjölfar árása hakkarahóps í Bretlandi Neytendur Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira