Viðskipti innlent

Stærsta opnunarhelgi kvikmyndar á Íslandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lokakaflinn í þríleiknum um Hobbitann var frumsýndur á annan dag jóla.
Lokakaflinn í þríleiknum um Hobbitann var frumsýndur á annan dag jóla.
Lokakaflinn í þríleik Peters Jackson um Hobbitann, The Hobbit: Battle of the Five Armies, var frumsýnd síðastliðinn föstudag, á annan dag jóla. Það er hefð hjá mörgum að fara á jólamyndirnar í bíó og virðist engin breyting hafa orðið þar á í ár.

Rúmlega 21.000 manns sáu Hobbitann um helgina og halaði myndin inn tæpum 27,5 milljónum í tekjur. Að sögn Söndru Bjarkar Magnúsdóttur, kynningarfulltrúa Myndform sem dreifir Hobbitanum á Íslandi, er þetta því stærsta opnunarhelgi bíómyndar á Íslandi. Miðað er við þær tekjur sem koma inn vegna myndar á einni helgi en ekki fjölda þeirra sem mæta í bíó.

Áður sat önnur mynd þríleiksins, The Hobbit: Desolation of Smaug á toppi listans en er nú í öðru sæti. Í þriðja sæti er svo Bond-myndin Skyfall.

Stiklu úr þriðju myndinni úr Hobbitanum má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×