Milljónasti ferðamaðurinn nær varla til Íslands á árinu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. desember 2014 18:45 Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta, og stefnir á að tvö prómill vanti upp á að stóra talan náist. Hver svo sem endanleg tala verður þá er þegar ljóst að árið 2014 er metár. Þeir hafa aldrei verið fleiri, erlendu ferðamennirnir, - spennan þessa síðustu daga ársins er hins vegar um hvort þeir nái að verða ein milljón á árinu.Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu.„Þetta getur fallið beggja vegna við milljónina. Þetta er svona alveg á mörkunum,“ segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við Stöð 2. Halldór segir að langflestir komi til landsins um Keflavíkurflugvöll og þar var talan í lok nóvember komin í 915 þúsund erlenda farþega. Ef gert sé ráð fyrir sömu fjölgun í desember og öðrum vetrarmánuðum, 30 prósentum, fari talan í 970 þúsund fyrir erlenda ferðamenn til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þá á eftir að bæta við öllum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar og í gegnum aðra flugvelli, en Halldór áætlar að með ferjunni hafi komið milli 17 og 18 þúsund erlendir ferðamenn, og kannski tíu þúsund í gegnum flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Miðað við þetta fer talan kannski í 998 þúsund.Um 97 prósent ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll.Fréttablaðið/Anton„Mér sýnist að þetta verði ansi tæpt. Við sjáum þetta ekki fyrr en um miðjan janúar þegar við verðum búin að safna saman tölum fyrir aðra flugvelli heldur en Keflavíkurflugvöll. En miðað við að það sé álíka fjöldi þar erum við ekki alveg að ná milljóninni,“ segir Halldór. Það koma að jafnaði um 2.700 erlendir ferðamenn til landsins á hverjum degi og nú lítur út fyrir að það muni kannski vanta þá tölu upp á til að komast í milljónina. Þetta verður því mjög tæpt. Svarið við því hvort milljónasti ferðamaðurinn fagni áramótunum á Íslandi fáum við þó ekki fyrr en um miðjan janúar. Þess má geta að erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum teljast ekki með þar sem þeir gista um borð í skipunum, að sögn Halldórs. Verulega munar um þá tölu en á þessu ári hafa 104.816 erlendir ferðamenn komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Afar tvísýnt er um hvort milljónasti ferðamaðurinn komi til Íslands á þessu ári, nú þegar aðeins tveir sólarhringar eru til áramóta, og stefnir á að tvö prómill vanti upp á að stóra talan náist. Hver svo sem endanleg tala verður þá er þegar ljóst að árið 2014 er metár. Þeir hafa aldrei verið fleiri, erlendu ferðamennirnir, - spennan þessa síðustu daga ársins er hins vegar um hvort þeir nái að verða ein milljón á árinu.Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu.„Þetta getur fallið beggja vegna við milljónina. Þetta er svona alveg á mörkunum,“ segir Halldór Arinbjarnarson, upplýsingastjóri Ferðamálastofu, í samtali við Stöð 2. Halldór segir að langflestir komi til landsins um Keflavíkurflugvöll og þar var talan í lok nóvember komin í 915 þúsund erlenda farþega. Ef gert sé ráð fyrir sömu fjölgun í desember og öðrum vetrarmánuðum, 30 prósentum, fari talan í 970 þúsund fyrir erlenda ferðamenn til Keflavíkurflugvallar á árinu. Þá á eftir að bæta við öllum sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar og í gegnum aðra flugvelli, en Halldór áætlar að með ferjunni hafi komið milli 17 og 18 þúsund erlendir ferðamenn, og kannski tíu þúsund í gegnum flugvellina í Reykjavík, á Akureyri og Egilsstöðum. Miðað við þetta fer talan kannski í 998 þúsund.Um 97 prósent ferðamanna koma til landsins um Keflavíkurflugvöll.Fréttablaðið/Anton„Mér sýnist að þetta verði ansi tæpt. Við sjáum þetta ekki fyrr en um miðjan janúar þegar við verðum búin að safna saman tölum fyrir aðra flugvelli heldur en Keflavíkurflugvöll. En miðað við að það sé álíka fjöldi þar erum við ekki alveg að ná milljóninni,“ segir Halldór. Það koma að jafnaði um 2.700 erlendir ferðamenn til landsins á hverjum degi og nú lítur út fyrir að það muni kannski vanta þá tölu upp á til að komast í milljónina. Þetta verður því mjög tæpt. Svarið við því hvort milljónasti ferðamaðurinn fagni áramótunum á Íslandi fáum við þó ekki fyrr en um miðjan janúar. Þess má geta að erlendir ferðamenn með skemmtiferðaskipum teljast ekki með þar sem þeir gista um borð í skipunum, að sögn Halldórs. Verulega munar um þá tölu en á þessu ári hafa 104.816 erlendir ferðamenn komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira