Fleiri fréttir

Svona gætu lánin lækkað

Höfuðstóll láns sem stendur í 22,5 milljónum króna gæti lækkað um allt að þrjár milljónir króna gangi aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag í gegn. Greiðslurbyrðin lækkar úr 109 þúsund krónum á mánuði í tæpar 95 þúsund krónur.

Vantar skilgreiningar á útfærslu

Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segist þurfa að skoða skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar betur, en þó hefur hún ábyrgð af ríkisábyrgð og framkvæmd aðgerðanna.

Aðgerðin sögð sáttmáli kynslóða

Þeir eldri fá minna við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Bent er á að áhrifin séu þó góð á óbeinan hátt fyrir þann hóp sem ekki skuldar í fasteignum sínum.

Líst ágætlega á skuldaaðgerðir

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að margt í skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar líti ágætlega út.

Skattstofninn margföld fjárlög

Hinn svokallað bankaskattur verður hækkaður enn frekar og heildarskatturinn af fjármálafyrirtækjum verður 37,5 milljónir króna á næsta ári

Óvissa um fjármögnun aðgerðarinnar

Formaður Vinstri grænna segir óvissu ríkja um fjármögnun á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hún spyr líka hvaða áhrif þetta hafi á gjaldeyrishöftin því verið sé að festa þrotabú bankanna til fjögurra ára.

Skuldaleiðréttingar eftir hálft ár

Heildarumfang skuldaleiðréttinga er metið á um 150 milljarða króna. Aðgerðin verður að fullu fjármögnuð og niðurfærsla framkvæmd um mitt næsta ár.

Séreignasjóður til lækkunar á húsnæðislánum

Ríkissjóður gefur eftir tekjuskatt af allt að 4% iðgjaldi launþega og allt að 2% mótframlagi vinnuveitenda. Skattleysi takmarkast við 500 þúsund krónur á ári og gildir úrræðið í þrjú ár

Leiðrétting tekur gildi um mitt ár 2014

Leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána var kynnt í dag. Höfuðstóllinn verður lækkaður og skattaívilnanir vegna séreignislífeyrissparnaðar. Þrotabú bankanna borga brúsann.

"Lúxus“ að fá iPhone til Íslands

Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland sem selur Apple-vörur, er ánægður með samning Apple við íslensk fjarskiptafyrirtæki.

Metafgangur þjónustuviðskipta

Á sama tíma og heldur halla á vöruskipti við útlönd milli ára er metafgangur á þjónustuviðskiptum, að því er fram kemur í tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær.

ASÍ skorar á fyrirtæki

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vill að fyrirtæki haldi aftur af verðhækkunum á næstu mánuðum.

Arion hagnast um 10 milljarða

Hagnaður þriðja ársfjórðungs hjá bankanum var 4,2 milljarðar sem er 900 milljónum krónum meira en í fyrra.

"Ég tel að þetta mál frá upphafi hafi verið hneyksli"

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir það ánægjulegan áfanga fyrir sig að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ákveðið að taka kæru hans vegna Landsdómsmálsins til efnismeðferðar en langstærstum hluta kæra til MDE er vísað frá. Geir er ómyrkur í máli um Landsómsmálið og segir það hneyksli, herleiðangur gegn sér og Sjálfstæðisflokknum.

Metsala á kindakjöti

Ekki hefur áður selst jafnmikið kindakjöt í einum mánuði og í október síðastliðnum á þessari öld.

Lærdómar hrunsins ræddir

Nú stendur yfir morgunfundur Seðlabankans undir yfirskriftinni „Fjármálakreppa á Írlandi og Íslandi: hverjir eru lærdómarnir fimm árum seinna?“

Lánum í endurskipulagningu fækkar hjá Íslandsbanka

Hlutfall lána í endurskipulagningu (LPA-hlutfall) hjá Íslandsbanka hefur lækkað hratt síðustu misseri og var í lok september komið í 9,8 prósent, að því er fram kemur í uppgjöri sem bankinn birti í gær.

Markaðurinn vill lífrænan kjúkling

"Markaðurinn hefur áhuga á að kaupa betri vörur hérna heima. Framleiðendur þurfa bara að fara að hlusta á það,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar.

Icelandair í samstarf um loftskip á Norðurslóðum

Bandarískur loftskipaframleiðandi og Icelandair Cargo hafa tekið upp samstarf til að kanna hvort ný tegund loftskipa geti orðið raunhæfur kostur í fraktflutningum á Norðurslóðum á næstu árum.

Sagafilm til Svíþjóðar

Framleiðslufyrirtækið Sagafilm mun opna skrifstofu í Stokkhólmi í Svíþjóð á næsta ári.

„Samkeppnin hefur unnið“

Isavia afturkallar kæru vegna aðgangs Wow Air að afgreiðslutímum flugvéla á Keflavíkurflugvelli. Lögmaður Wow Air fagnar málalokunum.

Órói á mörkuðum vegna boðaðra skuldaleiðréttinga

Töluverður óróleiki hefur verið á mörkuðum í dag sem sumir vilja rekja til að sérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána mun á morgun kynna tillögur sínar til ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána.

Innflutt smjör notað vegna söluaukningar innanlands

Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án fordæma, samkvæmt tilkynningu frá Mjólkursamsölunni (MS). Meira en fimmtungssöluaukning er sögð hafa verið á haustmánuðum.

Sjá næstu 50 fréttir