Viðskipti innlent

Gagnrýnir að skuldaleiðréttingin sé kynnt í Hörpu

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Kjartan hefur ítrekað lagt fram fyrirspurnir í borgarstjórn um heildarkostnað við byggingu Hörpu.
Kjartan hefur ítrekað lagt fram fyrirspurnir í borgarstjórn um heildarkostnað við byggingu Hörpu.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir að Harpa sé valinn sem vettvangur til að kynna hugmyndir um skuldaniðurfellingar.

„Þegar ég sá þessa fyrirsögn hélt ég fyrst að nú ætti loks að upplýsa almenning um heildarbyggingarkostnað Hörpu. Svo var ekki. En telja menn í alvöru að þetta hús sé heppilegur vettvangur til að kynna stórtækar aðgerðir í ríkisfjármálum?“ spyr Kjartan á Facebook-síðu sinni og vísar þar til fréttar mbl.is um blaðamannafundinn á morgun með fyrirsögninni „Leyndinni aflétt í Hörpu“.

Kjartan hefur ítrekað lagt fram fyrirspurnir í borgarstjórn um heildarkostnað við byggingu Hörpu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×