Viðskipti innlent

Bein höfuðstólslækkun að hámarki fjórar milljónir

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Daníel
Hámark beinnar höfuðstólslækkun húsnæðisláns, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um skuldalækkun, verður 4 milljónir á hvert heimili. Um 90% heimila sem eiga rétt á leiðréttingu verða ekki fyrir skerðingu vegna hámarskins. Í heild er gert ráð fyrir því að lækkunin verði samtals 80 milljarðar.

Fyrri úrræði, eins og 110 prósent leiðin, koma til frádráttar leiðréttingarinnar. Sem dæmi, ef einhver fékk þrjár milljónir í gegnum 110% leiðina og fær fjórar í þessari leiðréttingu, mun einungis fá eina milljón.

Verðtryggð húsnæðislán verða færð niður um upphæð sem nemur verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Það samsvarar um 13% leiðréttingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×