Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2013 18:45 Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. „Noregur er betri fyrir olíu-Ísland heldur en Kína” segir í fyrirsögn Aftenbladet á viðtali við olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien, það sé „betra fyrir umhverfið að Norðmenn séu með og láti ekki kínverskt fyrirtæki taka stjórnina”. Olíumálaráðherrann er þarna að svara gagnrýni Greenpeace og fleiri aðila vegna ákvörðunar norsku ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að auka þátttöku sína á Drekasvæðinu með því að láta ríkisolíufélagið Petoro ganga inn í þriðja sérleyfið með CNOOC og Eykon Energy.Forsætisráðherrar Kína og Íslands á Torgi hins himneska friðar í apríl í vor.Kínverska ríkisolíufélagið ákvað þátttöku í framhaldi af opinberri heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína síðastliðið vor, og undirritun fríverslunarsamnings ríkjanna, og hefur Reuters-fréttastofan tengt það auknum áhuga Kínverja á auðlindum Norðurslóða. Norski olíumálaráðherrann undirstrikar að olíustarfsemi á íslenska Drekasvæðinu velti ekki á þátttöku Noregs en rökstyður ákvörðun sína með þessum orðum: „Við teljum að þetta sé spennandi og að við getum fengið meira út úr þessu en sem nemur þeim kostnaði sem við höfum skuldbundið okkur til að leggja í þetta. Við teljum að bæði líti þetta efnahagslega spennandi út og þarna sé eftir nýrri þekkingu að slægjast. Þessvegna erum við með.“ Um mótmæli Greenpeace segir Tord Lien: „Ef þeir bera meira traust til fyrirtækis í eigu kínverska ríkisins en þeir hafa á norsku ríkisfyrirtæki þegar kemur að því að vernda umhverfið, þá verð ég dálítið hissa," en þegar blaðamaður bendir ráðherranum á að hann ætli að vinna með kínverska fyrirtækinu, svarar hann að það sé þá kostur að hafa Petoro með. Spurður um ásökun Greenpeace um tvöfeldni með því að friða norska hluta Jan Mayen-svæðisins á sama tíma svarar Tord Lien: „Nú er það ekki olíu- og orkumálaráðherrann sem hefur fundið upp á því að hefja ekki starfsemi á þessum svæðum, bara svo það sé alveg skýrt." Tengdar fréttir Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. „Noregur er betri fyrir olíu-Ísland heldur en Kína” segir í fyrirsögn Aftenbladet á viðtali við olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien, það sé „betra fyrir umhverfið að Norðmenn séu með og láti ekki kínverskt fyrirtæki taka stjórnina”. Olíumálaráðherrann er þarna að svara gagnrýni Greenpeace og fleiri aðila vegna ákvörðunar norsku ríkisstjórnarinnar í síðustu viku að auka þátttöku sína á Drekasvæðinu með því að láta ríkisolíufélagið Petoro ganga inn í þriðja sérleyfið með CNOOC og Eykon Energy.Forsætisráðherrar Kína og Íslands á Torgi hins himneska friðar í apríl í vor.Kínverska ríkisolíufélagið ákvað þátttöku í framhaldi af opinberri heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til Kína síðastliðið vor, og undirritun fríverslunarsamnings ríkjanna, og hefur Reuters-fréttastofan tengt það auknum áhuga Kínverja á auðlindum Norðurslóða. Norski olíumálaráðherrann undirstrikar að olíustarfsemi á íslenska Drekasvæðinu velti ekki á þátttöku Noregs en rökstyður ákvörðun sína með þessum orðum: „Við teljum að þetta sé spennandi og að við getum fengið meira út úr þessu en sem nemur þeim kostnaði sem við höfum skuldbundið okkur til að leggja í þetta. Við teljum að bæði líti þetta efnahagslega spennandi út og þarna sé eftir nýrri þekkingu að slægjast. Þessvegna erum við með.“ Um mótmæli Greenpeace segir Tord Lien: „Ef þeir bera meira traust til fyrirtækis í eigu kínverska ríkisins en þeir hafa á norsku ríkisfyrirtæki þegar kemur að því að vernda umhverfið, þá verð ég dálítið hissa," en þegar blaðamaður bendir ráðherranum á að hann ætli að vinna með kínverska fyrirtækinu, svarar hann að það sé þá kostur að hafa Petoro með. Spurður um ásökun Greenpeace um tvöfeldni með því að friða norska hluta Jan Mayen-svæðisins á sama tíma svarar Tord Lien: „Nú er það ekki olíu- og orkumálaráðherrann sem hefur fundið upp á því að hefja ekki starfsemi á þessum svæðum, bara svo það sé alveg skýrt."
Tengdar fréttir Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. 27. nóvember 2013 19:30