Hannes dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2013 18:30 Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. Krafa Landsbankans á hendur Hannesi á rót sína að rekja til sjálfskuldarábyrgðar sem Hannes gekkst í fyrir lánveitingum Landsbankans til handa Fjárfestingafélaginu Primusi ehf., og hins vegar Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi ehf., en um var að ræða félög í eigu Hannesar sem héldu á eignarhlut hans í FL Group fyrir bankahrunið. Lánin stóðu í 24,7 milljörðum króna Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, að Landsbankinn hafi lánað Primusi 12,5 milljarða króna í júní 2005, 6 milljarða í apríl 2006, 1,3 milljarða í september 2007, 1,9 milljarða í ágúst 2007 og 280 milljónir í júní 2007. Þá fékk Oddaflug tveggja milljarða króna lán í apríl 2007. Heildarstaða þessara lána Landsbankans til félaga Hannesar nam 24,7 milljörðum króna í desember 2007. Hannes hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð vegna lánveitinganna upp á 2,2 milljarða króna. Með dómi héraðsdóms var Hannes dæmdur til að greiða 1,9 milljarða króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum 300 milljónum króna. Sannað þótti í málinu að greitt hefði verið inn á reikning Fjárfestingafélagsins Primusar ehf. hinn 19. mars 2008 og sjálfskuldarábyrgð Hannesar lækkuð um sömu fjárhæð á móti. Til varnar í einka- og sakamálumÞað er víða sótt að Hannesi því hinn 28. október sl. var hann ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir fjárdrátt vegna 2,8 milljarða króna sem hann lét millifæra af reikningum FL Group á bankareikning Fons eignarhaldsfélags, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, í apríl 2005. Fram kemur í ákæru að Hannes hafi látið millifæra fjárhæðina án vitneskju þáverandi forstjóra og stjórnar FL Group. Hannes hefur lýst sig saklausan af þessum sakargiftum. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Hannes Smárason, fjárfestir, var í dag dæmdur til að greiða Landsbankanum á annan milljarð króna vegna sjálfskuldarábyrgða sem hann gekkst í vegna lánveitinga bankans til tveggja einkahlutafélaga í hans eigu. Krafa Landsbankans á hendur Hannesi á rót sína að rekja til sjálfskuldarábyrgðar sem Hannes gekkst í fyrir lánveitingum Landsbankans til handa Fjárfestingafélaginu Primusi ehf., og hins vegar Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi ehf., en um var að ræða félög í eigu Hannesar sem héldu á eignarhlut hans í FL Group fyrir bankahrunið. Lánin stóðu í 24,7 milljörðum króna Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag, að Landsbankinn hafi lánað Primusi 12,5 milljarða króna í júní 2005, 6 milljarða í apríl 2006, 1,3 milljarða í september 2007, 1,9 milljarða í ágúst 2007 og 280 milljónir í júní 2007. Þá fékk Oddaflug tveggja milljarða króna lán í apríl 2007. Heildarstaða þessara lána Landsbankans til félaga Hannesar nam 24,7 milljörðum króna í desember 2007. Hannes hafði gengist í sjálfskuldarábyrgð vegna lánveitinganna upp á 2,2 milljarða króna. Með dómi héraðsdóms var Hannes dæmdur til að greiða 1,9 milljarða króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum 300 milljónum króna. Sannað þótti í málinu að greitt hefði verið inn á reikning Fjárfestingafélagsins Primusar ehf. hinn 19. mars 2008 og sjálfskuldarábyrgð Hannesar lækkuð um sömu fjárhæð á móti. Til varnar í einka- og sakamálumÞað er víða sótt að Hannesi því hinn 28. október sl. var hann ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir fjárdrátt vegna 2,8 milljarða króna sem hann lét millifæra af reikningum FL Group á bankareikning Fons eignarhaldsfélags, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, í apríl 2005. Fram kemur í ákæru að Hannes hafi látið millifæra fjárhæðina án vitneskju þáverandi forstjóra og stjórnar FL Group. Hannes hefur lýst sig saklausan af þessum sakargiftum.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira