Innflutt smjör notað vegna söluaukningar innanlands Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2013 11:37 Bökuð kartafla með smjöri. Nordicphotos/Getty Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án fordæma, samkvæmt tilkynningu frá Mjólkursamsölunni (MS). Meira en fimmtungssöluaukning er sögð hafa verið á haustmánuðum. „Við venjulegar kringumstæður er söluaukning mjólkurafurða yfirleitt á bilinu eitt til þrjú prósent,“ segir í tilkynningu MS. Haft er eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS, að líkja megi þessu við sprengingu á markaðnum. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mataræði á borð við lágkolvetnakúrinn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölgun ferðamanna,“ er eftir honum haft. Einar segir mjólkuriðnaðinn mæta þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ostum og öðrum vörum sem framleiddar séu með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkurframleiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. „Til að treysta öryggismörk í birgðahaldi munu fyrirtæki í mjólkuriðnaði einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjörfitu nú í desember í nokkrar vinnsluvörur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í framhaldsvinnslu eða til matargerðar,“ segir Einar í tilkynningunni. „Innflutt smjör er dýrara en innlent, en þess mun ekki sjá merki í verði þessara vara og uppistaðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúamjólk.“ Einar segir bændur þegar hafa tekið við sér í haust eftir að Mjólkursamsalan hvatti þá til að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. „Þeir hafa breytt fóðrun og aukið framleiðslu um átta prósent frá byrjun september og búa sig nú undir áframhaldandi aukningu í sölu á næsta ári þótt ekki sé gert ráð fyrir að hún verði jafn mikil og undanfarna mánuði.“ Eins sé gert ráð fyrir að hægt sé að fjölga kúm í landinu um 500 til 1.000 á milli ára. „Það ferli er þegar hafið og fyrirsjáanlegt að nægt framboð verður á markaðnum á næstu árum.“ Vöxtur sem orðið hefur í nágrannalöndum Íslands í neyslu á smjöri og ostum er ekki sagður í líkingu við það sem hér hafi gerst undanfarna mánuði. Greiðslumark eða framleiðslukvóti kúabænda fyrir innanlandsmarkað árið 2014 hefur þegar verið aukinn í 123 milljónir lítra en var 116 milljónir lítra fyrir yfirstandandi ár. MS gerir ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á næstu árum þó hún verði ekki sambærileg við það sem sést hefur í haust. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án fordæma, samkvæmt tilkynningu frá Mjólkursamsölunni (MS). Meira en fimmtungssöluaukning er sögð hafa verið á haustmánuðum. „Við venjulegar kringumstæður er söluaukning mjólkurafurða yfirleitt á bilinu eitt til þrjú prósent,“ segir í tilkynningu MS. Haft er eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS, að líkja megi þessu við sprengingu á markaðnum. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mataræði á borð við lágkolvetnakúrinn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölgun ferðamanna,“ er eftir honum haft. Einar segir mjólkuriðnaðinn mæta þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ostum og öðrum vörum sem framleiddar séu með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkurframleiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. „Til að treysta öryggismörk í birgðahaldi munu fyrirtæki í mjólkuriðnaði einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjörfitu nú í desember í nokkrar vinnsluvörur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í framhaldsvinnslu eða til matargerðar,“ segir Einar í tilkynningunni. „Innflutt smjör er dýrara en innlent, en þess mun ekki sjá merki í verði þessara vara og uppistaðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúamjólk.“ Einar segir bændur þegar hafa tekið við sér í haust eftir að Mjólkursamsalan hvatti þá til að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. „Þeir hafa breytt fóðrun og aukið framleiðslu um átta prósent frá byrjun september og búa sig nú undir áframhaldandi aukningu í sölu á næsta ári þótt ekki sé gert ráð fyrir að hún verði jafn mikil og undanfarna mánuði.“ Eins sé gert ráð fyrir að hægt sé að fjölga kúm í landinu um 500 til 1.000 á milli ára. „Það ferli er þegar hafið og fyrirsjáanlegt að nægt framboð verður á markaðnum á næstu árum.“ Vöxtur sem orðið hefur í nágrannalöndum Íslands í neyslu á smjöri og ostum er ekki sagður í líkingu við það sem hér hafi gerst undanfarna mánuði. Greiðslumark eða framleiðslukvóti kúabænda fyrir innanlandsmarkað árið 2014 hefur þegar verið aukinn í 123 milljónir lítra en var 116 milljónir lítra fyrir yfirstandandi ár. MS gerir ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á næstu árum þó hún verði ekki sambærileg við það sem sést hefur í haust.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira