Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 14:40 Hvað hefurðu gert fyrir mig nýlega? Lars Fruergaard Jørgensen var rekinn sem forstjóri Novo Nordisk þrátt fyrir að það hafi orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu í fyrra undir hans stjórn. Vísir/EPA Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk, eitt verðmætasta fyrirtæki Evrópu, tilkynnti í dag að það hefði rekið forstjóra sinn í skugga vaxandi samkeppni. Í tíð forstjórans hefur hagnaður fyrirtækisins nærri þrefaldast þökk sé þyngdarstjórnunar- og sykursýkislyfja þess. Lars Fruergaard Jørgensen hefur stýrt Novo Nordisk undanfarin átta ár. Á þeim tíma hafa lyfin Ozempic og Wegovy malað fyrirtækinu gull. Sala, hagnaður og hlutabréfaverð í danska fyrirtækinu hefur nærri því þrefaldast. Fyrirtækið var um tíma það verðmætasta í Evrópu í fyrra. Hlutabréfaverð hefur hins vegar fallið síðasta árið vegna aukinnar samkeppni, að sögn evrópska blaðsins Politico. Þá hafa tilraunir með næstu kynslóð lyfja fyrirtækisins ekki borið tilætlaðan árangur. Fyrir nokkrum dögum lækkaði fyrirtækið sölu- og hagnaðarspár sínar í fyrsta skipti frá því að Wegovy kom á markað fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag segir að stjórn og Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóri, hafi komist að „sameiginlegri ákvörðun“ um að hann léti af störfum. Vísaði fyrirtækið til þróunar hlutabréfaverðs frá því um mitt ár í fyrra og áskorana á markaði. Verðið er 32 prósentum lægra nú en fyrir ári og 59 prósentum lægra en þegar það náði hámarki sínu samkvæmt Reuters. Ákvörðun stjórnarinnar er sögð hafa komið greinendum og fjárfestum á óvart. Reuters segir þá ekki sannfærða um að skipta hafi þurft Jørgensen út. Novo Nordisk hafi fram að þessu sýnt þolinmæði með stjórnendum sínum. „Manni finnst bara eins og það hafi eitthvað farið verulega úrskeiðis hér,“ segir Carsten Lonborg Madsen, greinandi hjá Danske Bank við Reuters. Danmörk Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Lars Fruergaard Jørgensen hefur stýrt Novo Nordisk undanfarin átta ár. Á þeim tíma hafa lyfin Ozempic og Wegovy malað fyrirtækinu gull. Sala, hagnaður og hlutabréfaverð í danska fyrirtækinu hefur nærri því þrefaldast. Fyrirtækið var um tíma það verðmætasta í Evrópu í fyrra. Hlutabréfaverð hefur hins vegar fallið síðasta árið vegna aukinnar samkeppni, að sögn evrópska blaðsins Politico. Þá hafa tilraunir með næstu kynslóð lyfja fyrirtækisins ekki borið tilætlaðan árangur. Fyrir nokkrum dögum lækkaði fyrirtækið sölu- og hagnaðarspár sínar í fyrsta skipti frá því að Wegovy kom á markað fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu í dag segir að stjórn og Lars Fruergaard Jørgensen, forstjóri, hafi komist að „sameiginlegri ákvörðun“ um að hann léti af störfum. Vísaði fyrirtækið til þróunar hlutabréfaverðs frá því um mitt ár í fyrra og áskorana á markaði. Verðið er 32 prósentum lægra nú en fyrir ári og 59 prósentum lægra en þegar það náði hámarki sínu samkvæmt Reuters. Ákvörðun stjórnarinnar er sögð hafa komið greinendum og fjárfestum á óvart. Reuters segir þá ekki sannfærða um að skipta hafi þurft Jørgensen út. Novo Nordisk hafi fram að þessu sýnt þolinmæði með stjórnendum sínum. „Manni finnst bara eins og það hafi eitthvað farið verulega úrskeiðis hér,“ segir Carsten Lonborg Madsen, greinandi hjá Danske Bank við Reuters.
Danmörk Lyf Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44 Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Novo Nordisk orðið verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu. 5. nóvember 2023 23:44
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent