Viðskipti innlent

Tannlæknakostnaður hefur hækkað um 4,6%

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Það er mun dýrara að fara til tannlæknis nú en í fyrra.
Það er mun dýrara að fara til tannlæknis nú en í fyrra.
Kostnaður vegna tannlækninga hefur hækkað um 4,6% undanfarna 12 mánuði. Þetta kemur fram í frétt Íslandsbanka um verðbólgutölur Hagstofunnar.

Íslandsbanki segir kostnað við tannlækningar hafa aukist verulega undanfarið ár, þrátt fyrir stóraukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum barna á tímabilinu.

Ef undanskilin eru áhrif af greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum barna, sem komu til lækkunar í verðmælingum maí- og septembermánaða, nemur hækkunin undanfarna 12 mánuði 11,4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×