Viðskipti innlent

Lærdómar hrunsins ræddir

Samúel Karl Ólason skrifar
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ávarpar fundinn.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ávarpar fundinn. Mynd/GVA
Nú stendur yfir morgunfundur Seðlabankans undir yfirskriftinni „Fjármálakreppa á Írlandi og Íslandi: hverjir eru lærdómarnir fimm árum seinna?“.

Þeir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Patrick Honohan, seðlabankastjóri Írlands, Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Franek Rozwadowski, fyrrverandi fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi,  halda ræður og ávörp.

Á fundinum var rætt um hvernig þessi tvö litlu lönd með stór bankakerfi, brugðust við hruninu árið 2008 og hvernig þeim hafi reitt af síðan.

Fjallað er um þá lærdóma sem hægt er að draga varðandi viðbrögð við erfiðleikum stórra alþjóðlegra banka, nú fimm árum síðar.

Einnig er rætt um hvaða lærdóm megi draga af atburðunum, varðandi uppbyggingu fjármálakerfis og hagstjórn í litlum opnum hagkerfum.

Fundinum lýkur í hádeginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×