Markaðurinn vill lífrænan kjúkling Freyr Bjarnason skrifar 28. nóvember 2013 07:00 Arndís Thorarensen kaupir frosna lífræna kjúklinga frá Danmörku. fréttablaðið/vilhelm „Markaðurinn hefur áhuga á að kaupa betri vörur hérna heima. Framleiðendur þurfa bara að fara að hlusta á það,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar. Sala á lífrænum kjúklingi úti í heimi hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, þar á meðal í Skandinavíu. Hér á landi eru slíkir kjúklingar ekki framleiddir og hefur Arndís því þurft að panta þá frosna frá Danmörku fyrir verslun sína. „Það hefur verið tekið ágætlega í þetta. Viðskiptavinir okkar sækjast eftir svona vörum. Ef við myndum auglýsa almennilega er ég viss um að það væri enn meiri áhugi,“ segir Arndís. Hún segir að færri fuglar séu á hvern fermetra í lífrænu ræktuninni en hinni hefðbundu, eða tíu á hvern fermetra í búinu þar sem hún kaupir frosna kjúklinginn á móti nítján sem kjúklingabú hafa leyfi fyrir hér heima. Auk þess eru dönsku kjúklingarnir á lífrænu fóðri, fá að fara út undir bert loft og eru ekki í gluggalausum rýmum. Þeir mega ekki heldur þyngjast meira en 35 grömm á dag. „Þetta eru eðlilegri aðstæður fyrir dýrin og þarna er bæði verið að hugsa um heilnæmi fæðunnar og meðferð dýranna.“ Að sögn Arndísar er meira kjötbragð af lífrænum kjúklingum heldur en venjulegum og mjölbragðið er minna. „Við segjum oft að ódýr matur sé dýrasta blekkingin í dag. Ef þú kaupir lífræna vöru ertu að kaupa vottun um gæði. Fólk er orðið miklu upplýstara um að það er verið að bæta efnum í mat sem það kærir sig ekki um.“ Hún viðurkennir að lífræni kjúklingurinn sem hún selur sé dýrari en hinn hefðbundni. Þannig kostar 1.200 gramma lífrænn kjúklingur 1.449 krónur á tilboði hjá henni. „Það væri miklu betra ef þetta væri framleitt á Íslandi,“ segir hún og hvetur framleiðendur til að stíga skref í átt að lífrænni framleiðslu. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
„Markaðurinn hefur áhuga á að kaupa betri vörur hérna heima. Framleiðendur þurfa bara að fara að hlusta á það,“ segir Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Lifandi markaðar. Sala á lífrænum kjúklingi úti í heimi hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, þar á meðal í Skandinavíu. Hér á landi eru slíkir kjúklingar ekki framleiddir og hefur Arndís því þurft að panta þá frosna frá Danmörku fyrir verslun sína. „Það hefur verið tekið ágætlega í þetta. Viðskiptavinir okkar sækjast eftir svona vörum. Ef við myndum auglýsa almennilega er ég viss um að það væri enn meiri áhugi,“ segir Arndís. Hún segir að færri fuglar séu á hvern fermetra í lífrænu ræktuninni en hinni hefðbundu, eða tíu á hvern fermetra í búinu þar sem hún kaupir frosna kjúklinginn á móti nítján sem kjúklingabú hafa leyfi fyrir hér heima. Auk þess eru dönsku kjúklingarnir á lífrænu fóðri, fá að fara út undir bert loft og eru ekki í gluggalausum rýmum. Þeir mega ekki heldur þyngjast meira en 35 grömm á dag. „Þetta eru eðlilegri aðstæður fyrir dýrin og þarna er bæði verið að hugsa um heilnæmi fæðunnar og meðferð dýranna.“ Að sögn Arndísar er meira kjötbragð af lífrænum kjúklingum heldur en venjulegum og mjölbragðið er minna. „Við segjum oft að ódýr matur sé dýrasta blekkingin í dag. Ef þú kaupir lífræna vöru ertu að kaupa vottun um gæði. Fólk er orðið miklu upplýstara um að það er verið að bæta efnum í mat sem það kærir sig ekki um.“ Hún viðurkennir að lífræni kjúklingurinn sem hún selur sé dýrari en hinn hefðbundni. Þannig kostar 1.200 gramma lífrænn kjúklingur 1.449 krónur á tilboði hjá henni. „Það væri miklu betra ef þetta væri framleitt á Íslandi,“ segir hún og hvetur framleiðendur til að stíga skref í átt að lífrænni framleiðslu.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira