Viðskipti innlent

Séreignasjóður til lækkunar á húsnæðislánum

Hægt verður að nýta þá peninga sem fara áttu í séreignarsjóð vegna lífeyrissparnaðar til þess að greiða inn á höfuðstól húsnæðislána.

Ríkissjóður gefur eftir tekjuskatt af allt að 4% iðgjaldi launþega og allt að 2% mótframlagi vinnuveitenda í séreignarlífseyrissparnað gegn því að þeim fjármunum sé varið til inngreiðslna á höfuðstól húsnæðislána. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ákvað að gríða til við að leiðrétta lánin.

Skattleysi takmarkast við 500 þúsund krónur á ári. Úrræðið gildir í þrjú ár og takmarkast aðgerðin við þá sem skulduðu húsnæðislán fyrir 1. desember 2013.

Sá hópur sem hefur þegar fengið niðurfellingar skulda getur nýtt sér skattleysi séreignarlífeyrissparnaðar og þannig gagnast aðgerðin sem flestum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×