Viðskipti innlent

Svona gætu lánin lækkað

Kristján Hjálmarsson skrifar
Á vef forsætisráðuneytisins er gefið upp sýnidæmi um hvernig verðtryggt húsnæðislán gætu lækkað.
Á vef forsætisráðuneytisins er gefið upp sýnidæmi um hvernig verðtryggt húsnæðislán gætu lækkað.
Höfuðstóll láns sem stendur í 22,5 milljónum króna gæti lækkað um allt að þrjár milljónir króna gangi aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag í gegn. Greiðslurbyrðin lækkar úr 109 þúsund krónum á mánuði í tæpar 95 þúsund krónur.

Á vef forsætisráðuneytisins er gefið upp dæmi af því hvernig verðtryggt húsnæðislán gæti lækkað við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt aðgerðaáætluninni verður verðtryggðum lánum skpit í tvo greiðsluhluta: Frumlán og leiðréttingarlán.

Heimilin greiða af frumláninu og greiðslubyrðin lækkar um allt að 13% að meðaltali strax um mitt ár 2014 með beinni niðurfærslu. Lántaki mun bæði bera ábyrgð á frumláninu og leiðréttingarláninu en ríkissjóður mun kaupa upp leiðréttingarlánin fjórum árum.

Ríkissjóður mun ráðstafa um 20 milljörðum króna á ári, 2014-2017, til að kaupa fjórðungshlut árlega af leiðréttingarlánunum af fjármálastofnunum og greiða árlega uppsafnaða vexti og verðbætur af þeim hluta sem keyptur er. Sá hluti leiðréttingarlánanna sem er keyptur verður afskrifaður jafnóðum.

Hér fyrir neðan má kynninguna frá fundinum í dag í heild sinni. Dæmið hér að ofan má finna á síðu 63.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×