Fleiri fréttir Byggingakostnaður stendur nánast í stað Vísitala byggingarkostnaðar, sem reiknuð var um miðjan ágúst 2011, er 110,5 stig. Það er lækkun um 0,2% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,4% og verð á innlendu efni lækkaði um 0,3%. Vísitalan gildir í september 2011, eftir því sem fram kemur á vef Hagstofunnar. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,8%. 22.8.2011 09:05 Aflaverðmætið minnkar um milljarð á milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 56,5 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins 2011 samanborið við 57,6 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um rúman milljarð eða 1,8% á milli ára. 22.8.2011 09:01 OR þarf að afskrifa 785 milljónir vegna Bitru Orkuveita Reykjavíkur (OR) þarf að afskrifa um 785 milljónir kr. verði ekkert af virkjunarframkvæmdum í Bitru á Hengilssvæðinu. 22.8.2011 08:56 Airbus með ráðstefnu á Íslandi Alþjóðlegi flugvélaframleiðandinn Airbus býður flugfélögum í Norður-Evrópu til ráðstefnu Á Íslandi í vikunni. Ráðstefnan er liður í áherslu Airbus á þjónustu við viðskiptavini. 22.8.2011 08:50 Ekki í aðstöðu til að gagnrýna "Það er grafalvarlegt mál þegar hagfræðiprófessor sem ætlar sér að gagnrýna útreikninga biður ekki um útreikninga og skýringar frá samtökunum sjálfum," segir Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. 22.8.2011 08:14 Anna ekki eftirspurn eftir lýsi Eftirspurn eftir þorskalýsi um allan heim hefur aukist svo mikið að Lýsi hf. vantar nú meiri lifur til að anna eftirspurn. Þetta þakka Lýsismenn markvissu markaðsstarfi síðustu ára sem hefur skilað sterkri stöðu fyrirtækisins á erlendum mörkuðum. 22.8.2011 08:12 Dregur úr veltunni á fasteignamarkaði borgarinnar Aðeins hefur dregið úr veltu á fasteignamarkaði borgarinnar. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 84. Hinsvegar hefur 92 samningum verið þinglýst á viku að meðaltali síðustu 12 vikur. 22.8.2011 07:56 ESB setur 20% innflutningstoll á íslenskan makríl Evrópusambandið (ESB) er búið að setja 20% innflutningstolli á allar makríl afurðir íslands til landa innan sambandsins. 22.8.2011 07:49 Gagnaveitan ekki á sölulista Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur telur hagsmunum fyrirtækisins best borgið með því að selja Gagnaveitu Reykjavíkur. Fulltrúi Sjálfstæðismanna í stjórn Orkuveitunnar telur ómögulegt að koma fyrirtækinu á kjöl án þess að Gagnaveitan verði seld. 19.8.2011 19:30 Spáir 5,4% verðbólgu í ágúst Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,6% í ágúst frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga úr 5,0% í 5,4% í þessum mánuði. 19.8.2011 10:59 Arion banki við Hlemm vafinn inn í límband Arion banki, Apear Collective og Urban Utd. munu standa fyrir óvenjulegri uppákomu á Menningarnótt fyrir utan útibú Arion banka við Hlemm. Þar mun listahópurinn Apear Collective umturna svæðinu með hjálp límbands. M.a. mun útibúi Arion banka verða pakkað inn í límband. 19.8.2011 10:44 Seðlabankinn skortseldi ekki Pandóru Seðlabanki Íslands neitar því að hafa stundað skortsölu með hlutabréf í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. 19.8.2011 08:22 Atlantsolía lækkar verð á bensíni og díselolíu Atlantsolía lækkaði eldsneytisverðið í morgun um þrjár krónur. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ástæðuna vera lækkandi olíuverð á heimsmörkuðum. 19.8.2011 08:03 Gengi krónunnar styrkist ekki næstu misserin Vísbendingar eru um að lítið svigrúm sé til staðar til þess að gengi krónunnar styrkist á næstu misserum. Greining Arion banka fjallar um málið í Markaðspunktum sínum og vísar í nýútkomin Peningamál Seðlabankans. 19.8.2011 07:45 Skuldatryggingaálag Íslands lækkar töluvert Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað töluvert að undanförnu og stendur nú í 232 puntkum. Fyrir rúmri viku síðan stóð álagið í 297 punktum og hefur því lækkað um 65 punkta frá þeim tíma. 19.8.2011 07:29 Tómataræktun gæti tvöfaldast á næsta ári Ef áform Geogreenhouse um að reisa 3,3 hektara gróðurhús á næsta ári verða að veruleika þýðir það að tómataræktun á Íslandi mun tvöfaldast, að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda. Öll tómataræktun í landinu fer nú fram á samtals fjórum hekturum. 19.8.2011 00:01 Unnið að því að hleypa aflandskrónum til landsins Unnið er að því að undirbúa að hleypa aflandskrónum í fjárfestingar innanlands, en seðlabankastjóri segir það hafa sett strik í reikninginn að Alþingi hafi enn ekki afgreitt gjaldeyrishaftafrumvarp viðskiptaráðherra. 18.8.2011 18:54 Slitastjórn Glitnis skoðar mál á hendur fyrrverandi starfsmönnum Slitastjórn Glitnis hefur til skoðunar málshöfðanir á hendur fyrrverandi starfsmönnum bankans sem fengu lán til hlutabréfakaupa í gegnum eignarhaldsfélög. Fjárhæðirnar hlaupa á milljörðum króna. Í flestum tilvikum verður erfitt að fá kröfurnar greiddar þar sem persónulegum ábyrgðum er ekki til að dreifa. 18.8.2011 18:30 Telur Seðlabanka Íslands hafa skortselt Pandóru Viðskiptavefsíðan Finanswatch gerir að því skóna að það hafi verið Seðlabanki Íslands sem tók stærstu skortstöðurnar í skartgripaframleiðendanum Pandóru á hlutabréfamarkaðinum í Kaupmannahöfn. Þetta hafi bankinn gert til að verja þá fjármuni sem Seðlabankinn á að fá fyrir FIH bankann en söluverðið var að hluta til bundið við gengi Pandóru. 18.8.2011 11:51 Myntsafn Seðlabankans opið á Menningarnótt Í tilefni af Menningarnótt í Reykjavík á laugardag verður Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns á Kalkofnsvegi 1 opið frá kl. 14:00 til 17:00. 18.8.2011 10:45 Meniga heimilisbókhald í gegnum netbanka Arion banka Viðskiptavinum Arion banka býðst nú aðgangur að Meniga heimilisbókhaldi í gegnum Netbanka Arion banka. Meniga er vefur, sérhannaður til að aðstoða notendur við að stjórna heimilisfjármálunum, setja sér markmið og nýta peningana sína sem best. 18.8.2011 10:41 FME með eftirlit í Sparisjóði Keflavíkur 2009 Fjármálaeftirlitið (FME) setti sérfræðing inn í Sparisjóð Keflavíkur í júní 2009 til að hafa sérstakt eftirlit með sjóðnum. Sérfræðingurinn skilaði reglulegum skýrslum til FME um ástand sjóðsins. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME. 18.8.2011 09:58 Eyraroddi að seljast í tvennu lagi Útgerðarfyrirtækið Lotna hefur gengið frá kaupum á fiskvinnsluhúsi og beitningahúsi sem voru í eigu þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Þar að auki hefur það leigt bátinn Stjána Ebba og allan þann kvóta sem honum fylgir fram að næsta fiskveiðiári sem reyndar hefst eftir um það bil hálfan mánuð. 18.8.2011 08:00 Ríkissjóður réttir áfram úr kútnum Rekstur hins opinbera heldur áfram að rétta úr kútnum. Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 29,7 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins en var neikvætt um 36,5 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra. 18.8.2011 07:25 Reitir II töpuðu 572 milljónum á fyrri helmingi ársins Tap Reita II ehf. á fyrri árshelmingi ársins nam 572 milljónum króna samanborið við 375 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra. 18.8.2011 07:21 Vilja flytja út íslenska tómata Fyrirtækið Geogreenhouse áformar að hefja útflutning á tómötum og miðast hugmyndirnar við að fyrsta sending fari utan í september á næsta ári. Að öllu óbreyttu yrði það þá fyrsta fyrirtækið til að flytja út grænmeti frá Íslandi. Nú þegar hafa náðst samningar við breskt fyrirtæki um markaðssetningu, pökkun og dreifingu tómatana. Gangi áformin eftir verða tómatarnir meðal annars til sölu hjá stórmarkaðakeðjunni Marks og Spencer. 18.8.2011 05:30 Íslensk hönnun í Debenhams Íslensk hönnun verður seinna á þessu ári í fyrsta sinn til sölu í Debenhams erlendis. Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum. 18.8.2011 04:00 HB Grandi með rjómauppgjör á fyrri helmingi ársins Hagnaður HB Granda á fyrri helming ársins nam 15,7 milljónum evra eða um 2,6 milljörðum kr. á gengi dagsins. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 1,4 milljónum evra eða um 230 milljónum kr. 17.8.2011 16:18 SA: Vaxtahækkunin gangi til baka Samtök atvinnulífsins mótmæla harðlega 0,25% vaxtahækkun Seðlabankans og hvetja bankann til þess að draga hana til baka við næstu vaxtaákvörðun. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hækkunin gangi þvert á viðleitni til þess að auka fjárfestingar og hagvöxt í landinu og gerir það erfiðara að ná niður atvinnuleysi og bæta lífskjör almennings. 17.8.2011 13:33 Óskiljanleg vaxtaákvörðun Viðskiptaráð Íslands segir ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti óskiljanlega. Þó ákvörðunin byggi á spám um hækkandi verðbólgu er hún óskiljanleg í ljósi þess að heimili landsins glíma þegar við þungar byrðar, meðal annars vegna nýlegra kjarasamninga og yfirdrifinna skattahækkana. 17.8.2011 11:54 Spáir því að verðbólgan fari í 5,2% í ágúst Greiningardeild Arion banka spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast 5,2% samanborið við 5% í júlí. 17.8.2011 11:25 Enn bíða yfir 8.000 heimili eftir 110% leiðinni Í lok júní sl. höfðu rúmlega 2.600 heimili fengið umsókn sína um niðurfærslu húsnæðislána í 110% veðhlutfall samþykkta og biðu rúmlega 8.100 umsóknir afgreiðslu. 17.8.2011 10:53 Gylfi orðlaus yfir stýrivaxtahækkun Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er nánast orðlaus yfir þeirri ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 0,25 prósent. "Ég er eiginlega bara orðlaus,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að eins og komi fram í greiningu bankans er meginástæða þess að verðbólgan hefur aukist sú, að gengi krónunnar hefur veikst. "Ég fæ ekki séð með hvaða hætti vaxtahækkanir eiga að hjálpa til við það að laga það. Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi, þrátt fyrir að þeir hafi lækkað mikið undanfarin misseri.“ 17.8.2011 10:32 Raungengi krónunnar hefur lækkað stöðugt Raungengi hefur lækkað stöðugt frá því í desember og var tæpum 6% lægra í júlí en þegar það fór hæst í nóvember sl. Veiking krónunnar í upphafi árs er ein helsta ástæða lækkunar raungengisins. Raungengi er því enn mjög lágt í sögulegu samhengi eða 23% lægra en langtímameðaltal. 17.8.2011 10:29 Úttekt á lífeyrissjóðunum lýkur í nóvember Vinnu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóðanna miðar vel. Í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í dag er áætlað að nefndin ljúki störfum næstkomandi nóvember. 17.8.2011 10:27 Vaxtahækkunin í takt við spá greiningar Íslandsbanka Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Íslandsbanka segir að ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur var í takti við þeirra spá. Aðrar opinberar spár gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum. 17.8.2011 10:03 Vilhjálmur: Vaxtahækkunin er óhugguleg Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun sé óhugguleg. Það sé eins og þetta fólk sem stóð að hækkuninni sé að fást við efnahagsmál í einhverju allt öðru landi en Íslandi. 17.8.2011 09:43 Hagvaxtarspá hækkuð í 2,8% þrátt fyrir óvissu Seðlabankinn spáir því nú að meiri vöxtur einka- og samneyslu og kröftugri viðsnúningur atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla gerir það að verkum að er gert ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en í apríl eða 2,8% í stað 2,3%.Þetta muni gerast þrátt fyrir verulega óvissu í efnahagsmálum heimsins. 17.8.2011 09:17 Verðbólguhættan réð vaxtaákvörðun Verðbólguhættan réð því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur í morgun. 17.8.2011 09:09 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða því 3,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,5% og daglánavextir 5,5%. 17.8.2011 09:00 Visitala íbúðaverðs lækkar milli mánaða Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 320,8 stig í júlí 2011 og lækkar um 0,1% frá fyrri mánuði. 17.8.2011 08:17 Markaðsóróinn truflaði gjaldeyrisútboð Seðlabankans Leiða má líkum að því að óróinn sem ríkt hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi haft verulega truflandi áhrif á gjaldeyrisútboð Seðlabankans. 17.8.2011 07:17 Straumur hefur gert upp að fullu við Seðlabankann ALMC hf. áður Straumur greiddi í dag Seðlabanka Íslands 46 milljóna evra, eða um 7,5 milljarða kr. afborgun af veðtryggðu láni. 17.8.2011 06:54 Góð afkoma Landsvirkjunar á fyrri hluta árs Sex mánaða uppgjör Landsvirkjunar var birt í dag undir yfirskriftinni „Góð lausafjárstaða og sterkara sjóðstreymi". Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar telur afkomubatann á fyrri árshelmingi vel viðunandi. Í uppgjörinu segir hann þó að enn vanti upp á að fyrirtækið standist samanburð við erlend raforkufyrirtæki og kröfur erlendra matsfyrirtækja. Áfram verður unnið að því að bæta þær kennitölur. 16.8.2011 16:54 Gengi krónunnar hefur styrkst seinni part sumarsins Gengi krónunnar hefur styrkst þó nokkuð seinni part sumarsins. Í morgun stóð gengisvísitala krónunnar í 216,5 stigum en um miðjan síðasta mánuð var hún komin yfir 220 stig. Styrkingin nemur nær 2%. 16.8.2011 12:31 Sjá næstu 50 fréttir
Byggingakostnaður stendur nánast í stað Vísitala byggingarkostnaðar, sem reiknuð var um miðjan ágúst 2011, er 110,5 stig. Það er lækkun um 0,2% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,4% og verð á innlendu efni lækkaði um 0,3%. Vísitalan gildir í september 2011, eftir því sem fram kemur á vef Hagstofunnar. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,8%. 22.8.2011 09:05
Aflaverðmætið minnkar um milljarð á milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 56,5 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins 2011 samanborið við 57,6 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um rúman milljarð eða 1,8% á milli ára. 22.8.2011 09:01
OR þarf að afskrifa 785 milljónir vegna Bitru Orkuveita Reykjavíkur (OR) þarf að afskrifa um 785 milljónir kr. verði ekkert af virkjunarframkvæmdum í Bitru á Hengilssvæðinu. 22.8.2011 08:56
Airbus með ráðstefnu á Íslandi Alþjóðlegi flugvélaframleiðandinn Airbus býður flugfélögum í Norður-Evrópu til ráðstefnu Á Íslandi í vikunni. Ráðstefnan er liður í áherslu Airbus á þjónustu við viðskiptavini. 22.8.2011 08:50
Ekki í aðstöðu til að gagnrýna "Það er grafalvarlegt mál þegar hagfræðiprófessor sem ætlar sér að gagnrýna útreikninga biður ekki um útreikninga og skýringar frá samtökunum sjálfum," segir Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. 22.8.2011 08:14
Anna ekki eftirspurn eftir lýsi Eftirspurn eftir þorskalýsi um allan heim hefur aukist svo mikið að Lýsi hf. vantar nú meiri lifur til að anna eftirspurn. Þetta þakka Lýsismenn markvissu markaðsstarfi síðustu ára sem hefur skilað sterkri stöðu fyrirtækisins á erlendum mörkuðum. 22.8.2011 08:12
Dregur úr veltunni á fasteignamarkaði borgarinnar Aðeins hefur dregið úr veltu á fasteignamarkaði borgarinnar. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 84. Hinsvegar hefur 92 samningum verið þinglýst á viku að meðaltali síðustu 12 vikur. 22.8.2011 07:56
ESB setur 20% innflutningstoll á íslenskan makríl Evrópusambandið (ESB) er búið að setja 20% innflutningstolli á allar makríl afurðir íslands til landa innan sambandsins. 22.8.2011 07:49
Gagnaveitan ekki á sölulista Orkuveitunnar Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur telur hagsmunum fyrirtækisins best borgið með því að selja Gagnaveitu Reykjavíkur. Fulltrúi Sjálfstæðismanna í stjórn Orkuveitunnar telur ómögulegt að koma fyrirtækinu á kjöl án þess að Gagnaveitan verði seld. 19.8.2011 19:30
Spáir 5,4% verðbólgu í ágúst Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,6% í ágúst frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir eykst 12 mánaða verðbólga úr 5,0% í 5,4% í þessum mánuði. 19.8.2011 10:59
Arion banki við Hlemm vafinn inn í límband Arion banki, Apear Collective og Urban Utd. munu standa fyrir óvenjulegri uppákomu á Menningarnótt fyrir utan útibú Arion banka við Hlemm. Þar mun listahópurinn Apear Collective umturna svæðinu með hjálp límbands. M.a. mun útibúi Arion banka verða pakkað inn í límband. 19.8.2011 10:44
Seðlabankinn skortseldi ekki Pandóru Seðlabanki Íslands neitar því að hafa stundað skortsölu með hlutabréf í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku. 19.8.2011 08:22
Atlantsolía lækkar verð á bensíni og díselolíu Atlantsolía lækkaði eldsneytisverðið í morgun um þrjár krónur. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja ástæðuna vera lækkandi olíuverð á heimsmörkuðum. 19.8.2011 08:03
Gengi krónunnar styrkist ekki næstu misserin Vísbendingar eru um að lítið svigrúm sé til staðar til þess að gengi krónunnar styrkist á næstu misserum. Greining Arion banka fjallar um málið í Markaðspunktum sínum og vísar í nýútkomin Peningamál Seðlabankans. 19.8.2011 07:45
Skuldatryggingaálag Íslands lækkar töluvert Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað töluvert að undanförnu og stendur nú í 232 puntkum. Fyrir rúmri viku síðan stóð álagið í 297 punktum og hefur því lækkað um 65 punkta frá þeim tíma. 19.8.2011 07:29
Tómataræktun gæti tvöfaldast á næsta ári Ef áform Geogreenhouse um að reisa 3,3 hektara gróðurhús á næsta ári verða að veruleika þýðir það að tómataræktun á Íslandi mun tvöfaldast, að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda. Öll tómataræktun í landinu fer nú fram á samtals fjórum hekturum. 19.8.2011 00:01
Unnið að því að hleypa aflandskrónum til landsins Unnið er að því að undirbúa að hleypa aflandskrónum í fjárfestingar innanlands, en seðlabankastjóri segir það hafa sett strik í reikninginn að Alþingi hafi enn ekki afgreitt gjaldeyrishaftafrumvarp viðskiptaráðherra. 18.8.2011 18:54
Slitastjórn Glitnis skoðar mál á hendur fyrrverandi starfsmönnum Slitastjórn Glitnis hefur til skoðunar málshöfðanir á hendur fyrrverandi starfsmönnum bankans sem fengu lán til hlutabréfakaupa í gegnum eignarhaldsfélög. Fjárhæðirnar hlaupa á milljörðum króna. Í flestum tilvikum verður erfitt að fá kröfurnar greiddar þar sem persónulegum ábyrgðum er ekki til að dreifa. 18.8.2011 18:30
Telur Seðlabanka Íslands hafa skortselt Pandóru Viðskiptavefsíðan Finanswatch gerir að því skóna að það hafi verið Seðlabanki Íslands sem tók stærstu skortstöðurnar í skartgripaframleiðendanum Pandóru á hlutabréfamarkaðinum í Kaupmannahöfn. Þetta hafi bankinn gert til að verja þá fjármuni sem Seðlabankinn á að fá fyrir FIH bankann en söluverðið var að hluta til bundið við gengi Pandóru. 18.8.2011 11:51
Myntsafn Seðlabankans opið á Menningarnótt Í tilefni af Menningarnótt í Reykjavík á laugardag verður Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns á Kalkofnsvegi 1 opið frá kl. 14:00 til 17:00. 18.8.2011 10:45
Meniga heimilisbókhald í gegnum netbanka Arion banka Viðskiptavinum Arion banka býðst nú aðgangur að Meniga heimilisbókhaldi í gegnum Netbanka Arion banka. Meniga er vefur, sérhannaður til að aðstoða notendur við að stjórna heimilisfjármálunum, setja sér markmið og nýta peningana sína sem best. 18.8.2011 10:41
FME með eftirlit í Sparisjóði Keflavíkur 2009 Fjármálaeftirlitið (FME) setti sérfræðing inn í Sparisjóð Keflavíkur í júní 2009 til að hafa sérstakt eftirlit með sjóðnum. Sérfræðingurinn skilaði reglulegum skýrslum til FME um ástand sjóðsins. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME. 18.8.2011 09:58
Eyraroddi að seljast í tvennu lagi Útgerðarfyrirtækið Lotna hefur gengið frá kaupum á fiskvinnsluhúsi og beitningahúsi sem voru í eigu þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Þar að auki hefur það leigt bátinn Stjána Ebba og allan þann kvóta sem honum fylgir fram að næsta fiskveiðiári sem reyndar hefst eftir um það bil hálfan mánuð. 18.8.2011 08:00
Ríkissjóður réttir áfram úr kútnum Rekstur hins opinbera heldur áfram að rétta úr kútnum. Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 29,7 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins en var neikvætt um 36,5 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra. 18.8.2011 07:25
Reitir II töpuðu 572 milljónum á fyrri helmingi ársins Tap Reita II ehf. á fyrri árshelmingi ársins nam 572 milljónum króna samanborið við 375 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra. 18.8.2011 07:21
Vilja flytja út íslenska tómata Fyrirtækið Geogreenhouse áformar að hefja útflutning á tómötum og miðast hugmyndirnar við að fyrsta sending fari utan í september á næsta ári. Að öllu óbreyttu yrði það þá fyrsta fyrirtækið til að flytja út grænmeti frá Íslandi. Nú þegar hafa náðst samningar við breskt fyrirtæki um markaðssetningu, pökkun og dreifingu tómatana. Gangi áformin eftir verða tómatarnir meðal annars til sölu hjá stórmarkaðakeðjunni Marks og Spencer. 18.8.2011 05:30
Íslensk hönnun í Debenhams Íslensk hönnun verður seinna á þessu ári í fyrsta sinn til sölu í Debenhams erlendis. Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum. 18.8.2011 04:00
HB Grandi með rjómauppgjör á fyrri helmingi ársins Hagnaður HB Granda á fyrri helming ársins nam 15,7 milljónum evra eða um 2,6 milljörðum kr. á gengi dagsins. Á sama tímabili í fyrra tapaði félagið 1,4 milljónum evra eða um 230 milljónum kr. 17.8.2011 16:18
SA: Vaxtahækkunin gangi til baka Samtök atvinnulífsins mótmæla harðlega 0,25% vaxtahækkun Seðlabankans og hvetja bankann til þess að draga hana til baka við næstu vaxtaákvörðun. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hækkunin gangi þvert á viðleitni til þess að auka fjárfestingar og hagvöxt í landinu og gerir það erfiðara að ná niður atvinnuleysi og bæta lífskjör almennings. 17.8.2011 13:33
Óskiljanleg vaxtaákvörðun Viðskiptaráð Íslands segir ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti óskiljanlega. Þó ákvörðunin byggi á spám um hækkandi verðbólgu er hún óskiljanleg í ljósi þess að heimili landsins glíma þegar við þungar byrðar, meðal annars vegna nýlegra kjarasamninga og yfirdrifinna skattahækkana. 17.8.2011 11:54
Spáir því að verðbólgan fari í 5,2% í ágúst Greiningardeild Arion banka spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs í ágúst. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast 5,2% samanborið við 5% í júlí. 17.8.2011 11:25
Enn bíða yfir 8.000 heimili eftir 110% leiðinni Í lok júní sl. höfðu rúmlega 2.600 heimili fengið umsókn sína um niðurfærslu húsnæðislána í 110% veðhlutfall samþykkta og biðu rúmlega 8.100 umsóknir afgreiðslu. 17.8.2011 10:53
Gylfi orðlaus yfir stýrivaxtahækkun Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er nánast orðlaus yfir þeirri ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 0,25 prósent. "Ég er eiginlega bara orðlaus,“ segir Gylfi í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að eins og komi fram í greiningu bankans er meginástæða þess að verðbólgan hefur aukist sú, að gengi krónunnar hefur veikst. "Ég fæ ekki séð með hvaða hætti vaxtahækkanir eiga að hjálpa til við það að laga það. Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi, þrátt fyrir að þeir hafi lækkað mikið undanfarin misseri.“ 17.8.2011 10:32
Raungengi krónunnar hefur lækkað stöðugt Raungengi hefur lækkað stöðugt frá því í desember og var tæpum 6% lægra í júlí en þegar það fór hæst í nóvember sl. Veiking krónunnar í upphafi árs er ein helsta ástæða lækkunar raungengisins. Raungengi er því enn mjög lágt í sögulegu samhengi eða 23% lægra en langtímameðaltal. 17.8.2011 10:29
Úttekt á lífeyrissjóðunum lýkur í nóvember Vinnu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóðanna miðar vel. Í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í dag er áætlað að nefndin ljúki störfum næstkomandi nóvember. 17.8.2011 10:27
Vaxtahækkunin í takt við spá greiningar Íslandsbanka Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Íslandsbanka segir að ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans um að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur var í takti við þeirra spá. Aðrar opinberar spár gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum. 17.8.2011 10:03
Vilhjálmur: Vaxtahækkunin er óhugguleg Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtahækkun Seðlabankans í morgun sé óhugguleg. Það sé eins og þetta fólk sem stóð að hækkuninni sé að fást við efnahagsmál í einhverju allt öðru landi en Íslandi. 17.8.2011 09:43
Hagvaxtarspá hækkuð í 2,8% þrátt fyrir óvissu Seðlabankinn spáir því nú að meiri vöxtur einka- og samneyslu og kröftugri viðsnúningur atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla gerir það að verkum að er gert ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en í apríl eða 2,8% í stað 2,3%.Þetta muni gerast þrátt fyrir verulega óvissu í efnahagsmálum heimsins. 17.8.2011 09:17
Verðbólguhættan réð vaxtaákvörðun Verðbólguhættan réð því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur í morgun. 17.8.2011 09:09
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verða því 3,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum 4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga 4,5% og daglánavextir 5,5%. 17.8.2011 09:00
Visitala íbúðaverðs lækkar milli mánaða Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 320,8 stig í júlí 2011 og lækkar um 0,1% frá fyrri mánuði. 17.8.2011 08:17
Markaðsóróinn truflaði gjaldeyrisútboð Seðlabankans Leiða má líkum að því að óróinn sem ríkt hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi haft verulega truflandi áhrif á gjaldeyrisútboð Seðlabankans. 17.8.2011 07:17
Straumur hefur gert upp að fullu við Seðlabankann ALMC hf. áður Straumur greiddi í dag Seðlabanka Íslands 46 milljóna evra, eða um 7,5 milljarða kr. afborgun af veðtryggðu láni. 17.8.2011 06:54
Góð afkoma Landsvirkjunar á fyrri hluta árs Sex mánaða uppgjör Landsvirkjunar var birt í dag undir yfirskriftinni „Góð lausafjárstaða og sterkara sjóðstreymi". Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar telur afkomubatann á fyrri árshelmingi vel viðunandi. Í uppgjörinu segir hann þó að enn vanti upp á að fyrirtækið standist samanburð við erlend raforkufyrirtæki og kröfur erlendra matsfyrirtækja. Áfram verður unnið að því að bæta þær kennitölur. 16.8.2011 16:54
Gengi krónunnar hefur styrkst seinni part sumarsins Gengi krónunnar hefur styrkst þó nokkuð seinni part sumarsins. Í morgun stóð gengisvísitala krónunnar í 216,5 stigum en um miðjan síðasta mánuð var hún komin yfir 220 stig. Styrkingin nemur nær 2%. 16.8.2011 12:31