Viðskipti innlent

Meniga heimilisbókhald í gegnum netbanka Arion banka

Viðskiptavinum Arion banka býðst nú aðgangur að Meniga heimilisbókhaldi í gegnum Netbanka Arion banka. Meniga er vefur, sérhannaður til að aðstoða notendur við að stjórna heimilisfjármálunum, setja sér markmið og nýta peningana sína sem best.

Í tilkynningu segir að markmiðið sé að gera heimilisbókhaldið einfalt. Þannig flokkar Meniga sjálfkrafa allar færslur af reikningum og kreditkortum og sýnir niðurstöður á myndrænan hátt. Notendur geta borið útgjöld sín í hverjum útgjaldaflokki saman við útgjöld annarra. Samanburðurinn auðveldar notendum að sjá hvar þeir standa í samanburði við aðra.

Meniga setur sjálfkrafa upp fjárhagsáætlun sem byggir á raunútgjöldum hvers og eins síðasta árið. Meniga aðstoðar þannig notendur við að setja sér raunhæf markmið og fylgja áætlunum sínum eftir.

Arion banki mun hafa þjónustuver sitt opið lengur næstu daga, eða til klukkan 21:00, til að aðstoða nýja Meniga notendur ef einhverjar spurningar vakna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×