Viðskipti innlent

Íslensk hönnun í Debenhams

Hönnun Mörtu Jonsson verður til sölu í Debenhams innan tíðar.
Hönnun Mörtu Jonsson verður til sölu í Debenhams innan tíðar.
Íslensk hönnun verður seinna á þessu ári í fyrsta sinn til sölu í Debenhams erlendis. Debenhams rekur yfir tvö hundruð verslanir í um 25 löndum.

„Hönnun mín fór á heimasíðu Debenhams á föstudegi fyrr í sumar og þeir hringdu í mig á þriðjudegi og vildu fá vörurnar beint inn í búðirnar því þær seldust svo vel,“ segir hönnuðurinn Marta Jonsson. Vor- og sumarlína Mörtu árið 2012 verður fyrsta línan sem verður til sölu í verslunum Debenhams og stefnt er að því að hún komi í verslanir í lok ársins.

- mmf






Fleiri fréttir

Sjá meira


×