Viðskipti innlent

SA: Vaxtahækkunin gangi til baka

Mynd/Pjetur
Samtök atvinnulífsins mótmæla harðlega 0,25% vaxtahækkun Seðlabankans og hvetja bankann til þess að draga hana til baka við næstu vaxtaákvörðun. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hækkunin gangi þvert á viðleitni til þess að auka fjárfestingar og hagvöxt í landinu og gerir það erfiðara að ná niður atvinnuleysi og bæta lífskjör almennings.

Þá segir að miðað við að horfur fari versnandi á árinu 2012 eins og bankinn spáir, sé vaxtahækkunin nú í senn „ótrúleg og óhugguleg og stuðlar að því að viðhalda kreppuástandinu í íslensku atvinnulífi. Rökstuðningur Seðlabankans um nauðsyn vaxtahækkunar á grundvelli aukinnar verðbólgu er afar hæpinn þar sem verðlagshækkanir á fyrri hluta þessa árs eiga sér að stærstum hluta skýringu í þróun verðlags á erlendum mörkuðum, hækkun húsnæðisverðs og slöku gengi íslensku krónunnar,“ segir ennfremur.



Rök SA gegn vaxtahækkuninni má sjá hér í heild sinni.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×