Viðskipti innlent

FME með eftirlit í Sparisjóði Keflavíkur 2009

Fjármálaeftirlitið (FME) setti sérfræðing inn í Sparisjóð Keflavíkur í júní 2009 til að hafa sérstakt eftirlit með sjóðnum. Sérfræðingurinn skilaði reglulegum skýrslum til FME um ástand sjóðsins. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri FME.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að sparisjóðurinn í Keflavík óskaði eftir því að FME tæki sjóðinn yfir í apríl 2010. Nýr sjóður, SpKef, var búinn til og eignir, innstæður og 900 milljóna króna eiginfjárframlag íslenska ríkisins lagt inn í hann. Sá náði ekki að starfa í heilt ár áður en 58 milljarða innstæður, 18 milljarðar í öðrum skuldum og eignir voru færðar til Landsbankans.

Landsbankinn vill meina að eignarsafn SpKef hafi verið stórlega ofmetið og að ríkið þurfi að leggja 38 milljarða króna með því. Viðræður standa nú yfir milli fjármálaráðuneytisins og Landsbankans um hversu mikið af skattfé þarf að fylgja með SpKef inn í Landsbankann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×