Viðskipti innlent

Úttekt á lífeyrissjóðunum lýkur í nóvember

Útektarnefndinni miðar vel.
Útektarnefndinni miðar vel. Mynd/Stefán Karlsson
Vinnu úttektarnefndar Landssamtaka lífeyrissjóðanna miðar vel. Í yfirlýsingu nefndarinnar frá því í dag er áætlað að nefndin ljúki störfum næstkomandi nóvember.

 

Áður var gert ráð fyrir því að nefndi lyki störfum fyrir árslok 2010. Það gekk ekki eftir, en í yfirlýsingunni undirstrikað að um mjög viðamikla úttekt sé að ræða.

 

Nefndin, sem skipuð var í júní á síðasta ári, hefur það hlutverk að gera úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Í yfirlýsingunni er áréttað að Landssamtök lífeyrissjóða hafa engin afskipti haft af vinnu nefndarinnar, þó þau hafi kostað störf hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×