Viðskipti innlent

Seðlabankinn skortseldi ekki Pandóru

Seðlabanki Íslands neitar því að hafa stundað skortsölu með hlutabréf í skartgripaframleiðandanum Pandóru í Danmörku.

Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir að frétt um málið á viðskiptavefnum Finanswatch hafi verið della. Greint var frá fréttinni á visir.is í gærmorgun en samkvæmt henni var gefið í skyn að Seðlabankinn hefði skortselt Pandóru til að tryggja það að bankinn fengi andvirðið fyrir söluna á FIH bankanum að fullu greitt.

Upphæðin sem samið var um við söluna á FIH var að hluta til bundin við gengi Pandóru í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×