Fleiri fréttir

Þjóðverjar stofna fyrirtæki á Íslandi

Þýski flutningarisinn DB Schenker ætlar bráðlega að hefja hér vöruflutningamiðlun á láði og legi í samkeppni við dótturfyrirtæki Eimskips og Samskipa. Skrifstofan hér mun sjá um flutninga með ferskt sjávarfang um allan heim.

Verðmunurinn getur orðið allt að sexfaldur

Árgjöld sem fyrirtæki á Aðalmarkaði greiða Kauphöllinni eru einungis þriðjungur til helmingur af því sem tíðkast í kauphöllum í hinum Norðurlandaríkjunum. Munurinn getur orðið allt að sexfaldur fyrir fyrirtæki á First North-markaðnum. Allt fer þetta eftir stærð fyrirtækjanna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

365 á þriðjungshlut í Birtíngi

Fjölmiðlafyrirtækið 365 eignaðist í janúar 47 prósenta hlut í Hjálmi, móðurfélagi tímaritaútgáfunnar Birtíngs. 365 á nú 30 prósent í Birtíngi í gegnum Hjálm. Viðskiptablaðið greindi frá þessu í gærkvöldi.

Möndlur, hnetur og eik í lokin

The Glenlivet er eitt vinsælasta maltviskí í heimi og eitt það sögufrægasta. Viskíið er til dæmis mest selda maltviskíið í Bandaríkjunum. Einhver kynni að draga þá ályktun að slík framleiðsla gerði að einhvert miðjumoð væri á veigunum. Svo er ekki.

Seðlabankinn vill kaupa krónur

Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum að útboðið sé liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.

Slitastjórn stefnir einnig Sigurjóni Árnassyni

Lögfræðingi Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, var birt stefna í gær samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn bankans. Stefnan tengist tveimur atvikum sem áttu sér stað í aðdraganda falls gamla Landsbankans.

Bláa Lónið fær sérstaka viðurkenningu hjá TripAdvisor

Einn vinsælasti ferðavefur heims, TripAdvisor, hefur veitt Bláa Lóninu sérstaka viðurkenningu fyrir góðan vitnisburð meðlima TripAdvisor.com. Bláa Lónið hlaut að meðaltali fjórar og hálfa stjörnu frá þeim sem lögðu mat á gæði staðanna. Einnig er hlutfall afar góðra umsagna mjög hátt.

Ólíklegt að metárið í fyrra verði slegið hvað vöruskiptin varðar

Greining Íslandsbanka telur ólíklegt að metárið í fyrra, hvað vöruskiptaafgang varðar, verði jafnað þetta árið. Afgangur af vöruskiptum nam 120 milljörðum kr. árið 2010, jafngildi u.þ.b. 8% af vergri landsframleiðslu (VLF) ársins og hafði þá aldrei verið meiri, hvort sem í krónum er talið eða miðað við hlutfall af VLF.

Heildarafli eykst

Sjávarútvegsráðherra hefur tekið ákvörðun um heildarafla á næsta fiskveiðiári. Heildarafli allra fisktegunda, nema ýsu og steinbíts, eykst eða helst óbreyttur.

Rangt að Vigni Rafni hafi verið stefnt vegna máls fyrir hrun

Slitastjórn Landsbanka Íslands hefur ekki stefnt Vigni Rafni Gíslasyni endurskoðanda Landsbankans fyrir hrun eins og fram kom á vb.is í morgun. Dómsmál þar sem slitastjórnin er sóknaraðili og Vignir Rafn varnaraðili, og tekið var fyrir í morgun, snýr að ágreiningi um hvort Vigni Rafni sé skylt að gefa skýrslu og afhenda gögn um tiltekin atriði sem varða Landsbankann.

Gríðarleg tækifæri í vetrarferðamennsku

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið hratt síðastliðinn áratug og orðið ein af grunnstoðum íslensks efnahagslífs. Geirinn glímir hins vegar við það vandamál að vera afar árstíðabundinn, en rúmur helmingur allra ferðamanna kemur hingað á sumrin.

Segist ekki hafa hagnast á falli krónunnar og líkir Agli við ungmey

"Alvarlegasta ásökunin á hendur Exista í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er fullyrðingin um að félagið hafi reynt að hagnast á falli krónunnar“. Þannig hefst grein Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Bakkavarar, þar sem hann ver gjaldmiðlasamninga sem Exista gerði í október árið 2008.

Íslandsbanki Fjármögnun verður Ergo

Íslandsbanki Fjármögnun tekur á morgun upp nafnið Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka. Ergo sérhæfir sig í fjármögnun bifreiða fyrir einstaklinga, og atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila.

Sæstrengur gæti haft áhrif á útgjöld heimila

Rafmagnsreikningur íslenskra heimila gæti orðið sambærilegur við það sem þekkist í Evrópu gangi áætlanir Landsvirkjunar um lagningu sæstrengs héðan og til meginlands álfunnar eftir á næstu árum.

Kortavelta heimilanna jókst um 6,4% milli ára

Kreditkortavelta heimila jókst um 8,7% í janúar–maí í ár miðað við janúar–maí í fyrra. Debetkortavelta jókst um 4,0% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í janúar–maí í ár um 6,4% miðað við janúar–maí í fyrra.

Vöruskiptin 10,6 milljörðum lakari en í fyrra

Fyrstu fimm mánuðina 2011 voru fluttar út vörur fyrir 240,8 milljarða króna en inn fyrir 199,7 milljarða króna. Afgangur var því á vöruskiptum við útlönd sem nam 41,0 milljarði en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 51,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 10,6 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Gistinóttum fjölgaði um 12% milli ára í maí

Gistinætur á hótelum voru 119.500 í maí síðastliðnum og fjölgaði um 12% frá sama tíma í fyrra þegar þær voru 106.400. Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 13% milli ára. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 12% á sama tíma.

Mörg fyrirtæki líkleg á markaðinn í haust

Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á hlutabréfamarkað hér í rúm þrjú ár, eða frá skráningu Skipta, móðurfélagsins Símans á vordögum 2008. Staðan er hvergi jafn slæm á hinum Norðurlöndunum nema í Finnlandi. Þar hefur ekkert nýtt fyrirtæki litið dagsins ljós á aðallista hlutabréfamarkaðs í þrjú ár.

Fjárfestar ósammála matsfyrirtækjum um Ísland

Bloomberg fréttaveitan veltir því fyrir sér afhverju alþjóðlegir fjárfestar séu ósammála stóru matsfyrirtækjunum þremur þegar kemur að trausti á íslenska hagkerfinu. Bent er á velheppnað skuldabréfaútboð ríkissjóðs í vor upp á milljarð dollara þar sem eftirspurnin reyndist tvöfalt meiri en framboðið.

Fyrsta konan í karlafansi Nýherja

„Þetta er mjög skemmtilegt tækifæri. Ég lít samt ekki á þetta sem aðalatriði en tel mikilvægt að visst jafnvægi náist í kynjahlutföllum í fyrirtækjum, enda hefur það sýnt sig að þeim fyrirtækjum sem það gera vegnar yfirleitt betur,“ segir Elsa M. Ágústsdóttir.

Leggst þyngra á lítil fyrirtæki

Greiningardeild Arion banka telur að hækkun veiðigjalds úr 9,5 prósentum í 13,3 prósent af reiknaðri framlegð útgerða á næsta fiskveiðiári muni að öllum líkindum leggjast þyngra á minni fyrirtæki. Þetta kemur fram í Markaðspunktum bankans.

Kaupþingsmenn áfrýja til Hæstaréttar

Helgi Bergs, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi banka, sem héraðsdómur dæmdi á dögunum til að greiða bankanum hundruð milljónir króna vegna láns sem hann tók til hlutabréfa í bankanum, hefur áfrýjað dómnum til hæstaréttar. Málinu var áfrýjað þann 30. júní síðastliðinn, segir Hjörleifur Kvaran, lögmaður Helga.

Fyrstu íbúðahúsin í 14 ár rísa á Þórshöfn

Í síðustu viku gerðust þau tíðindi að tvö hús risu í einni svipan á Þórshöfn. Raðhúsin við Miðholt nr. 9 - 19 voru reist á örstuttum tíma í vikulokin og setja svip á nánasta umhverfi. Það munu vera fjórtán ár síðan síðast var reist íbúðarhús á Þórshöfn.

Vill skoða sameiningu Byggðastofnunnar og sparisjóða

Í nýrri skýrslu um lánastarfsemi Byggðastofnunnar er lagt til að skoðaðir verði sá möguleiki að sameina stofnunina sparisjóðum eða öðrum fjármálafyrirtækjum. Nefndin sem vann skýrsluna telur að enn sé þörf á Byggðastofnun en leggur til ýmsar breytingar á starfseminni.

Raungengi krónunnar lækkar áfram

Raungengi íslensku krónunnar heldur áfram að lækka eins og það hefur raunar stöðugt gert á milli mánaða frá því í nóvember á síðasta ári.

Reglur um kaupauka gætu veikt fjármálafyrirtækin

Fjármálaeftirlitið kynnti í gær reglur sem takmarka möguleika fjármálafyrirtækja á að greiða starfsmönnum kaupauka. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að kaupaukakerfin sem hafi verið við lýði hér á landi og annarsstaðar hafi alls ekki verið í lagi. Hann segir hins vegar að nýju reglurnar geti veikt stöðu fjármálafyrirtækja.

FME beitir Byr dagsektum

Fjármálaeftirlitið (FME) beitir Byr dagsektum vegna brot bankans á reglum um skil ársreikninga. Samkvæmt reglum hefði Byr átt að skila inn ársreikningi fyrir síðasta starfsár í mars.

Fjöldi ferðamanna með skipum þrefaldast á tíu árum

Fjöldi ferðamanna með skemmtiferðaskipum til landsins hefur nær þrefaldast frá árinu 2000. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála hefur tekið saman um komur skemmtiferðaskipa til Íslands árin 2000 til 2010.

Samkeppniseftirlitið sektar Forlagið um 25 milljónir

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 25 milljón kr. stjórnvald á Forlagið ehf. Telur Samkeppniseftirlitið að Forlagið hafi brotið gegn þeim skilyrðum sem eftirlitið setti Forlaginu árið 2008 þegar Forlagið var stofnað með samruna JPV útgáfu og Vegamóta.

Hærri vextir magna kreppuna

Hækkun vaxta myndi magna skuldakreppu fyrirtækja og heimila, valda auknum fjölda gjaldþrota og meiri óróa á vinnumarkaði. Þetta segir í grein sem Gylfi Zoëga, prófessor við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, ritar í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar.

Mest verðmæti í málmunum

Málmar voru verðmætasta framleiðsluvaran hér á landi árið 2010, en verðmæti þeirra nam 37,1 prósenti af heildarverðmæti framleiðsluvara það ár. Fiskafurðir komu næstar, en verðmæti þeirra nam 32,5 prósentum af heildarverðmætinu.

Reykjavíkurborg greiði Brimborg 135 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Reykjavíkurborg til að greiða bílaumboðinu Brimborg 135 milljónir króna með dráttarvöxtum gegn því að Brimborg skilaði lóð við Lækjarmel í Reykjavík og byggingarrétti sem fylgdi lóðinni.

Kaupþing selur Lehman Brothers bréfin

Skilanefnd Kaupþings hefur selt skuldabréf gefin út af Lehman Brothers og fékkst a.m.k. 30% af nafnverði bréfanna í sölunni. Bréfin fékk skilanefndin í hendur eftir samkomulag við viðskiptavini Acta Kapitalforvalting í Svíþjóð sem keyptu bréfin upphaflega með lánum frá Kaupþingi í Svíþjóð.

Sjá næstu 50 fréttir