Samkeppniseftirlitið sektar Forlagið um 25 milljónir 5. júlí 2011 08:53 Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi og útgáfustjóri Forlagsins. Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 25 milljón kr. stjórnvald á Forlagið ehf. Telur Samkeppniseftirlitið að Forlagið hafi brotið gegn þeim skilyrðum sem eftirlitið setti Forlaginu árið 2008 þegar Forlagið var stofnað með samruna JPV útgáfu og Vegamóta. Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að eftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun sinni að Forlagið ehf. hafi brotið skilyrði ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2008. Forlagið varð til árið 2008 með samruna tveggja fyrirtækja, þ.e. JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. „Samkeppniseftirlitið sá meinbugi á samrunanum, en samrunaaðilar gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið í febrúar 2008 til þess að samruninn gæti átt sér stað og Forlagið orðið til. Tók Forlagið þátt í því að móta skilyrði sem ætlað var að draga úr samkeppnishamlandi áhrifum samrunans og félagið taldi sig geta starfað eftir. Forlagið hefur nú brotið gegn þessum skilyrðum. Samkeppniseftirlitið leggur 25 m.kr. stjórnvaldssekt á Forlagið af þeim sökum," segir á vefsíðunni. „Forlagið braut gegn skilyrði sem kveður á um bann við birtingu leiðbeinandi endursöluverðs til smásala. Forlagið braut einnig gegn skilyrði um að Forlaginu sé óheimilt að veita endurseljendum afslátt frá heildsöluverði bóka sinna nema Forlagið geti með óyggjandi hætti sýnt fram á kostnaðarlegt hagræði af viðskiptunum og að hagræðið sé í samræmi við afsláttinn. Gögn málsins leiddu í ljós að fyrir jólin 2009 hafi Forlagið birt smásöluaðilum leiðbeinandi endursöluverð ýmist á pöntunar- og skráningarblöðum sem fylgdu bókasendingum til endursöluaðila eða í vefverslun sinni á heimasíðu félagsins. Lögum samkvæmt ber Forlaginu, sem smásöluaðila, að birta í vefverslun sinni endanlegt verð til neytenda eða með öðrum orðum það verð sem neytendur þurfa að greiða vilji þeir kaupa vöruna. Í staðinn birti Forlagið tvenns konar verð, annars vegar smásöluverð (leiðbeinandi endursöluverð) og hins vegar afsláttarverð, en afsláttarverðið er það verð sem neytendur þurfa að greiða vilji þeir kaupa vöruna (endanlegt verð). Þá gat Forlagið ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að afsláttarkjör til endursöluaðila hafi verið veitt á grundvelli kostnaðarlegs hagræðis, en kveðið var á um það í skilyrðum sáttarinnar sem Forlagið tók þátt í að móta og gekkst undir árið 2008. Þá var það einnig skilyrði fyrir samrunanum að samræmi þyrfti að vera á milli afsláttarkjara og þess kostnaðarlega hagræðis sem hlytist af viðskiptunum. Skilyrði um kostnaðarlegt hagræði að baki afsláttarkjörum var til þess gert að tryggja jafnræði endursöluaðila gagnvart hinu nýja markaðsráðandi félagi sem stofnaðist með samrunanum 2008. Ennfremur var það mat Samkeppniseftirlitsins að meiri munur væri á þeim afsláttarkjörum sem Forlagið veitti viðskiptavinum sínum en hægt væri að réttlæta með rökum um kostnaðarlegt hagræði eða með öðrum orðum að Forlagið hafi ekki gætt jafnræðis milli viðskiptavina sinna við veitingu afsláttarkjara." Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 25 milljón kr. stjórnvald á Forlagið ehf. Telur Samkeppniseftirlitið að Forlagið hafi brotið gegn þeim skilyrðum sem eftirlitið setti Forlaginu árið 2008 þegar Forlagið var stofnað með samruna JPV útgáfu og Vegamóta. Fjallað er um málið á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að eftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun sinni að Forlagið ehf. hafi brotið skilyrði ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2008. Forlagið varð til árið 2008 með samruna tveggja fyrirtækja, þ.e. JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. „Samkeppniseftirlitið sá meinbugi á samrunanum, en samrunaaðilar gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið í febrúar 2008 til þess að samruninn gæti átt sér stað og Forlagið orðið til. Tók Forlagið þátt í því að móta skilyrði sem ætlað var að draga úr samkeppnishamlandi áhrifum samrunans og félagið taldi sig geta starfað eftir. Forlagið hefur nú brotið gegn þessum skilyrðum. Samkeppniseftirlitið leggur 25 m.kr. stjórnvaldssekt á Forlagið af þeim sökum," segir á vefsíðunni. „Forlagið braut gegn skilyrði sem kveður á um bann við birtingu leiðbeinandi endursöluverðs til smásala. Forlagið braut einnig gegn skilyrði um að Forlaginu sé óheimilt að veita endurseljendum afslátt frá heildsöluverði bóka sinna nema Forlagið geti með óyggjandi hætti sýnt fram á kostnaðarlegt hagræði af viðskiptunum og að hagræðið sé í samræmi við afsláttinn. Gögn málsins leiddu í ljós að fyrir jólin 2009 hafi Forlagið birt smásöluaðilum leiðbeinandi endursöluverð ýmist á pöntunar- og skráningarblöðum sem fylgdu bókasendingum til endursöluaðila eða í vefverslun sinni á heimasíðu félagsins. Lögum samkvæmt ber Forlaginu, sem smásöluaðila, að birta í vefverslun sinni endanlegt verð til neytenda eða með öðrum orðum það verð sem neytendur þurfa að greiða vilji þeir kaupa vöruna. Í staðinn birti Forlagið tvenns konar verð, annars vegar smásöluverð (leiðbeinandi endursöluverð) og hins vegar afsláttarverð, en afsláttarverðið er það verð sem neytendur þurfa að greiða vilji þeir kaupa vöruna (endanlegt verð). Þá gat Forlagið ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að afsláttarkjör til endursöluaðila hafi verið veitt á grundvelli kostnaðarlegs hagræðis, en kveðið var á um það í skilyrðum sáttarinnar sem Forlagið tók þátt í að móta og gekkst undir árið 2008. Þá var það einnig skilyrði fyrir samrunanum að samræmi þyrfti að vera á milli afsláttarkjara og þess kostnaðarlega hagræðis sem hlytist af viðskiptunum. Skilyrði um kostnaðarlegt hagræði að baki afsláttarkjörum var til þess gert að tryggja jafnræði endursöluaðila gagnvart hinu nýja markaðsráðandi félagi sem stofnaðist með samrunanum 2008. Ennfremur var það mat Samkeppniseftirlitsins að meiri munur væri á þeim afsláttarkjörum sem Forlagið veitti viðskiptavinum sínum en hægt væri að réttlæta með rökum um kostnaðarlegt hagræði eða með öðrum orðum að Forlagið hafi ekki gætt jafnræðis milli viðskiptavina sinna við veitingu afsláttarkjara."
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira