Reglur um kaupauka gætu veikt fjármálafyrirtækin Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júlí 2011 11:00 Það ríkir samkeppni um starfsfólk í fjármálageiranum. Mynd/ Getty. Fjármálaeftirlitið kynnti í gær reglur sem takmarka möguleika fjármálafyrirtækja á að greiða starfsmönnum kaupauka. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að kaupaukakerfin sem hafi verið við lýði hér á landi og annarsstaðar hafi alls ekki verið í lagi. Hann segir hins vegar að nýju reglurnar geti veikt stöðu fjármálafyrirtækja. Guðjón bendir sem dæmi á að fjármálageirinn sé eina starfsgreinin sem er með þessar hömlur. Aðrar greinar sæki eftir starfsfólki í fjármálageirann. „Við vitum til dæmis að útflutningsgreinum hefur gengið vel vegna stöðu krónunnar og sækir í starfsfólk úr fjármálageiranum," segir Guðjón. Þá segir Guðjón mikilvægt að fjármálafyrirtæki geti líkt og fyrirtæki í öðrum starfsgreinum umbunað starfsfólki sínu með öðru en grunnlaunum. Það er þrennt í reglum Fjármálaeftirlitsins sem Samtök fjármálafyrirtækja gera meginathugasemdir við. Í fyrsta lagi að kaupauki megi ekki vera hærri en 25% af grunnlaunum. Samtök fjármálafyrirtækja bentu á að lagagrunnur þessarar reglu renni út um næstu áramót og eðlilegt að reglur Fjármálaeftirlitsins tækju mið af því. Með þessari reglu sé líka gengið lengra en í nágrannaríkjum. Danir og fleiri hafi útfært reglur sem séu ekki eins stífar og þetta. Þá gera reglurnar jafnframt ráð fyrir því að ekki sé hægt að greiða kaupauka þeim sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu. „Við gerðum tillögu að breytingu sem ekki miða að svona útilokun," segir Guðjón. Hann bendir á að víða í Evrópu sé gert ráð fyrir að það sé hægt að greiða þessum aðilum umbun. Þeir séu ekki útilokaðir. „Enda getur það haft þau áhrif að aðilar, sem vinna þessi mikilvægu störf, sækist í að fara úr þessum deildum og komast í deildir eða önnur fyrirtæki þar sem þeir eigi möguleika á svona umbun. Ekki var tekið tillit til þessara athugasemda Samtaka fjármálafyrirtækja. Í þriðja lagi töldu Samtök fjármálafyrirtækja eðlilegt að gera ráð fyrir því að hægt væri að greiða starfsmönnum út kaupauka sem næmi því sem samsvaraði innan við einum mánaðalaunum. Guðjón segir að tekið hafi verið tillit til þessara athugasemda og heimilt sé að greiða kaupauka sem nemi allt að 10% af árslaunum. „Þetta getur verið mikilvægt fyrir hinn almenna starfsmann, þjónustufulltrúa eða hvað sem er," segir Guðjón. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið kynnti í gær reglur sem takmarka möguleika fjármálafyrirtækja á að greiða starfsmönnum kaupauka. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að kaupaukakerfin sem hafi verið við lýði hér á landi og annarsstaðar hafi alls ekki verið í lagi. Hann segir hins vegar að nýju reglurnar geti veikt stöðu fjármálafyrirtækja. Guðjón bendir sem dæmi á að fjármálageirinn sé eina starfsgreinin sem er með þessar hömlur. Aðrar greinar sæki eftir starfsfólki í fjármálageirann. „Við vitum til dæmis að útflutningsgreinum hefur gengið vel vegna stöðu krónunnar og sækir í starfsfólk úr fjármálageiranum," segir Guðjón. Þá segir Guðjón mikilvægt að fjármálafyrirtæki geti líkt og fyrirtæki í öðrum starfsgreinum umbunað starfsfólki sínu með öðru en grunnlaunum. Það er þrennt í reglum Fjármálaeftirlitsins sem Samtök fjármálafyrirtækja gera meginathugasemdir við. Í fyrsta lagi að kaupauki megi ekki vera hærri en 25% af grunnlaunum. Samtök fjármálafyrirtækja bentu á að lagagrunnur þessarar reglu renni út um næstu áramót og eðlilegt að reglur Fjármálaeftirlitsins tækju mið af því. Með þessari reglu sé líka gengið lengra en í nágrannaríkjum. Danir og fleiri hafi útfært reglur sem séu ekki eins stífar og þetta. Þá gera reglurnar jafnframt ráð fyrir því að ekki sé hægt að greiða kaupauka þeim sem starfa við áhættustýringu, innri endurskoðun eða regluvörslu. „Við gerðum tillögu að breytingu sem ekki miða að svona útilokun," segir Guðjón. Hann bendir á að víða í Evrópu sé gert ráð fyrir að það sé hægt að greiða þessum aðilum umbun. Þeir séu ekki útilokaðir. „Enda getur það haft þau áhrif að aðilar, sem vinna þessi mikilvægu störf, sækist í að fara úr þessum deildum og komast í deildir eða önnur fyrirtæki þar sem þeir eigi möguleika á svona umbun. Ekki var tekið tillit til þessara athugasemda Samtaka fjármálafyrirtækja. Í þriðja lagi töldu Samtök fjármálafyrirtækja eðlilegt að gera ráð fyrir því að hægt væri að greiða starfsmönnum út kaupauka sem næmi því sem samsvaraði innan við einum mánaðalaunum. Guðjón segir að tekið hafi verið tillit til þessara athugasemda og heimilt sé að greiða kaupauka sem nemi allt að 10% af árslaunum. „Þetta getur verið mikilvægt fyrir hinn almenna starfsmann, þjónustufulltrúa eða hvað sem er," segir Guðjón.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun