Mörg fyrirtæki líkleg á markaðinn í haust Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 6. júlí 2011 09:00 Páll Harðarson Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á hlutabréfamarkað hér í rúm þrjú ár, eða frá skráningu Skipta, móðurfélagsins Símans á vordögum 2008. Staðan er hvergi jafn slæm á hinum Norðurlöndunum nema í Finnlandi. Þar hefur ekkert nýtt fyrirtæki litið dagsins ljós á aðallista hlutabréfamarkaðs í þrjú ár. Væntingar voru uppi um að fyrsta fyrirtækið liti dagsins ljós í Kauphöllinni um mánaðamótin. Af því varð ekki. Búist er við að Arion Banki og Landsbankinn setji Haga og fjárfestingarfélagið Horn á markað í haust. Þá stóð Kauphöllin nýverið fyrir fræðslufundi, um þýðingu þess að vera skráð félag, fyrir fimmtíu forsvarsmenn rúmlega tuttugu fyrirtækja. Búist er við að það skili sér í holskeflu skráninga í haust. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir hlutina geta gengið hraðar fyrir sig. Ástæðan liggi að hluta til hjá bönkunum sem haldi í fyrirtæki sem þeir eigi að hluta eða öllu leyti lengur en þurfa þykir. „Við tökum heilshugar undir það sem hefur komið fram hjá Samkeppniseftirlitinu um að það eru kerfislægir hvatar hjá bönkunum sem toga í ranga átt og tefja fyrir endurskipulagningu fyrirtækja og endurreisn atvinnulífsins. Við tökum einnig undir meðmæli OECD sem hefur mælt með því að eiginfjárkrafa bankanna miðaðist við upprunalegt virði lána frekar en niðurfært virði þeirra. Það myndi skapa hvata til að klára endurskipulagninguna og koma þessum eignum úr bókum bankanna," segir hann og bendir á að á meðan gjaldeyrishöft eru í gildi sé fátt sem ýti við bönkunum. Viðmælendur Fréttablaðsins taka undir gagnrýni Páls að hluta. Nokkrir þeirra sem blaðið hefur rætt við benda jafnframt á að skráning á hlutabréfamarkað henti stærri fyrirtækjum betur en smærri. Allt umstang og umsýsla við skráningu sé kostnaðarsamt auk þess sem kostnaður hér sé hár miðað við aðrar kauphallir á Norðurlöndunum. „Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að vera skráð í Kauphöll," segir frumkvöðullinn Frosti Sigurjónsson. Hann hefur ásamt Erni Þórðarsyni lagt grunninn að vettvangi fyrir eigendur og hluthafa óskráðra sprotafyrirtækja til að kynna fyrirtæki sín sem fjárfestingarkost. Viðræður hafa átt sér stað við banka, fjármálafyrirtæki og miðlara sem hafa tekið vel í hugmyndina. Vettvangurinn keppir ekki við Kauphöllina heldur er hann hugsaður til að tengja saman fyrirtæki, miðlara og fjárfesta, að sögn Frosta. „Það er til fullt af fyrirtækjum sem eru góðir fjárfestingarkostir ef einhver vissi af þeim," segir hann og bendir á að vettvangurinn geti nýst þeim fyrirtækjum vel sem síðar meir vilji fara á hlutabréfamarkað. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á hlutabréfamarkað hér í rúm þrjú ár, eða frá skráningu Skipta, móðurfélagsins Símans á vordögum 2008. Staðan er hvergi jafn slæm á hinum Norðurlöndunum nema í Finnlandi. Þar hefur ekkert nýtt fyrirtæki litið dagsins ljós á aðallista hlutabréfamarkaðs í þrjú ár. Væntingar voru uppi um að fyrsta fyrirtækið liti dagsins ljós í Kauphöllinni um mánaðamótin. Af því varð ekki. Búist er við að Arion Banki og Landsbankinn setji Haga og fjárfestingarfélagið Horn á markað í haust. Þá stóð Kauphöllin nýverið fyrir fræðslufundi, um þýðingu þess að vera skráð félag, fyrir fimmtíu forsvarsmenn rúmlega tuttugu fyrirtækja. Búist er við að það skili sér í holskeflu skráninga í haust. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir hlutina geta gengið hraðar fyrir sig. Ástæðan liggi að hluta til hjá bönkunum sem haldi í fyrirtæki sem þeir eigi að hluta eða öllu leyti lengur en þurfa þykir. „Við tökum heilshugar undir það sem hefur komið fram hjá Samkeppniseftirlitinu um að það eru kerfislægir hvatar hjá bönkunum sem toga í ranga átt og tefja fyrir endurskipulagningu fyrirtækja og endurreisn atvinnulífsins. Við tökum einnig undir meðmæli OECD sem hefur mælt með því að eiginfjárkrafa bankanna miðaðist við upprunalegt virði lána frekar en niðurfært virði þeirra. Það myndi skapa hvata til að klára endurskipulagninguna og koma þessum eignum úr bókum bankanna," segir hann og bendir á að á meðan gjaldeyrishöft eru í gildi sé fátt sem ýti við bönkunum. Viðmælendur Fréttablaðsins taka undir gagnrýni Páls að hluta. Nokkrir þeirra sem blaðið hefur rætt við benda jafnframt á að skráning á hlutabréfamarkað henti stærri fyrirtækjum betur en smærri. Allt umstang og umsýsla við skráningu sé kostnaðarsamt auk þess sem kostnaður hér sé hár miðað við aðrar kauphallir á Norðurlöndunum. „Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að vera skráð í Kauphöll," segir frumkvöðullinn Frosti Sigurjónsson. Hann hefur ásamt Erni Þórðarsyni lagt grunninn að vettvangi fyrir eigendur og hluthafa óskráðra sprotafyrirtækja til að kynna fyrirtæki sín sem fjárfestingarkost. Viðræður hafa átt sér stað við banka, fjármálafyrirtæki og miðlara sem hafa tekið vel í hugmyndina. Vettvangurinn keppir ekki við Kauphöllina heldur er hann hugsaður til að tengja saman fyrirtæki, miðlara og fjárfesta, að sögn Frosta. „Það er til fullt af fyrirtækjum sem eru góðir fjárfestingarkostir ef einhver vissi af þeim," segir hann og bendir á að vettvangurinn geti nýst þeim fyrirtækjum vel sem síðar meir vilji fara á hlutabréfamarkað.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira