Kaupþing selur Lehman Brothers bréfin 4. júlí 2011 14:18 Skilanefnd Kaupþings hefur selt skuldabréf gefin út af Lehman Brothers og fékkst a.m.k. 30% af nafnverði bréfanna í sölunni. Bréfin fékk skilanefndin í hendur eftir samkomulag við viðskiptavini Acta Kapitalforvalting í Svíþjóð sem keyptu bréfin upphaflega með lánum frá Kaupþingi í Svíþjóð. Fjallað er um málið í uppfærðri skýrslu skilanefndarinnar til kröfuhafa bankans fyrir júnímánuð. Þegar Kaupþing fékk bréfin aftur í hendur fyrir meir en ári síðan var óljóst hvert virði þeirra var en risavaxið gjaldþrot Lehman Brothers haustið 2008 er oft talið marka upphafið að fjármálakreppunni sem síðan reið yfir heiminn. Um tíma var talið að verðmæti skuldabréfanna væri aðeins 10% af nafnverði. Skilanefndin hefur síðan fylgst náið með verðþróuninni á þessum bréfum og í vor var ákveðið að fá Morgan Stanley til þess að sjá um sölu þeirra til fjárfesta. Þeirri sölu er nú lokið. Upphaf málsins má rekja til þess að nokkru fyrir fall Lehman Brothers keyptu efnaðir Svíar skuldabréf í bankanum í gegnum Acta en með láni frá Kaupþingi . Alls var um 3.300 Svía að ræða og lánin sem þeir tóku til kaupanna námu allt að 350.000 sænskum kr. á einstakling. Heildarupphæðin nam um 1,3 milljörðum sænskra kr. Kaupþing gerði þessum viðskiptavinum tilboð fyrr í vetur um að þeir greiddu 60% af eftirstöðvum lánanna og afhentu Kaupþingi Lehman skuldabréfin. Einnig féllu þeir frá rétti til að lögsækja bankann eða Acta vegna viðskiptanna. Um 85% Svíanna tóku tilboðinu en þeir skulduðu samtals milljarð sænskra kr. hjá Kaupþingi sem fékk því 600 milljónir sænskra kr. endurgreiddar eða um 11 milljarða kr. Í skýrslu skilanefndarinnar er ekki greint frá því hve mikið fé hafi fengist fyrir skuldabréfin en reikna má út að nefndin komi næstum út á sléttu eða jafnvel með hagnað af þessum viðskiptum. Í frétt á visir.is af þessu máli í mars í fyrra segir að þeir sem ekki hafi tekið tilboði Kaupþings ætli sér í hópmálssókn gegn Acta og Kaupþingi vegna málsins. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings hefur selt skuldabréf gefin út af Lehman Brothers og fékkst a.m.k. 30% af nafnverði bréfanna í sölunni. Bréfin fékk skilanefndin í hendur eftir samkomulag við viðskiptavini Acta Kapitalforvalting í Svíþjóð sem keyptu bréfin upphaflega með lánum frá Kaupþingi í Svíþjóð. Fjallað er um málið í uppfærðri skýrslu skilanefndarinnar til kröfuhafa bankans fyrir júnímánuð. Þegar Kaupþing fékk bréfin aftur í hendur fyrir meir en ári síðan var óljóst hvert virði þeirra var en risavaxið gjaldþrot Lehman Brothers haustið 2008 er oft talið marka upphafið að fjármálakreppunni sem síðan reið yfir heiminn. Um tíma var talið að verðmæti skuldabréfanna væri aðeins 10% af nafnverði. Skilanefndin hefur síðan fylgst náið með verðþróuninni á þessum bréfum og í vor var ákveðið að fá Morgan Stanley til þess að sjá um sölu þeirra til fjárfesta. Þeirri sölu er nú lokið. Upphaf málsins má rekja til þess að nokkru fyrir fall Lehman Brothers keyptu efnaðir Svíar skuldabréf í bankanum í gegnum Acta en með láni frá Kaupþingi . Alls var um 3.300 Svía að ræða og lánin sem þeir tóku til kaupanna námu allt að 350.000 sænskum kr. á einstakling. Heildarupphæðin nam um 1,3 milljörðum sænskra kr. Kaupþing gerði þessum viðskiptavinum tilboð fyrr í vetur um að þeir greiddu 60% af eftirstöðvum lánanna og afhentu Kaupþingi Lehman skuldabréfin. Einnig féllu þeir frá rétti til að lögsækja bankann eða Acta vegna viðskiptanna. Um 85% Svíanna tóku tilboðinu en þeir skulduðu samtals milljarð sænskra kr. hjá Kaupþingi sem fékk því 600 milljónir sænskra kr. endurgreiddar eða um 11 milljarða kr. Í skýrslu skilanefndarinnar er ekki greint frá því hve mikið fé hafi fengist fyrir skuldabréfin en reikna má út að nefndin komi næstum út á sléttu eða jafnvel með hagnað af þessum viðskiptum. Í frétt á visir.is af þessu máli í mars í fyrra segir að þeir sem ekki hafi tekið tilboði Kaupþings ætli sér í hópmálssókn gegn Acta og Kaupþingi vegna málsins.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira