Samkeppniseftirlitið sektar gamla Landsbankann um 40 milljónir 5. júlí 2011 10:31 Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 40 milljón kr. stjórnvaldssekt á Landsbanka Íslands hf. vegna brota á samrunaákvæðum samkeppnislaga. Í tilkynningu segir að Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun að Landsbanki Íslands hf. (LÍ (gamli Landsbankinn)) hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Í samkeppnislögum er lagt bann við því að samruni komi til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, nema til komi sérstakt leyfi Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt er skylt að tilkynna samruna til eftirlitsins. Er þessari reglu ætlað að tryggja að samrunaákvæði samkeppnislaga nái markmiði sínu. Er sérstaklega gert ráð fyrir því í samkeppnislögum að lögð séu viðurlög á fyrirtæki sem brjóta gegn þessari reglu. Brot LÍ fólst í því að taka yfir sex félög, sem áður voru í eigu Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf., og selja öll félögin, að einu undanskildu, til þriðja aðila, sjá ákvörðun nr. 23/2011. Þetta gerði LÍ áður hann tilkynnti Samkeppniseftirlitinu um yfirtökur sínar á félögunum og um sölu á þeim. LÍ braut því gegn skyldu til að tilkynna um samruna skv. samkeppnislögum og banni við að framkvæma samruna áður Samkeppniseftirlitið fjallar um hann. Átti þetta sér stað á árunum 2009 og 2010. Samkeppniseftirlitinu varð kunnugt um þessa gerninga á árinu 2010. Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið að hæfilegt sé að sekta LÍ um 40 milljónir kr. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá 9. júní sl., Samkeppni eftir hrun, er greint frá því að fjárhagsleg endurskipulagning skuldsettra fyrirtækja gangi of hægt og geti það haft slæm áhrif á samkeppni og atvinnustarfsemi. Til að hraða þessu ferli er m.a. nauðsynlegt að fjármálastofnanir og aðrir aðilar virði ákvæði samkeppnislaga. Í apríl 2009 var gert samkomulag milli LÍ, Magnúsar Kristinssonar, Smáeyjar ehf. og tengdra félaga sem fól í sér að LÍ tæki yfir hlutabréf Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf. í tilteknum félögum. Bergey eignarhaldsfélag ehf. var þá að fullu í eigu Smáeyjar ehf. Samkvæmt samkomulaginu yfirtók LÍ hlutabréf í eftirfarandi félögum: Bílaleigu Flugleiða ehf. Toyota á Íslandi hf. M. Kristinssyni ehf. Pizza-Pizza ehf. Sólningu Kópavogi ehf. Bergey fasteignafélagi ehf. Kaupsamningur um yfirtöku LÍ á félögunum var síðan gerður þann 1. júlí 2009. Samkvæmt LÍ var yfirtakan liður í fullnustugerð á hendur fyrrnefndum aðilum. Félögin M. Kristinsson ehf., Sólning Kópavogi ehf. og Bergey fasteignafélag ehf. voru síðan öll seld eignarhaldsfélaginu Bifreiðar ehf. þann 4. ágúst 2009. Sama dag seldi LÍ jafnframt félagið Pizza Pizza ehf. til eignarhaldsfélagsins Pizzasmiðjunnar ehf. Bílaleiga Flugleiða var svo seld félaginu Norðurlöndin ehf. þann 26. febrúar 2010. Tilkynning LÍ til Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku á dótturfélögum Bergeyjar eignarhaldfélags ehf. er dagsett 16. júní 2010. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 40 milljón kr. stjórnvaldssekt á Landsbanka Íslands hf. vegna brota á samrunaákvæðum samkeppnislaga. Í tilkynningu segir að Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun að Landsbanki Íslands hf. (LÍ (gamli Landsbankinn)) hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Í samkeppnislögum er lagt bann við því að samruni komi til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, nema til komi sérstakt leyfi Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt er skylt að tilkynna samruna til eftirlitsins. Er þessari reglu ætlað að tryggja að samrunaákvæði samkeppnislaga nái markmiði sínu. Er sérstaklega gert ráð fyrir því í samkeppnislögum að lögð séu viðurlög á fyrirtæki sem brjóta gegn þessari reglu. Brot LÍ fólst í því að taka yfir sex félög, sem áður voru í eigu Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf., og selja öll félögin, að einu undanskildu, til þriðja aðila, sjá ákvörðun nr. 23/2011. Þetta gerði LÍ áður hann tilkynnti Samkeppniseftirlitinu um yfirtökur sínar á félögunum og um sölu á þeim. LÍ braut því gegn skyldu til að tilkynna um samruna skv. samkeppnislögum og banni við að framkvæma samruna áður Samkeppniseftirlitið fjallar um hann. Átti þetta sér stað á árunum 2009 og 2010. Samkeppniseftirlitinu varð kunnugt um þessa gerninga á árinu 2010. Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið að hæfilegt sé að sekta LÍ um 40 milljónir kr. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá 9. júní sl., Samkeppni eftir hrun, er greint frá því að fjárhagsleg endurskipulagning skuldsettra fyrirtækja gangi of hægt og geti það haft slæm áhrif á samkeppni og atvinnustarfsemi. Til að hraða þessu ferli er m.a. nauðsynlegt að fjármálastofnanir og aðrir aðilar virði ákvæði samkeppnislaga. Í apríl 2009 var gert samkomulag milli LÍ, Magnúsar Kristinssonar, Smáeyjar ehf. og tengdra félaga sem fól í sér að LÍ tæki yfir hlutabréf Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf. í tilteknum félögum. Bergey eignarhaldsfélag ehf. var þá að fullu í eigu Smáeyjar ehf. Samkvæmt samkomulaginu yfirtók LÍ hlutabréf í eftirfarandi félögum: Bílaleigu Flugleiða ehf. Toyota á Íslandi hf. M. Kristinssyni ehf. Pizza-Pizza ehf. Sólningu Kópavogi ehf. Bergey fasteignafélagi ehf. Kaupsamningur um yfirtöku LÍ á félögunum var síðan gerður þann 1. júlí 2009. Samkvæmt LÍ var yfirtakan liður í fullnustugerð á hendur fyrrnefndum aðilum. Félögin M. Kristinsson ehf., Sólning Kópavogi ehf. og Bergey fasteignafélag ehf. voru síðan öll seld eignarhaldsfélaginu Bifreiðar ehf. þann 4. ágúst 2009. Sama dag seldi LÍ jafnframt félagið Pizza Pizza ehf. til eignarhaldsfélagsins Pizzasmiðjunnar ehf. Bílaleiga Flugleiða var svo seld félaginu Norðurlöndin ehf. þann 26. febrúar 2010. Tilkynning LÍ til Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku á dótturfélögum Bergeyjar eignarhaldfélags ehf. er dagsett 16. júní 2010.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira