Samkeppniseftirlitið sektar gamla Landsbankann um 40 milljónir 5. júlí 2011 10:31 Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 40 milljón kr. stjórnvaldssekt á Landsbanka Íslands hf. vegna brota á samrunaákvæðum samkeppnislaga. Í tilkynningu segir að Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun að Landsbanki Íslands hf. (LÍ (gamli Landsbankinn)) hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Í samkeppnislögum er lagt bann við því að samruni komi til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, nema til komi sérstakt leyfi Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt er skylt að tilkynna samruna til eftirlitsins. Er þessari reglu ætlað að tryggja að samrunaákvæði samkeppnislaga nái markmiði sínu. Er sérstaklega gert ráð fyrir því í samkeppnislögum að lögð séu viðurlög á fyrirtæki sem brjóta gegn þessari reglu. Brot LÍ fólst í því að taka yfir sex félög, sem áður voru í eigu Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf., og selja öll félögin, að einu undanskildu, til þriðja aðila, sjá ákvörðun nr. 23/2011. Þetta gerði LÍ áður hann tilkynnti Samkeppniseftirlitinu um yfirtökur sínar á félögunum og um sölu á þeim. LÍ braut því gegn skyldu til að tilkynna um samruna skv. samkeppnislögum og banni við að framkvæma samruna áður Samkeppniseftirlitið fjallar um hann. Átti þetta sér stað á árunum 2009 og 2010. Samkeppniseftirlitinu varð kunnugt um þessa gerninga á árinu 2010. Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið að hæfilegt sé að sekta LÍ um 40 milljónir kr. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá 9. júní sl., Samkeppni eftir hrun, er greint frá því að fjárhagsleg endurskipulagning skuldsettra fyrirtækja gangi of hægt og geti það haft slæm áhrif á samkeppni og atvinnustarfsemi. Til að hraða þessu ferli er m.a. nauðsynlegt að fjármálastofnanir og aðrir aðilar virði ákvæði samkeppnislaga. Í apríl 2009 var gert samkomulag milli LÍ, Magnúsar Kristinssonar, Smáeyjar ehf. og tengdra félaga sem fól í sér að LÍ tæki yfir hlutabréf Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf. í tilteknum félögum. Bergey eignarhaldsfélag ehf. var þá að fullu í eigu Smáeyjar ehf. Samkvæmt samkomulaginu yfirtók LÍ hlutabréf í eftirfarandi félögum: Bílaleigu Flugleiða ehf. Toyota á Íslandi hf. M. Kristinssyni ehf. Pizza-Pizza ehf. Sólningu Kópavogi ehf. Bergey fasteignafélagi ehf. Kaupsamningur um yfirtöku LÍ á félögunum var síðan gerður þann 1. júlí 2009. Samkvæmt LÍ var yfirtakan liður í fullnustugerð á hendur fyrrnefndum aðilum. Félögin M. Kristinsson ehf., Sólning Kópavogi ehf. og Bergey fasteignafélag ehf. voru síðan öll seld eignarhaldsfélaginu Bifreiðar ehf. þann 4. ágúst 2009. Sama dag seldi LÍ jafnframt félagið Pizza Pizza ehf. til eignarhaldsfélagsins Pizzasmiðjunnar ehf. Bílaleiga Flugleiða var svo seld félaginu Norðurlöndin ehf. þann 26. febrúar 2010. Tilkynning LÍ til Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku á dótturfélögum Bergeyjar eignarhaldfélags ehf. er dagsett 16. júní 2010. Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Þetta voru tekjuhæstu forstjórarnir á síðasta ári Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Þetta voru tekjuhæstu forstjórarnir á síðasta ári Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 40 milljón kr. stjórnvaldssekt á Landsbanka Íslands hf. vegna brota á samrunaákvæðum samkeppnislaga. Í tilkynningu segir að Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu í nýrri ákvörðun að Landsbanki Íslands hf. (LÍ (gamli Landsbankinn)) hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hefur heimilað hann. Í samkeppnislögum er lagt bann við því að samruni komi til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, nema til komi sérstakt leyfi Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt er skylt að tilkynna samruna til eftirlitsins. Er þessari reglu ætlað að tryggja að samrunaákvæði samkeppnislaga nái markmiði sínu. Er sérstaklega gert ráð fyrir því í samkeppnislögum að lögð séu viðurlög á fyrirtæki sem brjóta gegn þessari reglu. Brot LÍ fólst í því að taka yfir sex félög, sem áður voru í eigu Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf., og selja öll félögin, að einu undanskildu, til þriðja aðila, sjá ákvörðun nr. 23/2011. Þetta gerði LÍ áður hann tilkynnti Samkeppniseftirlitinu um yfirtökur sínar á félögunum og um sölu á þeim. LÍ braut því gegn skyldu til að tilkynna um samruna skv. samkeppnislögum og banni við að framkvæma samruna áður Samkeppniseftirlitið fjallar um hann. Átti þetta sér stað á árunum 2009 og 2010. Samkeppniseftirlitinu varð kunnugt um þessa gerninga á árinu 2010. Með vísan til m.a. umfangs og eðlis brotanna telur Samkeppniseftirlitið að hæfilegt sé að sekta LÍ um 40 milljónir kr. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins frá 9. júní sl., Samkeppni eftir hrun, er greint frá því að fjárhagsleg endurskipulagning skuldsettra fyrirtækja gangi of hægt og geti það haft slæm áhrif á samkeppni og atvinnustarfsemi. Til að hraða þessu ferli er m.a. nauðsynlegt að fjármálastofnanir og aðrir aðilar virði ákvæði samkeppnislaga. Í apríl 2009 var gert samkomulag milli LÍ, Magnúsar Kristinssonar, Smáeyjar ehf. og tengdra félaga sem fól í sér að LÍ tæki yfir hlutabréf Bergeyjar eignarhaldsfélags ehf. í tilteknum félögum. Bergey eignarhaldsfélag ehf. var þá að fullu í eigu Smáeyjar ehf. Samkvæmt samkomulaginu yfirtók LÍ hlutabréf í eftirfarandi félögum: Bílaleigu Flugleiða ehf. Toyota á Íslandi hf. M. Kristinssyni ehf. Pizza-Pizza ehf. Sólningu Kópavogi ehf. Bergey fasteignafélagi ehf. Kaupsamningur um yfirtöku LÍ á félögunum var síðan gerður þann 1. júlí 2009. Samkvæmt LÍ var yfirtakan liður í fullnustugerð á hendur fyrrnefndum aðilum. Félögin M. Kristinsson ehf., Sólning Kópavogi ehf. og Bergey fasteignafélag ehf. voru síðan öll seld eignarhaldsfélaginu Bifreiðar ehf. þann 4. ágúst 2009. Sama dag seldi LÍ jafnframt félagið Pizza Pizza ehf. til eignarhaldsfélagsins Pizzasmiðjunnar ehf. Bílaleiga Flugleiða var svo seld félaginu Norðurlöndin ehf. þann 26. febrúar 2010. Tilkynning LÍ til Samkeppniseftirlitsins um yfirtöku á dótturfélögum Bergeyjar eignarhaldfélags ehf. er dagsett 16. júní 2010.
Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Þetta voru tekjuhæstu forstjórarnir á síðasta ári Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Þetta voru tekjuhæstu forstjórarnir á síðasta ári Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur