Viðskipti innlent

Icelandair segir afkomuspá sína óbreytta

Icelandair áréttar að afkomuspá félagsins fyrir árið í ár er óbreytt þrátt fyrir að eldsneytishækkanir muni lækka hagnað ársins.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Icelandair hefur sent til Kauphallarinnar. Tilkynningin hljóðar svo:

„Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar um tölvupóst framkvæmdastjóra Icelandair ehf. til starfsmanna um að hækkandi olíuverð muni hafa neikvæð áhrif á afkomu félagsins þá skal það tekið fram að Icelandair Group hf. hefur ekki breytt afkomuspá sinni sem gefin var út þann 14. febrúar 2011.

Spáin gerði ráð fyrir EBITDA upp á 9,5 milljarða króna. Umfjöllun framkvæmdastjórans vísar til lækkunar á áætlaðri EBITDA fyrir árið 2011 frá rauntölum ársins 2010 upp á um 3 milljarða króna, þrátt fyrir verulega framboðsaukningu á milli ára, sem þegar hefur verið tilkynnt um. Helstu skýringar á þessari lækkun liggja í eldsneytishækkunum á milli ára og fleiri þáttum eins og nánar var tilgreint í tilkynningu þann 14. febrúar sl.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×