Viðskipti innlent

Jón Ásgeir selur glæsivillu í New York til annars Íslendings

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson hefur selt glæsi-íbúð sína í Gramercy Park í New York en samkvæmt blaðinu New York Observer, var það athafnamaðurinn Eyjólfur Gunnarsson sem keypti íbúðina í gegnum eignarhaldsfélags sitt, Mynni ehf.

Kaupverðið eru rétt rúmur tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Jón Ásgeir vildi þó hærra verð fyrir íbúðina, eða tæpa þrjá milljarða. Sjálfur keypti hann íbúðina árið 2007 en þá borgaði hann rúman einn og hálfan millljarð fyrir.

UPPFÆRT: Frétt NY Observer af fasteignaviðskiptunum er ekki allskostar rétt. Hið rétta er að Mynni ehf, eignarhaldsfélag skilanefndar Landsbankans hefur tekið eignina yfir. Umræddur Eyjólfur Gunnarsson er framkvæmdastjóri Mynnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×