Krónan stöðug frá gengislækkun í janúar 2. mars 2011 12:08 Eftir að hafa tekið nokkra lækkun fyrrihluta janúar hefur krónan haldist nokkuð stöðug síðan. Frá 1. til 21. janúar síðastliðinn fór evran úr því að kosta 153,2 krónur í að kosta 158,7 krónur, sem samsvarar 3,5% lækkun á gengi krónunnar gagnvart evrunni. Er þetta svipuð lækkun og varð í gengi krónunnar gangvart viðskiptavegnu meðaltali gjaldmiðla en sú lækkun var 3,1%. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að gengi evrunnar stendur nú í 159,9 kr. og hefur krónan því lækkað um 0,8% til viðbótar gagnvart henni, en sú lækkun átti sér stað núna um miðjan febrúar. Helstu hugsanlegu ástæður lækkunar krónunnar á fyrstu vikum ársins eru tímabundnar að mestu. Má þar nefna árstíðarsveiflu í gjaldeyristekjum af ferðamönnum og áhrif af kaupum Seðlabankans á gjaldeyri af bönkunum í lok síðasta árs. Önnur áhrif og varanlegri kunna að vera vaxtagreiðslur af innlendum ríkisskuldabréfum til erlendra aðila, sem og minni munur á innlendum og erlendum vöxtum sem komið hefur til vegna vaxtalækkana Seðlabankans undanfarið. Veltan á millibankamarkaðinum með gjaldeyri hefur verið lítil undanfarið. Í janúar var hún 22 milljónir evra og tæplega 40 milljónir evra í febrúar. Veltan það sem af er ári hefur samt verið talsvert yfir því sem hún var á sama tíma fyrir ári en samanlögð velta á millibankamarkaðinum með gjaldeyri á þessum í fyrra var 11 milljónir evra. Stór þáttur í þessum vexti eru kaup Seðlabankans á gjaldeyri sem hafa staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Á bankinn þannig um fimmtung af veltunni á gjaldeyrismarkaðinum á fyrstu 2 mánuðum þessa árs en hann átti engin viðskipti á millibankamarkaðinum með gjaldeyri á þessu tímabili í fyrra. Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Eftir að hafa tekið nokkra lækkun fyrrihluta janúar hefur krónan haldist nokkuð stöðug síðan. Frá 1. til 21. janúar síðastliðinn fór evran úr því að kosta 153,2 krónur í að kosta 158,7 krónur, sem samsvarar 3,5% lækkun á gengi krónunnar gagnvart evrunni. Er þetta svipuð lækkun og varð í gengi krónunnar gangvart viðskiptavegnu meðaltali gjaldmiðla en sú lækkun var 3,1%. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að gengi evrunnar stendur nú í 159,9 kr. og hefur krónan því lækkað um 0,8% til viðbótar gagnvart henni, en sú lækkun átti sér stað núna um miðjan febrúar. Helstu hugsanlegu ástæður lækkunar krónunnar á fyrstu vikum ársins eru tímabundnar að mestu. Má þar nefna árstíðarsveiflu í gjaldeyristekjum af ferðamönnum og áhrif af kaupum Seðlabankans á gjaldeyri af bönkunum í lok síðasta árs. Önnur áhrif og varanlegri kunna að vera vaxtagreiðslur af innlendum ríkisskuldabréfum til erlendra aðila, sem og minni munur á innlendum og erlendum vöxtum sem komið hefur til vegna vaxtalækkana Seðlabankans undanfarið. Veltan á millibankamarkaðinum með gjaldeyri hefur verið lítil undanfarið. Í janúar var hún 22 milljónir evra og tæplega 40 milljónir evra í febrúar. Veltan það sem af er ári hefur samt verið talsvert yfir því sem hún var á sama tíma fyrir ári en samanlögð velta á millibankamarkaðinum með gjaldeyri á þessum í fyrra var 11 milljónir evra. Stór þáttur í þessum vexti eru kaup Seðlabankans á gjaldeyri sem hafa staðið yfir frá því í ágúst í fyrra. Á bankinn þannig um fimmtung af veltunni á gjaldeyrismarkaðinum á fyrstu 2 mánuðum þessa árs en hann átti engin viðskipti á millibankamarkaðinum með gjaldeyri á þessu tímabili í fyrra.
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira