Viðskipti innlent

Vilja fund um endurútreikninga fjármálastofnana á gengislánum

Sigurður Kári Kristjánsson.
Sigurður Kári Kristjánsson.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fara fram á fund í viðskiptanefnd vegna útreikninga fjármálastofnana á gengislánum. Það eru þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson sem sitja í nefndinni.

Farið er fram á að fulltrúar FME, bankanna, sparisjóðanna og umboðsmanns skuldara mæti á fund nefndarinnar og fari yfir framkvæmd endurútreikninga lána.

Svo segir í tilkynningunni: „Ástæðan fyrir beiðninni er fjölmargar ábendingar frá almenningi vegna þessa endurútreikningsins. Það er ljóst að endurútreikningur er ekki í samræmi við þær væntingar sem gerðar voru í kjölfar dóma Hæstaréttar.

Reynslan kennir okkur að bankar og fjármálastofnanir eru ekki óskeikular og afskaplega mikilvægt að fara vel yfir þetta stóra mál.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×