Fleiri fréttir

Gjaldeyrisforðinn styrkist vegna sölunnar á FIH

Búast má við að gjaldeyrisforði Seðlabankans verði kominn í 600 milljarða króna um áramótin, en forðinn styrkist vegna sölu á danska FIH bankanum. Seðlabankastjóri segir að styrking forðans hafi jákvæð áhrif á gengi krónunnar.

Greining: Verðbólgan minnkar í 4,1% í september

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í september um 0,4% frá ágústmánuði. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan hjaðna úr 4,5% í 4,1% í september, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið frá ofanverðu sumri árið 2007.

Íslensk olíufélög leggja mest á

Álagning á hvern bensínlítra á sjálfsafgreiðslustöðvum íslensku olíufyrirtækjanna er talsvert hærri en gengur og gerist í Danmörku og Svíþjóð. Var meðalálagning til dæmis tvöfalt hærri hérlendis en í Svíþjóð árið 2009.

Þrír bankar eiga sjö hundruð fasteignir

Íbúðalánasjóður (ÍLS) og viðskiptabankarnir þrír eiga rúmlega 1.518 fasteignir víða um land. Þar af eru 1.208 einbýlishús, raðhús og annað íbúðarhúsnæði, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Gangi verstu spár eftir munu ÍLS og bankarnir þrír hafa leyst til sín í kringum 1.550 íbúðir um næstu áramót.

Mjatla fasteignum á markaðinn

Félag fasteignasala (FF), bankar og Íbúðalánasjóður hafa haft samráð vegna þess mikla fjölda fasteigna sem lánafyrirtækin eiga. Fyrirtækin munu ekki setja fasteignir í stórum stíl inn á markaðinn, enda myndi það ganga þvert á hagsmuni þeirra með fyrirsjáanlegum verðlækkunum.

FIH seldur fyrir 103 milljarða króna

FIH bankinn verður seldur fyrir fimm milljarða danskra króna samkvæmt tilkynningu frá Seðlabanka Íslands. Það gera 103 milljarðar íslenskra króna. Berlingske Tidende greindi frá því fyrr í vikunni að til stæði að selja bankann.

Heyrði um niðurskurð í Reykjanesbæ í fjölmiðlum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ segist ekki hafa séð tillögur Sjálfstæðismanna um niðurskurð heldur aðeins heyrt af þeim í gegnum fjölmiðla. Aðgerðir séu þó óhjákvæmilegar því bæjarfélagið tapi um fjórum milljónum daglega.

Fréttaskýring: Lagaóvissa og pólitík í sölunni á FIH

Það er bankaumsýsla Dana, eða Finansiel Stabilitet, sem stendur að baki sölunni á FIH bankanum. Nú er stofnunin sjálf í sviðsljósi danskra fjölmiðla þar sem áhöld eru um lagalegan grunn undir starfseminni. Einnig hefur komið fram að pólitík spilar hlutverk í sölunni.

FIH bankinn seldur á 80 til 100 milljarða

Viðskiptasíða Berlingske Tidende er með frétt í dag um að gengið verði frá sölunni á FIH bankanum á mánudag. Verðið sem fæst fyrir bankann muni liggja á bilinu 4 til 5 milljarðar danskra kr. eða 80 til 100 milljarða kr.

Leynisamkomulag tryggir friðhelgi

Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess.

Landsvirkjun semur um 100 milljón dollara skuldabréf

Landsvirkjun undirritaði í dag samning um útgáfu skuldabréfs að fjárhæð 100 milljónir Bandaríkjadollara eða tæpa 12 milljarða kr. Skuldabréfið er til fimm ára og ber fasta 6,5% vexti. Milligönguaðili er Deutsche Bank og eru kaupendur erlendir fjárfestar.

Netspilavíti spáir í íslenskt gagnaver

Eigandi netspilavítisins BoDog segist ætla að flytja netstarfsemi sína til íslenska gagnaversins Thor Data Center. Þetta kemur fram í umfjöllun á vefsíðunni onlinecasino.com. Samkvæmt upplýsingum frá gagnaverinu hafa þó engir samningar verið gerðir og er málið allt á könnunarstigi.

Nefndin: Kaup Magma Energy á HS Orku eru lögleg

Í skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál kemur fram að skoðun nefndarinnar á samningum um kaup Magma Energy á HS orku sem hún fékk aðgang að leiddi ekki í ljós neina augljósa annmarka. Frá lagalegum sjónarhóli sé ekki tilefni til að gera athugasemdir við samningana sem slíka.

Töluverð aukning í heildarveltu atvinnulífsins

Heildarvelta í atvinnulífinu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum jókst töluvert í maí og júní samanborið við sama tímabil í fyrra. Í krónum talið var hún 15% meiri á þessu tímabili en að teknu tilliti til verðlagsbreytinga nam aukningin 7,9%.

Íbúðaverð í borginni stóð í stað í ágúst

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað í ágúst frá fyrri mánuði samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem tekin er saman af Þjóðskrá Íslands og birt var síðdegis í gær. Vísitalan stendur nú í 302,8 stigum.

Spáir stýrivaxtalækkun upp á eitt prósentustig

Greining Íslandsbanka reiknar með því að Peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 1,00 prósentustig á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 22. september næstkomandi. Við þetta lækka vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana í 4,5% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 6,0%.

Seðlabankinn og Kaupþing deila um söluna á FIH

Samkvæmt frétt á vefsíðunni business.dk er komin upp deila milli Seðlabanka Íslands og skilanefndar Kaupþings um hvoru af tveimur kauptilboðum í FIH bankinn eigi að taka. Töluverður munur er á tilboðunum.

SFF segir mikilvægt að óvissu hafi verið eytt

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) telja að með dómi Hæstaréttar 16. september hafi verið stigið stórt skref til að eyða þeirri óvissu sem lánþegar og lánveitendur hafa búið við í tengslum við lán með óskuldbindandi gengistryggingarákvæðum.

Ormarr ráðinn útibústjóri hjá Íslandsbanka

Ormarr Örlygsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka á Reyðarfirði og Egilsstöðum. Hann tekur við starfinu af Páli Björgvini Guðmundssyni sem hefur verið ráðinn bæjarstjóri Fjarðarbyggðar.

Ábyrgðinni velt af ríkinu á lífeyrissjóði

Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Endurskipulagningu Íslandsbanka lýkur í október

Íslandsbanki hefur í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar einsett sér að flýta vinnu varðandi uppgjör og endurútreikning erlendra bílalána, kaupleigusamninga og einkaleigusamninga. Niðurstaða þeirrar vinnu mun liggja fyrir um miðjan október næstkomandi í þeim tilvikum þar sem ekki hefur verið um yfirtökur eða uppgreiðslur á lánasamningum að ræða samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Íslandsbanki vísar ásökunum um þvinganir á bug

Íslandsbanki vísar á bug ásökunum framkvæmdastjóra Capacent í fjölmiðlum þess efnis að bankinn hafi þvingað starfsmenn félagsins til þess að taka yfir rekstur þess og skipta um kennitölu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur bankinn átt í viðræðum við félagið síðustu misseri vegna slæmrar skuldastöðu þess.

Íslandsbanki fjármagnar Björgunarmiðstöð Árborgar

Sveitarfélagið Árborg og Íslandsbanki undirrituðu í dag kaupsamning vegna fasteignarinnar að Árvegi 1 á Selfossi . Húsnæðið mun hýsa Björgunarfélag Árborgar, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Brunavarnir Árnessýslu.

Forstjóri Capacent segir yfirtökuna vera kennitöluflakk

Forstjóri Capacent á Íslandi segir að yfirtaka starfsmanna félagsins á rekstri þess sé dæmi um kennitöluflakk. Íslandsbanki hafi þvingað starfsmenn til að taka yfir rekstur félagsins en bankinn vildi ekki fallast á tilboð um niðurfærslu lána. Ný kennitala hefur verið stofnuð í kringum rekstur félagsins en ekki stendur til að segja upp starfsfólki.

Frumtak keypti 70% í Median

Frumtak hefur keypt u.þ.b. 70% hlutafjár í Median - Rafræn miðlun hf. Seljandur hlutarins eru Drómi hf. og Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur annast ráðgjöf og

Áhugavert ef Norðurlöndin afgreiða lán án Icesavelausnar

Greining Íslandsbanka segir mjög áhugavert að sjá hvort næsta útgreiðsla Norðurlandalánanna komi samhliða þriðju endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), en þrátt fyrir að Icesave málið sé ekki í höfn eru viðræður byrjaðar að nýju og samkomulag gæti verið innan seilingar. Kannski dugar það Norðurlöndunum að málið sé í vinnslu og lausn í sjónmáli?

Skuldatryggingaálag Íslands komið undir 300 punkta

Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur farið stiglækkandi síðustu daga. Þó er ekki um mikla breytingu að ræða, en í lok dags í gær stóð álagið í 299 punktum (2,99%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni sem er 11 punktum lægra en það var fyrir viku síðan.

Eignir og eigið fé tryggingarfélaganna lækka

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 135 milljörðum kr. í lok júlí og lækkuðu um 1,9 milljarð kr. á milli mánaða. Eigið fé lækkaði um rúmlega 1 milljarð kr. og nam 53,6 miljörðum kr. í lok júlí.

Meðallaun hjá félögum FVH eru 600 þúsund á mánuði

Heildarmánaðarlaun viðskiptafræðinga og hagfræðinga mælast nú 600 þúsund kr. að meðaltali sem er hækkun um tæplega 3% frá því á sama tíma í fyrra. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur birt niðurstöður úr kjarakönnun félagsins fyrir árið 2010 en félagið hefur gert kjarakannanir reglulega frá árinu 1979.

Segir nýtt hagstætt Icesave-tilboð í boði

Viðskiptablaðið segir frá því í dag að Bretar og Hollendingar hafi boðið íslenskum stjórnvöldum að leggja fram nýtt tilboð um lausn á Icesave-deilunni milli landanna. Hið nýja tilboð sé mun hagstæðara en það sem áður hafi verið í boði.

Hekla boðin til sölu

Arionbanki ætlar selja bílaumboð Heklu og rennur tilboðsfrestur út 29. september. Hekla var stofnuð árið 1933 og var um árabil eitt öflugasta bílaumboð í landinu.

Starfsfólk Capacent tekur yfir reksturinn

Hópur starfsmanna Capacent hefur eignast fyrirtækið eftir að móðurfélagi þess mistókst að semja við viðskiptabanka sinn um niðurfellingu á erlendu láni. Aðrir starfsmenn fyrirtækisins munu á næstu dögum fá tækifæri til að eignast hlut í félaginu.

Gagnaveitan greiði vexti af láni frá OR

Gagnaveitu Reykjavíkur ber að greiða eðlilega vexti af láni Orkuveitu Reykjavíkur til fyrirtækisins samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar sem birt var í gær.

Sjá næstu 50 fréttir