Viðskipti innlent

Möguleg markaðsmisnotkun í Kauphöllinni til rannsóknar

Sigríður Mogensen skrifar
Kauphöllin rannsakar viðskiptahætti sem áttu sér stað á markaði með ríkisbréf rétt fyrir lokun í dag. Fimm mínútum fyrir lokun markaða er svokallað uppboðstímabil þar sem hægt er að setja inn kaup- og sölutilboð. Nokkur stór sölutilboð, eða samtals að upphæð 400 milljónir króna, komu inn rétt fyrir lokun markaða frá sama aðila en voru fjarlægð skömmu síðar. Ef tilboðin hefðu hangið inni hefði það þýtt talsverða lækkun á markaðnum og hækkun á ávöxtunarkröfu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar Kauphöllin hvort um hugsanlega markaðsmisnotkun geti verið að ræða, en viðskiptahættir sem þessir eru mjög sjaldgæfir í Kauphöllinni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×