Segir endurskoðendur víst hafa brugðist við - fréttaskýring 16. september 2010 04:45 Gagnrýndir víða Þórir sést hér lengst til vinstri á myndinni. Við hlið hans sitja Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson. Þeir tveir sæta nú báðir ákæru fyrir misferli í kringum bankahrunið. Í skoðun er hvort einnig skuli draga einhverja endurskoðendur fyrir dóm vegna aðkomu þeirra að ýmsum málum.Fréttablaðið/vilhelm Hvernig hafa endurskoðendur horfst í augu við ábyrgð sína á bankahruninu? Formaður Félags löggiltra endurskoðenda vísar á bug þeirri gagnrýni þingmannanefndar Atla Gíslasonar að endurskoðendur hafi ekki rætt þátt sinn í bankahruninu í sínum ranni. Fjölmargt hafi verið gert undanfarin tvö ár. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru íslenskir endurskoðendur harðlega gagnrýndir. Þeir hafi ekki sinnt skyldum sínum við endurskoðun reikninga og ekki rannsakað og metið virði útlána þeirra til tengdra félaga þótt aðstæður hefðu þróast á þann veg að fullt tilefni væri til þess. Þingmannanefnd Atla Gíslasonar kveður enn fastar að orði í sinni skýrslu. Þar segir að endurskoðendur hafi augljóslega brugðist skyldum sínum og leyft vanvirðingu við lög og reglur að viðgangast allt of lengi. Þá sé það alvarlegt að þeir virðist ekki hafa rætt orsakir og afleiðingar hrunsins og aðkomu sína. Þar að auki beindi rannsóknarnefndin því til saksóknara að rannsaka þyrfti hvort endurskoðendur skyldu dregnir fyrir dóm. Eitt endurskoðunarfyrirtæki, PricewaterhouseCoopers (PwC), er þegar komið fyrir dóm, þó ekki í opinberu máli heldur einkamálinu sem Glitnir hefur höfðað á hendur svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk PwC. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað til álits fyrrverandi varaformanns siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda, sem taldi PwC hafa gerst sekt um vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis. Hjá PwC starfar Þórir H. Ólafsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, sem er ósammála þingmannanefnd Atla Gíslasonar að ekkert hafi verið gert. Ný lög um endurskoðendur hafi tekið gildi um þarsíðustu áramót á grundvelli tilskipunar frá Evrópusambandinu og þau hafi gjörbylt vinnuumhverfi og starfsháttum endurskoðenda. Allur rammi um starfsemina sé skarpari, ákvæði komin um eftirlitsskyldu endurskoðendaráðs, siðareglur og tengingu við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Í maí hafi enn fremur verið haldið málþing um rannsóknarskýrsluna. Á fyrirhugaðri afmælishátíð félagsins verði mikið rætt um hana og þá standi einnig til að taka skýrsluna til rækilegrar umfjöllunar á haustþingi sem stendur fyrir dyrum. Þar að auki hafi mikið verið rætt um málið á síðasta fundi samtaka norrænna endurskoðenda í síðasta mánuði. „Í sjálfu sér hefur því mikið verið að gerast,“ segir Þórir, og bætir við að þingmannanefnd Atla Gíslasonar hafi ekki haft samband við félagið áður en fullyrðingin var sett fram í skýrslunni. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Hvernig hafa endurskoðendur horfst í augu við ábyrgð sína á bankahruninu? Formaður Félags löggiltra endurskoðenda vísar á bug þeirri gagnrýni þingmannanefndar Atla Gíslasonar að endurskoðendur hafi ekki rætt þátt sinn í bankahruninu í sínum ranni. Fjölmargt hafi verið gert undanfarin tvö ár. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru íslenskir endurskoðendur harðlega gagnrýndir. Þeir hafi ekki sinnt skyldum sínum við endurskoðun reikninga og ekki rannsakað og metið virði útlána þeirra til tengdra félaga þótt aðstæður hefðu þróast á þann veg að fullt tilefni væri til þess. Þingmannanefnd Atla Gíslasonar kveður enn fastar að orði í sinni skýrslu. Þar segir að endurskoðendur hafi augljóslega brugðist skyldum sínum og leyft vanvirðingu við lög og reglur að viðgangast allt of lengi. Þá sé það alvarlegt að þeir virðist ekki hafa rætt orsakir og afleiðingar hrunsins og aðkomu sína. Þar að auki beindi rannsóknarnefndin því til saksóknara að rannsaka þyrfti hvort endurskoðendur skyldu dregnir fyrir dóm. Eitt endurskoðunarfyrirtæki, PricewaterhouseCoopers (PwC), er þegar komið fyrir dóm, þó ekki í opinberu máli heldur einkamálinu sem Glitnir hefur höfðað á hendur svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk PwC. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað til álits fyrrverandi varaformanns siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda, sem taldi PwC hafa gerst sekt um vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis. Hjá PwC starfar Þórir H. Ólafsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, sem er ósammála þingmannanefnd Atla Gíslasonar að ekkert hafi verið gert. Ný lög um endurskoðendur hafi tekið gildi um þarsíðustu áramót á grundvelli tilskipunar frá Evrópusambandinu og þau hafi gjörbylt vinnuumhverfi og starfsháttum endurskoðenda. Allur rammi um starfsemina sé skarpari, ákvæði komin um eftirlitsskyldu endurskoðendaráðs, siðareglur og tengingu við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Í maí hafi enn fremur verið haldið málþing um rannsóknarskýrsluna. Á fyrirhugaðri afmælishátíð félagsins verði mikið rætt um hana og þá standi einnig til að taka skýrsluna til rækilegrar umfjöllunar á haustþingi sem stendur fyrir dyrum. Þar að auki hafi mikið verið rætt um málið á síðasta fundi samtaka norrænna endurskoðenda í síðasta mánuði. „Í sjálfu sér hefur því mikið verið að gerast,“ segir Þórir, og bætir við að þingmannanefnd Atla Gíslasonar hafi ekki haft samband við félagið áður en fullyrðingin var sett fram í skýrslunni. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira