Greining: Verðbólgan minnkar í 4,1% í september 20. september 2010 10:42 Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í september um 0,4% frá ágústmánuði. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan hjaðna úr 4,5% í 4,1% í september, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið frá ofanverðu sumri árið 2007. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að útsöluáhrif spili hér töluvert hlutverk líkt og jafnan í septembermánuði. Til að mynda gerir greiningin ráð fyrir að hækkun á fötum og skóm leiði til 0,4% hækkunar vísitölunnar nú. Á móti vegur að styrking krónunnar frá miðju ári hefur áhrif til lækkunar á ýmsum innfluttum vörum og dregur úr hækkunarþrýstingi á öðrum innfluttum sem innlendum vörum. Einnig bendir ýmislegt til þess að húsnæðisliður vísitölunnar muni lækka lítillega í septembermánuði. „Þegar líður á haustið gerum við ráð fyrir nokkurri hækkun VNV. Þar vegur hvað þyngst veruleg gjaldskrárhækkun OR á heitu vatni og rafmagni, en fyrirtækið sér u.þ.b. 60% landsmanna fyrir orku til heimilisnota. Auk beinna áhrifa af hækkuninni má búast við að aðrir orkusalar sláist í hópinn með hækkanir, auk þess sem aukinn orkukostnaður innlendra fyrirtækja mun í talsverðum mæli velta út í verð vöru þeirra og þjónustu," segir í Morgunkorninu. „Alls spáum við því að VNV hækki um 2,1% fram til áramóta. Þrátt fyrir það mun verðbólga halda áfram að hjaðna, enda detta í mánuði hverjum miklir verðbólgu-mánuðir út úr 12 mánaða taktinum það sem eftir lifir árs. Gerum við ráð fyrir því að verðbólga mælist 3,4% í desember. Eftir sem áður áætlum við svo að verðbólga mælist að jafnaði nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næsta ári, og spáum við meðalverðbólgu upp á 3,2% árið 2011." Greiningin segir að líkt og fyrri daginn er gengisþróun krónu stærsti áhættuþáttur spárinnar. „Gerum við þar ráð fyrir að krónan verði á svipuðum slóðum og nú er raunin, en óþarfi ætti að vera að taka fram að ekki er á vísan að róa í þeim efnum. Þá styttist í kjarasamninga á stærstum hluta vinnumarkaðar og gætu launakröfur í þeim orðið talsvert hærri en innlend fyrirtæki standa undir án verðhækkunar á vörum og þjónustu. Þróun fasteignaverðs mun á hinn bóginn halda aftur af hækkun vísitölunnar að mati okkar, þótt að líklegt sé að verð íbúðarhúsnæðis sé nú nálægt botninum í þessari kreppu. Einnig lítur nú út fyrir að hækkun skatta á vörur og þjónustu muni reynast fremur hóflegri næsta kastið en útlit var fyrir í upphafi þessa árs," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki í september um 0,4% frá ágústmánuði. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan hjaðna úr 4,5% í 4,1% í september, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið frá ofanverðu sumri árið 2007. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að útsöluáhrif spili hér töluvert hlutverk líkt og jafnan í septembermánuði. Til að mynda gerir greiningin ráð fyrir að hækkun á fötum og skóm leiði til 0,4% hækkunar vísitölunnar nú. Á móti vegur að styrking krónunnar frá miðju ári hefur áhrif til lækkunar á ýmsum innfluttum vörum og dregur úr hækkunarþrýstingi á öðrum innfluttum sem innlendum vörum. Einnig bendir ýmislegt til þess að húsnæðisliður vísitölunnar muni lækka lítillega í septembermánuði. „Þegar líður á haustið gerum við ráð fyrir nokkurri hækkun VNV. Þar vegur hvað þyngst veruleg gjaldskrárhækkun OR á heitu vatni og rafmagni, en fyrirtækið sér u.þ.b. 60% landsmanna fyrir orku til heimilisnota. Auk beinna áhrifa af hækkuninni má búast við að aðrir orkusalar sláist í hópinn með hækkanir, auk þess sem aukinn orkukostnaður innlendra fyrirtækja mun í talsverðum mæli velta út í verð vöru þeirra og þjónustu," segir í Morgunkorninu. „Alls spáum við því að VNV hækki um 2,1% fram til áramóta. Þrátt fyrir það mun verðbólga halda áfram að hjaðna, enda detta í mánuði hverjum miklir verðbólgu-mánuðir út úr 12 mánaða taktinum það sem eftir lifir árs. Gerum við ráð fyrir því að verðbólga mælist 3,4% í desember. Eftir sem áður áætlum við svo að verðbólga mælist að jafnaði nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans á næsta ári, og spáum við meðalverðbólgu upp á 3,2% árið 2011." Greiningin segir að líkt og fyrri daginn er gengisþróun krónu stærsti áhættuþáttur spárinnar. „Gerum við þar ráð fyrir að krónan verði á svipuðum slóðum og nú er raunin, en óþarfi ætti að vera að taka fram að ekki er á vísan að róa í þeim efnum. Þá styttist í kjarasamninga á stærstum hluta vinnumarkaðar og gætu launakröfur í þeim orðið talsvert hærri en innlend fyrirtæki standa undir án verðhækkunar á vörum og þjónustu. Þróun fasteignaverðs mun á hinn bóginn halda aftur af hækkun vísitölunnar að mati okkar, þótt að líklegt sé að verð íbúðarhúsnæðis sé nú nálægt botninum í þessari kreppu. Einnig lítur nú út fyrir að hækkun skatta á vörur og þjónustu muni reynast fremur hóflegri næsta kastið en útlit var fyrir í upphafi þessa árs," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira