Leynisamkomulag tryggir friðhelgi Sigríður Mogensen skrifar 17. september 2010 18:57 Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess. Alexander Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis sumarið 2007. Hann er eitt af lykilvitnum slitastjórnar Glitnis í 240 milljarða króna skaðabótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Í apríl á þessu ári gerði slitastjórnin samkomulag við Alexander um að hún muni ekki höfða mál á hendur honum, hvorki til heimtu skaðabóta né vegna riftunarráðstafanna, gegn því skilyrði að hann veiti slitastjórninni allar upplýsingar sem hann býr yfir. Þá heitir hann fullum samstarfsvilja og því að bera vitni fyrir dómstólum. Samkomulagið er undirritað af Alexander og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar. Í yfirlýsingunni heitir fjármálastjórinn fyrrverandi því að hann muni ekki greina frá tilvist samkomulagsins né innihaldi þess. Þar segir jafnframt að samkomulagið bindi slitastjórnina en ekki aðra aðila. Hins vegar kemur fram að ef slitastjórninni beri skylda til að tilkynna til opinberra rannsóknaraðila um athafnir eða athafnaleysi Alexanders sem kunni að varða refsingu heiti hún að upplýsa viðkomandi rannsóknaraðila um samkomulagið við hann, samstarfsvilja hans og gagnsemi samvinnunnar, og hann muni sýna sama samstarfsvilja við rannsókn og eftir atvikum málsókn opinberra rannsóknaraðila. Alexander Guðmundsson er í dag forstjóri Geysis Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Atorku og Gleicher Renewable Energy Fund. Sá sjóður er aftur að hluta í eigu Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis á 95% í Íslandsbanka á móti 5% hlut ríkisins. Sérstakur saksóknari hefur nú þegar nokkur mál sem tengjast Glitni til rannsóknar, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort samkomulagið við slitastjórn Glitnis hafi tryggt Alexander friðhelgi þar, né hvort hann sé á annað borð tengdur einhverjum af þeim málum sem þar eru í skoðun. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis hefur með leynisamkomulagi við slitastjórn bankans tryggt sér friðhelgi gegn mögulegum málsóknum. Slitastjórnin hefur jafnframt lýst því yfir að hún muni greina opinberum rannsóknaraðilum frá samkomulaginu við hann og gagnsemi þess. Alexander Guðmundsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis sumarið 2007. Hann er eitt af lykilvitnum slitastjórnar Glitnis í 240 milljarða króna skaðabótamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og fjórum öðrum fyrrverandi stjórnendum og eigendum bankans. Í apríl á þessu ári gerði slitastjórnin samkomulag við Alexander um að hún muni ekki höfða mál á hendur honum, hvorki til heimtu skaðabóta né vegna riftunarráðstafanna, gegn því skilyrði að hann veiti slitastjórninni allar upplýsingar sem hann býr yfir. Þá heitir hann fullum samstarfsvilja og því að bera vitni fyrir dómstólum. Samkomulagið er undirritað af Alexander og Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar. Í yfirlýsingunni heitir fjármálastjórinn fyrrverandi því að hann muni ekki greina frá tilvist samkomulagsins né innihaldi þess. Þar segir jafnframt að samkomulagið bindi slitastjórnina en ekki aðra aðila. Hins vegar kemur fram að ef slitastjórninni beri skylda til að tilkynna til opinberra rannsóknaraðila um athafnir eða athafnaleysi Alexanders sem kunni að varða refsingu heiti hún að upplýsa viðkomandi rannsóknaraðila um samkomulagið við hann, samstarfsvilja hans og gagnsemi samvinnunnar, og hann muni sýna sama samstarfsvilja við rannsókn og eftir atvikum málsókn opinberra rannsóknaraðila. Alexander Guðmundsson er í dag forstjóri Geysis Green Energy, sem er að stærstum hluta í eigu Atorku og Gleicher Renewable Energy Fund. Sá sjóður er aftur að hluta í eigu Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis á 95% í Íslandsbanka á móti 5% hlut ríkisins. Sérstakur saksóknari hefur nú þegar nokkur mál sem tengjast Glitni til rannsóknar, en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort samkomulagið við slitastjórn Glitnis hafi tryggt Alexander friðhelgi þar, né hvort hann sé á annað borð tengdur einhverjum af þeim málum sem þar eru í skoðun.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira